Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.9.–7.10.2022

2

Í vinnslu

  • 8.10.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-174/2022

Birt: 23.9.2022

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að frumvarpi um lengingu greiðslutímabils endurhæfingarlífeyris

Málsefni

Frumvarp um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007. Í frumvarpinu er lagt til að greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris verði lengt úr þremur árum í fimm ár.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið inniheldur fyrsta skref í átt að nýju greiðslu- og þjónustukerfi vegna starfsgetumissis. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 7. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum, hvað varðar greiðslur endurhæfingarlífeyris. Er annars vegar lagt til að greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris verði lengt þannig að tímabilið verði allt að 36 mánuðir í stað 18 mánaða samkvæmt gildandi lögum og hins vegar að heimild til að framlengja greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris verði lengd úr 18 mánuðum í 24 mánuði. Þannig er gert ráð fyrir að tímabil endurhæfingarlífeyris verði allt að fimm ár í stað þriggja ára samkvæmt gildandi lögum. Jafnframt er lagt til það skilyrði fyrir framlengingu greiðslna að endurhæfing með aukna atvinnuþátttöku að markmiði sé enn metin raunhæf og því gert ráð fyrir auknum kröfum um framvindu endurhæfingar og áherslu á endurkomu viðkomandi á vinnumarkað.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

agust.thor.sigurdsson@frn.is