Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.3.–7.5.2018

2

Í vinnslu

  • 8.5.2018–14.8.2019

3

Samráði lokið

  • 15.8.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-33/2018

Birt: 13.3.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga

Niðurstöður

Reglugerð nr. 590/2018 um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum undirrituð 15. maí 2018 og gefin út 6. júní 2018.

Málsefni

Lengri frestur til að skila umsögnum - Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga.

Nánari upplýsingar

Drögin voru auglýst til kynningar í mars sl. Ákveðið var að lengja frest til að skila umsögnum til 7. maí 2018.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin gildir um fjárhæð og beitingu stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga innan þess ramma sem ákveðinn er í lögunum.

Markmið reglugerðarinnar er að ákveða fjárhæðir stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr. 62. gr. laganna og tryggja þannig að beiting stjórnvaldssekta vegna brota á einstökum ákvæðum laganna sé fyrirsjáanleg og gegnsæ.

Í þessu felst ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssekta vegna brota m.a. vegna skráningarskyldu, framleiðslu, markaðssetningu og notkunar, markaðsleyfa, ófullnægjandi öryggisblaða og öryggisskýrslna, og rangra eða ófullnægjandi merkinga og umbúða. Reglugerðin nær til eiturefna, tiltekinna varnarefna, ósoneyðandi efna, plöntuverndarvara, sæfivara, snyrtivara og eldsneytis.

Við gerð reglugerðarinnar var haft samráð við Umhverfisstofnun og Samtök atvinnulífsins.

Frestur til að skila umsögnum um reglugerðardrögin er til 7. maí 2018.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

William Freyr Huntingdon-Williams

william.freyr@uar.is