Umsagnarfrestur er liðinn (07.10.2022–21.10.2022).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Staða og áskoranir á friðlýstum svæðum: Samantekt á lykilþáttum og áskorunum sem fram komu hjá fulltrúum þeirra sem komu á fund starfshóps, djúpviðtölum við valda aðila og innsendum gögnum.
Síðastliðið vor skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfshóp til að vinna greinargerð um stöðu og áskoranir í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Í starfshópnum voru Árni Finnsson, formaður, Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir og Sveinbjörn Halldórsson og var starfstími hans til 1. október sl. Starfshópurinn hefur dregið saman ýmis fyrirliggjandi gögn og aflað upplýsinga með samtölum og samskiptum við hagaðila, fulltrúa þeirra stofnana sem reka friðlýst svæði og þjóðgarða og önnur stjórnvöld.
Það skjal sem nú er birt í samráðsgátt er samantekt á lykilþáttum og áskorunum sem fram komu hjá fulltrúum þeirra sem komu á fund hópsins eða sendu inn gögn. Auk þess er skjalið byggt á ábendingum sem fram komum í djúpviðtölum sem fyrirtækið Maskína tók.
Eftir að tímafresti í samráðsgátt lýkur verður unnið úr ábendingum og verður skjalið síðan hluti af lokaskýrslu starfshópsins þar sem birtar verða ýmsar staðreyndir og fróðleikur um málaflokkinn.
Frekari upplýsingar:
Á Íslandi eru 130 friðlýst svæði, þar af þrír þjóðgarðar. Svæðin eru undir stjórn þriggja stofnana og umsjón með svæðunum og stjórnfyrirkomulag á þeim er því með ólíkum hætti. Á undanförnum árum hefur farið fram umræða um tækifæri og áskoranir sem fylgt geta því að friðlýsa landsvæði á Íslandi. Umræðan hefur átt sér stað á sama tíma og heimsóknum gesta á friðlýst svæði hefur fjölgað mikið með tilheyrandi álagi á náttúru og innviði svæðanna.
Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa sett sér þau markmið að efla friðlýst svæði á Íslandi auk þess sem þær hafa lagt áherslu á aukna vernd miðhálendisins. Samhliða umræðu um stöðu friðlýstra svæða hafa komið fram sjónarmið um aukna samþættingu og samræmingu stofnana sem hafa umsjón með svæðunum.
Í mínum huga er þetta gott og þarft framtaka að fara af stað með slíkan ramma.
Hitt er einnig ljóst ap hið opinbera á ekki að takamarkja gjörðirborgarannanema það sé brýnt, allavega ekki að nauðsynjalausa. Reynslan af td Vtnajökulsþjóðgarði er á þá leið að venjulegir fjallakallar hafa strax áhyggjur þegar minst er á þjóðgarð erða friðlýsingar. Viða er pottur brotiunn. VJÞ hefur ekki talið sig þurfa að fara að lögum. Ekki einusinni lögum um VJÞ. Gleggsta dæmið voru veiðibönnin við Snæfell sem tók 10 ár að fella úr gildi. Það að því hafi hinsvegar verið hnekt gefur mér von um að ef í lögum er tryggður almannaréttur og almennur réttur til útivistar, þá sé hægt að létta áhyggjum af mörgum. Til dæmis mætti taka fram að einstaklingum og þá ekki í atvinnuskini sé heimil umferð á snjó, annarstaðar en á hverasvæðum! Umferð eftir fáförnum slóðum. Tjöldun / náttun. Umferð gangandi manna. Umferðhjólandi manna. Veiðar, (Sjáfbærar veiðar geta aldrey takmarkað sjálfbærni svæðanna). Þetta eru ekki nema örfá atriði sem þarf að tryggja að ekki verði bönnum nema að vel athuguðu máli. Til þess að svo sé þá þarf þetta að koma fram í lögum. Eitthvað sem misvitrir svæðisráðsmenn, eða stjórnmálamenn geta ekki breytt nema koma í gegnum Alþingi fyrst. Ef sátt á að nást um frðanir þá þarf hún að byggja á trausti. það traust er ekki fyrir hendi núna, en hægt að byggja upp með vandaðri lagasetningu. Engin rammalög!
"Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða." Ég fagna þessari umræðu en finnst að byrja þurfi á grunninum. Til hvers var stofnað til þjóðlenda, þjóðgarða, friðlýstra svæða,náttúruverndarsvæða. Er tilgangurinn að geta stýrt nytjum (þ.m.t. jarðhita og vatni), að hefta för fólks, eða að bæta aðgengi og fjölga leiðum og viðkomustöðum. Hvernig má vera að framkoma starfsfólks þjóðgarða þyki stundum fjandsamleg í garð ferðalanga, sjaldan ertu boðinn velkominn. Það að þjóðgarðar séu ríki í ríkinu með lagaramma ofar öðrum lögum og að persónulegar meiningar starfsfólks séu ofar heilbrigðri starfsemi nær ekki nokkurri átt. Því óttast ég friðlýsingar af öllu tagi, hvert stefnir í raun. Tilheyri ég síðustu kynslóðinni sem gat frjáls um höfuð strokið?
Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
Umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings sem samþykkt var á fundi ráðsins 17. október 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að eftirfarandi setningum sé bætt við inngang textans: "Mikilvægt er í allri umfjöllun og umgengni okkar um náttúruna og ekki síst friðlýst svæði að muna það að náttúran og gæði hennar eru ekki til fyrir mannfólkið, heldur erum við hluti af náttúrunni. Því þarf einn útgangspunkturinn við vinnu sem þessa ávallt að vera sá að náttúran sem slík á sinn sjálfstæða tilverurétt, óháð þörfum manna."
Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði. Lykilþættir.
Þegar kemur að því að skoða og yfirfara þjóðgarða og friðlýst svæði á Íslandi og flest sem að þeim snýr er nauðsynlegt að kryfja þessi orð, skilgreina og skilja fyrir hvað þau standa:
Þjóðgarður annarsvegar og Friðlýst svæði hinsvegar.
Þjóðgarður er í eðli sínu garður þjóðar. Friðlýst svæði er svæði sem við viljum friða umfram önnur svæði.
Garður þjóðar er ætlaður þjóðinni, er það ekki? Það er garður tekinn frá svo þjóðin megi njóta til framtíðar. Þar má ekki raska landi, virkja né hrófla við á neinn þann hátt að náttúran beri skaða af. Þar má þjóðin (sem og aðrir gestir) njóta fegurðar, útsýnis, náttúru, útivistar, dvalar, óheftar ferðar og hvers þess sem garðurinn hefur upp á að bjóða án þess að skaða eða skerða garðinn eða náttúru hans. Í þjóðgarði er þjónusta, eftirlit og jafnvel tjaldsvæði.
Friðlýst svæði: þar er minni eða engin þjónusta og jafnframt minna aðdráttarafl þar sem svæðið er oft minna þekkt en þjóðgarður. Líklegt að fólk stoppi þar skemur en í þjóðgörðum og því minna álag á svæðið.
Skilgreining á þessum hugtökum þarf að falla undir Lykilþætti.
Allt of mikið er fjallað um gjöld og gjaldtöku í þessum drögum eða amk 12 sinnum. Það hvetur stjórnvöld til gjaldtöku.
Þar sem fjallað er um Almannaréttinn er nær eingöngu talað um hann í atvinnuskyni. Lítið sem ekkert er hnykkt á að viðhalda þeirri hefð íslenskra ferðamanna að ferðast um landið sitt og nátta á friðsælum stað. Nær ekkert er fjallað um að tryggja gamla almannaréttinn. Setningin: „Þörf er á því að stjórnvöld taki upp vinnu við að yfirfara og skilgreina betur almannarétt í náttúruverndarlögunum“ segir nákvæmlega ekkert um ykkar skoðun né viðmælenda ykkar á því hvernig almannarétturinn þarf að vera. Þetta þarf að vera mun skýrara.
Varðandi kaflann Aðkoma nærsamfélaga vil ég undirstrika að aðkoma nærsamfélaga á fyrst og fremst við á friðlýstum svæðum. Hvað varðar þjóðgarða þá á þjóðin að eiga jafna aðkomu að stjórnun enda eru það fjármunir af fjárlögum ríkisins sem renna í þjóðgarðana og þeir því sameign okkar allra eins og nafnið ber með sér.
