Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.9.–10.10.2022

2

Í vinnslu

  • 11.10.–12.12.2022

3

Samráði lokið

  • 13.12.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-176/2022

Birt: 26.9.2022

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Tóbaksvarnalög

Niðurstöður

Alls bárust sex umsagnir um frumvarpið. Tekið var tillit til flestra þeirra athugasemda sem þar komu fram og er greint frá því í 5. kafla greinargerðar seð fylgir frumvarpi til laga um breytingu á tóbaksvarnalögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi.

Málsefni

Frumvarp þetta felur í sér breytingu á tóbaksvarnalögum og er til innleiðingar á tóbakstilskipuninni 2014/40/ESB og 2014/109/ESB sem sameiginlega EES-nefndin tók upp í EES-samninginn 4. febrúar 2022.

Nánari upplýsingar

Árið 2014 samþykktu Evrópuþingið og ráðið tilskipun 2014/40/ESB um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum og um niðurfellingu á tilskipun 2001/37/EB. Jafnframt liggur fyrir að innleiða þarf framselda tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/109/ESB frá sama tíma, um breytingu á II. viðauka við tilskipun 2014/40/ESB með því að taka saman safn af myndaviðvörunum til að nota á tóbaksvörur.

Frumvarpsdrög liggja nú fyrir sem byggja á framangreindum tilskipunum, en þær voru teknar upp í EES-samninginn 4. febrúar 2022.

Með frumvarpinu verður innleidd í íslenskan rétt Evrópulöggjöf um tóbaksvörur og tengdar vörur og uppfærðar núgildandi reglur. Markmiðið er meðal annars að samræma lög og stjórnsýslufyrirmæli aðildarríkjanna um innihaldsefni og losun tóbaksvara og tengdar kvaðir um skýrslugjöf, þ.m.t. hámarksgildi losunar að því er varðar tjöru, nikótín og kolsýring úr vindlingum, tiltekna þætti sem varða merkingu og umbúðir tóbaksvara, þ.m.t. viðvörunarmerkingar sem eiga að vera á einingarpökkum sem innihalda tóbaksvörur og allar ytri umbúðir sem og rekjanleika og öryggisþætti sem beitt er varðandi tóbaksvörur til að tryggja að þær uppfylli kröfur tilskipunarinnar.

Um er að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, auk þess sem gerðar verða breytingar á reglugerðum, m.a. um mynd- og textaviðvaranir á tóbaki og mælingar á hámarki skaðlegra tóbaksefna, nr. 790/2011, en þær fyrirhuguðu breytingar verða kynntar síðar á samráðsgáttinni.

Hér er um að ræða lágmarksinnleiðingu á tilskipuninni, en ekki er gengið lengra við innleiðingu en heimildir tilskipunarinnar standa til.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa heilsueflingar og vísinda

hrn@hrn.is