Samráð fyrirhugað 22.09.2022—06.10.2022
Til umsagnar 22.09.2022—06.10.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 06.10.2022
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um menningarminjar - aldursfriðun

Mál nr. 171/2022 Birt: 22.09.2022
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 22.09.2022–06.10.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Lögð er til breyting á aldursfriðunarákvæði húsa og annarra mannvirkja í lögum um menningarminjar, svokallaðri 100 ára reglu.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tveimur ákvæðum laga um menningarminjar, nr. 80/2012, sem snúa að aldursfriðun húsa og annarra mannvirkja. Annars vegar er um að ræða breytingu á 29. gr. laganna, en í því er kveðið á um að öll hús og mannvirki sem eru 100 ára og eldri séu friðuð og bætt við heimild Minjastofnunar Íslands að skilyrða leyfi vegna framkvæmdar á friðuðu húsi eða leggja til friðlýsingu þess. Hins vegar er um að ræða breytingu á 30. gr. laganna sem fjallar um verndun annarra húsa og mannvirkja. Þar er nú miðað við fast ártal en lagt er til að það ártal færist nær í tíma sem nemur fimm árum.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.