Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–26.10.2022

2

Í vinnslu

  • 27.10.2022–17.4.2023

3

Samráði lokið

  • 18.4.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-192/2022

Birt: 12.10.2022

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 (losun úrgangs í náttúrunni)

Niðurstöður

Ein umsögn við frumvarpið barst innan umsagnarfrests frá NASF á Íslandi. Umsögnin lýtur að úrgangi sem hlýst af sjó¬kvía¬eldi og verður tekin til nánari skoðunar í ráðuneytinu. Umsögnin varðar ekki efni frum¬varps¬ins með beinum hætti. Þá barst ráðuneytinu einnig umsögn Umhverfisstofnunar en í henni kemur fram að stofnunin sé sammála markmiði frumvarpsins um að skýra betur skyldur al¬mennings og upplýsa um að bannað sé að losa sig við úrgang í náttúrunni. Umhverfisstofnun telur að ekki sé rétt að bæta ákvæði um bann við losun úrgangs í náttúrunni við 1. mgr. 17. gr. laga um náttúruvernd eins o

Málsefni

Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um náttúruvernd.

Nánari upplýsingar

Í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd er að finna ákvæði um að almenningi sé heimil för um landið í lögmætum tilgangi en að þeim rétti fylgi skylda til að ganga vel um náttúru landsins. Úrlausnarefnið er að kveða skýrar á um að í þeirri skyldu felist bann við að losa úrgang í náttúrunni. Ekki er kveðið á um meðhöndlun úrgangs í lögum nr. 60/2013 en í lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs er kveðið á um bann við losun úrgangs annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát. Í varnaðarskyni og til nánari skýringa er lagt til að tilgreint verði sérstaklega í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd að óheimilt sé að losa úrgang í náttúrunni og að um meðferð slíks úrgangs fari eftir lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

urn@urn.is