Við berum okkur oft saman við önnur lönd bæði Norðurlönd og önnur Evrópulönd. Samt þegar á reynir virðumst ein á báti þegar kemur að laga-og reglugerðum varðandi almannaréttinn og náttun. Það er sama hvar þú ferðast á sjálfbærum ferðabíl (húsbíl) í Evrópu þú ert alls staðar velkominn. Á Íslandi ertu frekar illa séður.
Hvar sem þú myndir vilja vera eru bannmerki sem lögreglusamþykktir fylgja eftir.
Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, þýskalandi Frakklandi og víðar eru sérstök svæði mjög víða sem eru eingöngu ætluð þessum bílum til náttunar sum hver án nokkurrar þjónustu. Fólki er treyst. En ekki á Íslandi. Einu skilyrðin eru að bíllinn sé undir 3500 kg og ekki lengri en 7 m og ekki sé um að ræða "camping" heldur "rasting" þú mátt sem sagt taka út 2 stóla til að sitja úti en ekki setja út fortjöld og þess háttar. Ef einhver þjónusta er til staðar svo sem vatn eða rafmagn þá greiðir maður fyrir gegnum sjálfsala, ekkert flókið.
Víða í Evrópu sjá fyrirtæki s.s verslanir, veitingastaðir og þ.h. sér hag í því að bjóða upp á 2 til 5 stæði fyrir húsbíla í grennd til þess að ferðafólkið nýti þá þjónustu sem í boði er. Þetta er afar vinsælt og hafa allir hag af ekki síst hagkerfi lítilla staða.
Í viðhengi er dönsk reglugerð frá 2021 um Umferð og hvar má stöðva og hvar má nátta á húsbílum. Þessi reglugerð er frá Viðskiptaráði, Umhverfis- og matvælaráðuneytinu og Vegamálastjóra. Þar er einnig fjallað flokkun vega.
Í öðru viðhengi er listi sem sýnir hvernig náttun og viðhorfi til ferðafólks á húsbílum er háttað í flestum löndum í Evrópu. Nema á Íslandi.
Ágæta nefnd, þið hafið tækifæri til þess að breyta þessu. Þið hafið tækifæri til þess að láta fólki á húsbílum finnast það velkomið á Íslandi. Endilega grípið þetta tækifæri þegar það gefst.
Ég óska ykkur áfram velgengni með þetta mikilvæga verkefni.
Örstutt viðbót.
Mér er alltaf svo hugað um almannaréttindi og réttindi náttúruunnenda og frjálsra félagasamtaka.
Verulega víða er talað um samráð við sveitarfélög og nærsamfélag. En senniælega er allur þorri almennings búsettur annarstaðar. Finnst vanta rétt eins og með að tryggja almenna útivist, samráð við almenning. Samráðið getur verið við SAMÚt satök útivistarfélaga, eða með einum eða öðrum hætti koma almennum náttúruunnendum inn í plaggið. Ef almenn sátt á að nást um svona svæði þá þarf samtal við almenning. Ekki bara viðkomandi sveitarfélög!
Í viðhengi er að finna umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir hönd S.S.S., Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Jarðvangs (e. Reykjanes Unesco Geopark).
Virðingarfyllst
f.h. Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Berglind Kristinsdóttir
ViðhengiStjórn ÓFEIGAR náttúruverndar sendir hjálagða umsögn um skjalið.
ViðhengiSKOTVÍS vill benda á þann leiða ósið þegar friðlýsing fer útfyrir markmið friðlýsingar.
Meðfylgjandi er tafla sem flokkar þær eftir hversu mikið og gróflega þær fara útfyrir sitt markmið m.t.t. skotveiða.
Eftir 2013 var ekki mikið um friðlýsingar sem fóru útaf sporinu en núna í seinni tíð er farið að bera á þeim aftur. Það virðist tengjast manna breytingum í UST frekar en stefnubreytingu stjórnvalda.
Nærtækast er að nefna Stórurð og núna friðlýsinguna í Mosfellsbæ þar sem hið fræga „Bannað að trufla dýralíf“ gekk í endurnýjun lífdaga. Má segja að þegar svæðið var friðlýst með hátíðlegri athöfn hafi þá þegar verið brotið gegn friðlýsingnni.
