Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.9.–19.10.2022

2

Í vinnslu

  • 20.10.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-179/2022

Birt: 28.9.2022

Fjöldi umsagna: 2

Annað

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Skýrsla um alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um drög að skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Nánari upplýsingar

Í samræmi við 40. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi hafa íslensk stjórnvöld tekið saman sjöttu skýrslu sína um framkvæmd samningsins og valfrjálsra bókana við hann. Um er að ræða svör við lista mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna yfir álitaefni (e. list of issues) frá 22. apríl 2021. Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála í forsætisráðuneytinu hafði umsjón með skrifum skýrslunnar, í samvinnu við stýrihóp Stjórnarráðsins um mannréttindi.

Skýrslan tekur til áranna 2010 til september 2022, en leitast hefur verið við að gefa sem réttasta mynd af því hvernig samningnum hefur verið framfylgt á því tímabili og hvernig tekið hefur verið tillit til lokaathugasemda nefndarinnar til Íslands frá árinu 2012.

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um efni skýrslunnar. Jafnframt eru félagasamtök hvött til þess að senda viðbótarskýrslur um framkvæmd samningsins beint til nefndarinnar, sjá nánar hér: https://www.ohchr.org/en/treaty-bodies/ccpr/information-civil-society-ngos-and-national-human-rights-institutions.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála

elisabet.gisladottir@for.is