Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.9.–12.10.2022

2

Í vinnslu

  • 13.–12.10.2022

3

Samráði lokið

  • 13.10.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-175/2022

Birt: 27.9.2022

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust um skýrslu um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. Næstu skref eru að kynna skýrsluna fyrir ráðherra.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að skýrslu verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn.

Nánari upplýsingar

Í aðgerðaáætlun gildandi stefnumótunar stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga er sett fram markmið um að bæta starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn í því skyni að vinna gegn mikilli endurnýjun í þeirra hópi. Í lýsingu á aðgerðinni segir að greina þurfi starfsaðstæður og kjör kjörinna fulltrúa og bera saman við sambærilega þætti innan annarra norrænna sveitarstjórna. Huga verði að orsökum mikillar endurnýjunar í ljósi þess að hátt hlutfall kjörinna fulltrúa gefi ekki kost á sér aftur til þátttöku í sveitarstjórnum eftir að hafa setið í þeim í eitt kjörtímabil.

Haustið 2021 skipaði ráðherra sveitarstjórnarmála verkefnisstjórn um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Verkefnisstjórnin hefur nú skilað greiningu sinni og tillögum til úrbóta. Skýrslan skiptist í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er fjallað um álag, vinnufyrirkomulag og kjör kjörinna fulltrúa. Í öðru lagi er fjallað um beinan stuðning við kjörna fulltrúa og fræðslu þeirra. Í þriðja og síðasta lagi er fjallað um upplýsingamiðlun, þátttöku/íbúalýðræði og uppbyggileg samskipti.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is