Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.9.–6.10.2022

2

Í vinnslu

  • 7.10.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-171/2022

Birt: 22.9.2022

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um menningarminjar - aldursfriðun

Málsefni

Lögð er til breyting á aldursfriðunarákvæði húsa og annarra mannvirkja í lögum um menningarminjar, svokallaðri 100 ára reglu.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tveimur ákvæðum laga um menningarminjar, nr. 80/2012, sem snúa að aldursfriðun húsa og annarra mannvirkja. Annars vegar er um að ræða breytingu á 29. gr. laganna, en í því er kveðið á um að öll hús og mannvirki sem eru 100 ára og eldri séu friðuð og bætt við heimild Minjastofnunar Íslands að skilyrða leyfi vegna framkvæmdar á friðuðu húsi eða leggja til friðlýsingu þess. Hins vegar er um að ræða breytingu á 30. gr. laganna sem fjallar um verndun annarra húsa og mannvirkja. Þar er nú miðað við fast ártal en lagt er til að það ártal færist nær í tíma sem nemur fimm árum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða

sigridur.svana.helgadottir@urn.is