Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.10.–3.11.2022

2

Í vinnslu

  • 4.11.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-194/2022

Birt: 13.10.2022

Fjöldi umsagna: 13

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Drög að breytingu á reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir drög að breytingu á reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar.

Nánari upplýsingar

Með breytingum þeim sem hér eru kynntar er komið á fót kerfi sem felur í sér að sölufyrirtæki raforku sér um að koma á samningum við notendur um raforkukaup. Notandi velur sölufyrirtæki og tilkynnir um notkunarstað og eru viðskiptin staðfest með rafrænum skilríkjum.

Önnur leið sem hefur komið til umræðu felur í sér að dreifiveitur sjái um að koma á samningum vegna kaupa almennra notenda á raforku. Tilkynningarferli um ný viðskipti færi þá fram á heimasíðu dreifiveitu sem er þar sem notandi er staðsettur og því ekki hægt að ljúka ferlinu nema sölufyrirtæki hafi verið valið.

Talið er að fyrrnefnda leiðin sé æskilegri þar sem hún er frekar til þess fallin að örva samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur þar sem söluaðili er sá aðili sem notandi snýr sér fyrst til um öflun nýrra viðskipta. Sú leið er einnig í samræmi við almenna viðskiptavenju þar sem neytendur velja sér smásöluaðila til að eiga viðskipti við með því að snúa sér beint til hans í stað þess að snúa sér til dreifiveitna.

Ráðuneytið hvetur alla sem málið viðkemur að senda inn umsagnir og athugasemdir vegna þessara áforma. Frestur til veitingu umsagnar er til 3.nóvember nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Engin skráður umsjónaraðili.