Umferðaröryggisáætlun var lögð fram í fyrsta sinn til samráðs 2022. Átta umsagnir bárust og er umsagnaraðilum þakkað fyrir þær. Umferðaröryggisáætlun verður lögð fram á Alþingi sem fylgiskjal með hvítbók um samgöngur.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.09.2022–14.10.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.02.2023.
Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að umferðaröryggisáætlun 2023-2037.
Í umferðaröryggisáætlun 2023-2037 er mörkuð stefna um umferðaröryggi á Íslandi til 15 ára. Sett markmið og áherslur miða að því að ná árangri og auka umferðaröryggi.
Markmið eru þau sömu og verið hefur en við bætist markmið um að lækka slysakostnað á hvern ekinn kílómetra til þess að koma til móts við mikla aukningu í akstri.
Stefnan er byggð á þriggja þátta nálgun um umferðaröryggi: öruggari vegfarendur, öruggari vegir og öruggari ökutæki. Þetta þrennt spilar svo saman og stuðlar að auknu umferðaröryggi og fækkun alvarlegra slysa. Sett eru frammistöðumarkmið sem flest snúa að vegfarendum þar sem langflest slys verða vegna mannlegra mistaka. Þá eru sett fram markmið um öryggi umferðarmannvirkja og ökutækja sem um þau fara.
Eitt nýtt undirmarkmið er kynnt til sögunnar sem snýr að aðild eldri ökumanna í alvarlegum slysum eða banaslysum og er það mælt með sama hætti og slys með aðild yngstu ökumannanna.
Árlegur samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er metinn um 40 milljarðar króna og er því til mikils að vinna að auka umferðaröryggi með markvissum aðgerðum.
Framkvæmd áætlunarinnar er á forræði innviðaráðuneytis en ábyrgð verkefna er hjá Vegagerðinni, Samgöngustofu og ríkislögreglustjóra, auk ráðuneytisins.
Umferðaröryggisáætlunin er mjög góð. En mikilvægt er að bæta við kafla um 1,5 metra regluna til að tryggja betur öryggi hjólreiðafólks.
Sjá útskýringu á reglunni í viðhengi. Reglan virðist lítið þekkt meðal bílstjóra þar sem flestir virða hana ekki. Lögregla sektar ekki bílstjóra sem virða hana ekki.
Það felst mikið öryggi í því fyrir hjólreiðafólk að bílar keyri ekki nærri þeim því hjólreiðafólk er að öðrum kosti í lífshættu svo nálægt bílum á ferð.
Það er einnig letjandi að hjóla ef aðstæður eru ekki öruggar.
Hjólastígar hafa farið mjög batnandi á undanförnum árum en staðan er þó enn sú að varla er hægt að ferðast milli bæjarhluta án þess að hjóla á vegum. Einnig eru sumir hjólastígar ekki þjónustaðir af sveitarfélagi eða erfitt að nota þá t.d. vegna rafhlaupahjóla, og þá notar hjólreiðafólk akvegi innan um bifreiðar.
Það eru fjölmörg dæmi undanfarin ár þar sem bílar setja hjólreiðafólk í lífshættu eða valda alvarlegum slysum með því að keyra of nálægt hjólreiðafólki.
ViðhengiÖruggari vegfarendur
1) Hraðakstur
a) Að meðalökuhraði að sumarlagi á þjóðvegum þar sem leyfður hámarkshraði er 90
km/klst. sé ekki meiri en 90 km/klst.
b) Að hlutfall þeirra sem aka hraðar en 120 km/klst. sé hvergi hærra en 2%.
c) Að hlutfall þeirra sem aka á löglegum hraða sé minnst 70%.
- Ég held að það er alltof lágt markmið að upp að 30% keyra meira en hámarkshraðin - af hverju er markmiðið ekki að 90% keyra á löglegum hraða?
- Markmiðið fyrir hlutfall þeirra sem keyra hraðar en 120km/klst verður að vera 0% - annars væri það t.d. bara allt í lagi að á hverju mínutu keyri einhver >= 120km/klst á Reykjanesbraut.
- Ég myndi segja að gott markmið væri < 2% > 105km/klst, enginn > 120km/klst.
- Það vantar markmið fyrir hraðakstur innanbæjar, kannski eitthvað og: < 10% >40km/klst & 0% > 50km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 30km/klst; < 10% > 60km/klst., 0% > 70 þar sem leyfður hámarkshraði er 50km/klst. o.s.fr
- Það vantar sérsktaklega markmið um hraðakstur í kring um skóla, leikskóla etc
Og svo eitthvað meira: fókusinn í áætlunni er aðeins á fjölda banaslysa & alvarlega slysa, en ekki heildarnúmer slysa. Slysakostnaðamarkmiðið virkar t.d. ekki vel sem markmið fyrir slys á reiðhjólum - kostnaðurinn þarna er alltaf bara lítill.
Það væri frábært að gera t.d. á 3-ára fresti kannanir um skynjað öryggi vegfarenda, sundurliðað eftir t.d. bílum, reiðhjólum og gangandi vegfarendum. Svo annað markmið gæti verið að skynjað öryggið er gott í öllum þessum hópum og að það hækkar um 5% á ári til ársins.
Í viðhengi er að finna umsögn Reykjavíkurborgar.
ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um Umferðaröryggisáætlun 2023-2027.
Með góðum kveðjum
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiÞað er að mínu mati margt gott í tillögunni að umferðaröryggisáætlun, og sumt sem mætti bæta. Ég flokka athugasemdirnar samkvæmt þessu, og tel ég upp í skjalinu það sem ber hæst að mínu mati.
Bestu kveðjur fyrir bættu umferðaröryggi og bætta lýðheilsu
Morten Lange
(Fyrrverandi formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, nú búsett í Noregi)
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landssamtaka hjólreiðamana. Við þökkum því hjólreiðafólki sem lagði hönd á plóg og kom með góðar tillögur. Árni Davíðsson formaður
ViðhengiÞví miður virðist titill áætlunarinnar hafa misritast. Hér er um að ræða bílferðaöryggisáætlun, þar sem varla er minnst á aðra umferð.
Enginn gaumur er gefinn því stóra vandamáli sem snýr að skorti á fræðslu til ökumanna þegar kemur að akstri nálægt hjólandi umferð. Reglan um 1,5 metra lágmarksbil hefur verið í gildi í tæp 3 ár en allt of fáir ökumenn vita af henni og enn færri fara eftir henni.
Sinnuleysi lögreglu á sama sviði er einfaldlega skammarlegt og gerir Ísland að athlægi mrðal annarra norðurlanda.