Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.9.–6.10.2022

2

Í vinnslu

  • 7.10.2022–2.7.2023

3

Samráði lokið

  • 3.7.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-172/2022

Birt: 22.9.2022

Fjöldi umsagna: 33

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019

Niðurstöður

Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 birtist í samráðsgátt 22.09.2022 og var frestur til að skila umsögnum til 06.10.2022. Alls bárust 33 umsagnir. Frumvarpið var lagt fram á 153. löggjafarþingi en varð ekki að lögum. Umfjöllun um niðurstöður samráðs er að finna í greinargerð frumvarpsins á vef Alþingis, sjá hlekk.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er samið í innviðaráðuneytinu vegna fyrirhugaðrar innleiðingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/1242 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslugjöf vegna koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar nýrra þungra ökutækja, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1054 frá 15. júlí 2020 um lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarksvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/645 um breytingu á tilskipun 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini.

Starfshópur um smáfarartæki skilaði skýrslu í júní síðastliðnum og eru breytingar lagðar til í ljósi tillagna starfshópsins. Umferð smáfarartækja, sérstaklega rafhlaupahjóla, hefur aukist mjög og slys eru algeng. Þessar breytingar á umferðarvenjum hafa leitt til þess að 17% þeirra sem slösuðust alvarlega í umferðinni á síðastliðnu ári voru á rafhlaupahjólum, en umferð þeirra er þó innan við 1% af allri umferð. 42% alvarlega slasaðra í umferðinni á síðasta ári voru gangandi, hjólandi eða á rafhlaupahjóli og stór hluti fyrrgreindra slysa átti sér stað seint á föstudögum eða laugardögum. Ölvun var áberandi hjá þeim sem slösuðust seint þessa daga og samkvæmt könnun höfðu 40% vegfarenda á aldrinum 18 til 24 ára ekið rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

Í hópi óvarinna vegfarenda sem slösuðust alvarlega í umferðinni á síðastliðnu ári voru ungmenni áberandi og komu mörg ung börn, allt niður í átta ára gömul á neyðarmóttöku Landsspítalans vegna slysa á rafhlaupahjólum. Framleiðendur mæla almennt fyrir um 14 til 16 ára aldurstakmark til notkunar rafhlaupahjóla sinna en ung börn má sjá á rafhlaupahjólum ætluðum eldri notendum. Þá er með einfaldri breytingu hægt að aka aflmiklum rafhlaupahjólum á mun meiri hraða en þeim er ætlað að ná, svo að þau eiga til dæmis enga samleið með umferð gangandi vegfarenda.

Sá samfélagslegi ávinningur sem leitt getur af öruggri notkun rafhlaupahjóla og annarra smáfarartækja er auðséður. Má þar í dæmaskyni nefna samdrátt í koltvísýringslosun, minni umferðarhávaða og umferðartafir en það krefst breytinga á regluverki umferðar.

Að lokum eru lagðar til aðrar breytingar, svo sem vegna umferðar á reiðstígum og heimilda ríkisaðila til álagningar og innheimtu stöðugjalda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is