Líklegast finnst mér að veriðsé að apa upp eftir skandinaviu og UK (disturbance of wildlife eða vildt í skandinavisku). Gallinn við það er að þessi orð þýða bara allt annað en dýralíf. Reyndar held ég að íslenskan hafi ekkert sambærilegt orð yfir vildt eða wildlife.
Betra væri þá að nota frasa eins og “ Forðast ber að trufla dýralíf að óþörfu.“
Texti og boð og bönn friðlýsinga eiga að vera innan markmiða friðlýsinga. Ekki fara út um víðan völl eins í Stórurð þar sem verið er að friðlýsa landslagsmyndanir en fókusinn er fljótt komin út í allt aðra sálma.
Sveitarfélagið Hornafjörður tekur undir þá lykilþætti er fram koma um friðlýst svæði en vill auk þess koma eftirfarandi á framfæri: Sveitarfélagið Hornafjörður telur að verulegt aukið fjármagn þurfi að koma til friðlýstra svæða til að vernda fyrir átroðningi. Leyfisveitingar til uppbyggingar þjónustu og starfsmannaaðstöðu þarf að einfalda og auðvelda. Bæta þarf inn í lykilþætti umsjón með vegum sem liggja að friðlýstum svæðum, t.d. þjóðgörðum, og tryggja fjármagn til viðhalds og uppbyggingar þeirra.
Mikilvægt er að uppbygging innviða sé í samræmi við áfangastaðaáætlun og aðalskipulag sveitarfélaga.
Viðhengi eiga við fyrri umsögn.
Viðhengi ViðhengiÍ hjálögðu skjali eru ábendingar til „starfshóps um þjóðgarða og friðlýst svæði“ til að varpa ljósi á áskoranir vegna verndar, nýtingar og reksturs friðlýstra svæða á Íslandi.
Í framhaldi af stuttum fundi með nefndinni síðastliðið sumar sendi ég nefndinni ítarlega greinargerð varðandi mína reynslu af Vatnajökulsþjóðgarði eftir 10 ára setu þar í stjórn sem áheyrnarfulltrúi frá SAMUT (Samtökum útivistarfélaga). Skjalinu kom ég til nefndarinnar þegar vinnan þar var á lokastigi með ósk um fund en því erindi var ekki svarað.
Þar sem ég sé þess ekki merki að tekið hafi verið mikið tillit til minna ábendinga set ég erindið hér í Samráðsgáttina til að það fái örugglega efnislega meðhöndlun í nefndinni.
Skjalið sem fylgir hér er úrdráttur úr fyrri greinargerðinni, búið er að fjarlægja nokkur atriði sem gætu flokkast undir innri málefni þjóðgarðsins og flokkast þannig undir trúnaðarupplýsingar.
Með góðri kveðju
Snorri Ingimarsson
áheyrnarfulltrúi SAMUT í stjórn VJÞ
ViðhengiÍ hjálögðu skjali eru ábendingar Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4x4 til handa starfshópi um þjóðgarða og friðlýst svæði.
Fyrir hönd Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4x4
Þórarinn Garðarsson
ViðhengiUmsögn mín er samhljóma umsögnum Umhverfisnefndar F4x4 og Snorra Ingimarssonar hér fyrir ofan.
Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ réttindasamtaka.
ViðhengiUmsögn Ferðamálastofu um samantekt lykilþátta og áskorana í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum
ViðhengiGóðan dag,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um samantekt á lykilþáttum þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða - lykilþættir
Með góðum kveðjum
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar vegna málsins.
ViðhengiVil benda á varðandi merkingar og upplýsingamiðlun að gott væri að nýta það starf sem þegar hefur verið unnið, sjá https://godarleidir.is/
Please find attached my comment on: Mál nr. 188/2022 - Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir
ViðhengiVinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.
kær kveðja
Auður
ViðhengiGóðan dag.
Í hjálögðu viðhengi má finna umsögn Landvarðafélags Íslands um lykilþætti og áskoranir friðlýstra svæða.
Fyrir hönd Landvarðafélags Íslands,
Benedikt Traustason
Varaformaður
Viðhengi