Samráð fyrirhugað 23.09.2022—14.10.2022
Til umsagnar 23.09.2022—14.10.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 14.10.2022
Niðurstöður birtar

Umferðaröryggisáætlun 2023-2027

Mál nr. 173/2022 Birt: 23.09.2022 Síðast uppfært: 23.09.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 23.09.2022–14.10.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að umferðaröryggisáætlun 2023-2037.

Í umferðaröryggisáætlun 2023-2037 er mörkuð stefna um umferðaröryggi á Íslandi til 15 ára. Sett markmið og áherslur miða að því að ná árangri og auka umferðaröryggi.

Markmið eru þau sömu og verið hefur en við bætist markmið um að lækka slysakostnað á hvern ekinn kílómetra til þess að koma til móts við mikla aukningu í akstri.

Stefnan er byggð á þriggja þátta nálgun um umferðaröryggi: öruggari vegfarendur, öruggari vegir og öruggari ökutæki. Þetta þrennt spilar svo saman og stuðlar að auknu umferðaröryggi og fækkun alvarlegra slysa. Sett eru frammistöðumarkmið sem flest snúa að vegfarendum þar sem langflest slys verða vegna mannlegra mistaka. Þá eru sett fram markmið um öryggi umferðarmannvirkja og ökutækja sem um þau fara.

Eitt nýtt undirmarkmið er kynnt til sögunnar sem snýr að aðild eldri ökumanna í alvarlegum slysum eða banaslysum og er það mælt með sama hætti og slys með aðild yngstu ökumannanna.

Árlegur samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er metinn um 40 milljarðar króna og er því til mikils að vinna að auka umferðaröryggi með markvissum aðgerðum.

Framkvæmd áætlunarinnar er á forræði innviðaráðuneytis en ábyrgð verkefna er hjá Vegagerðinni, Samgöngustofu og ríkislögreglustjóra, auk ráðuneytisins.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.