Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.10.–2.11.2022

2

Í vinnslu

  • 3.11.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-189/2022

Birt: 11.10.2022

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Fjölmiðlun

Breyting á ákvæðum fjölmiðlalaga er varða stuðning til einkarekinna fjölmiðla (framlenging gildistíma og endurskoðun einstakra ákvæða)

Málsefni

Ákvæði X. kafla B fjölmiðlalaga nr. 38/2011 falla að óbreyttu úr gildi í lok árs. Með frumvarpinu er lagt til að framlengja gildistímann um tvö ár auk þess sem einstaka ákvæði eru endurskoðuð.

Nánari upplýsingar

Ákvæði X. kafla B fjölmiðlalaga nr. 38/2011, um stuðning við einkarekna fjölmiðla, falla að óbreyttu úr gildi í 1. janúar 2023 en stuðningskerfið hefur verið við lýði frá 1. ágúst 2021.

Menningar- og viðskiptaráðherra leggur til í drögum að frumvarpi til breytinga á fjölmiðlalögum að stuðningur til einkarekinna fjölmiðla verður framlengdur til tveggja ára með því markmiði að innan þessara ára verði lagt fram nýtt frumvarp til fimm ára sem sé í takt við þá þróun sem er að verða á hinum Norðurlöndunum. Þannig verður Ísland ekki eftirbátur hinna landanna er kemur að stuðningi við einkarekna fjölmiðla.

• Lagt er til að umræddur kafli fjölmiðlalaga, sem fjallar um stuðningskerfið, verði framlengdur til 1. janúar 2025.

• Orðalagsbreyting er gerð á markmiðsákvæði laganna, meðal annars með því að mæla fyrir um að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis og vísa til þess að stuðningskerfið sé fyrirsjáanlegt.

• Lögð er til breyting á hvernig skipað er í úthlutunarnefnd. Breytingunni er ætlað að samræma hvernig skipað er í úthlutunarnefnd og fjölmiðlanefnd, auk þess sem tekið er mið af hvernig sambærileg nefnd er skipuð í Danmörku.

• Lagt er til að umsóknarfrestur um styrk verði 1. október í stað 1. ágúst, auk þess að mælt er fyrir um heimild fyrir nefndina til að afla álits sérfróðra aðila.

• Gerð verður krafa um skil á greinargerð um ráðstöfun styrkfjárs svo unnt sé að meta ávinning af styrkjakerfinu.

• Í samræmi við ríkisstyrkjareglur ESA er lagt til að kveðið verði á um að endurgreiðslur styrkþega, komi til þeirra, skulu bera vexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands um almenna vexti af peningakröfum í samræmi við leiðbeiningar reglur Eftirlitsstofnunar EFTA.

• Lagt er til að hafi umsækjandi hlotið styrk frá opinberum aðilum vegna efnis dregst sá styrkur frá þeirri fjárhæð sem telst stuðningshæfur kostnaður. Gerð er undantekning í tilviki stuðnings úr byggðaáætlun stjórnvalda enda færi það beinlínis gegn markmiðum byggðaáætlunnar.

Í ljósi þess að gífurlega miklar breytingar eru í vændum á stuðningskerfum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og þeirrar miklu reynslu sem framangreind ríki hafa á fjölmiðlastyrkjum verður gildistími frumvarps þessa aðeins tvö ár, með því markmiði að innan þess tíma verði lagt fram frumvarp til fimm ára sem sé í takt við þá þróun sem er að verða á hinum Norðurlöndunum. Þannig verður Ísland ekki eftirbátur hinna landanna er kemur að stuðningi við einkarekna fjölmiðla.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa menningar og fjölmiðla

mvf@mvf.is