Samráð fyrirhugað 17.10.2022—31.10.2022
Til umsagnar 17.10.2022—31.10.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 31.10.2022
Niðurstöður birtar 15.03.2023

Áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun

Mál nr. 195/2022 Birt: 17.10.2022 Síðast uppfært: 15.03.2023
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, framhaldsfræðsla og stjórnsýsla mennta- og menningarmála
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður birtar

Umsagnir bárust frá 21 aðila. Umsagnirnar fjölluðu um skólaþjónustu, nýja þjónustustofnun eða bæði skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun. Litið hefur verið til umsagna við frekari vinnslu málsins. Drög að frumvarpi til laga um nýja þjónustustofnun á sviði menntamála og ný heildarlög um skólaþjónustu verða kynnt almenningi í samráðsgátt stjórnvalda.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.10.2022–31.10.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.03.2023.

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun.

Í aðgerðaáætlun menntastefnu til ársins 2030, sem samþykkt var á Alþingi 24. mars 2021, er kveðið á um uppbyggingu heildstæðrar skólaþjónustu á grundvelli þrepaskipts stuðnings til að tryggja jafnrétti til náms og þjónustu við nemendur óháð búsetu. Markmið skólaþjónustu er að efla skóla sem faglegar stofnanir og veita nemendum, foreldrum, stjórnendum og starfsfólki fjölbreytta þjónustu sem styður við farsæla skólagöngu barna og gæðastarf í skólum. Mikilvægt er að þjónustan sé skilvirk, snemmtæk og mæti þörfum nemenda og starfsfólks á vettvangi, ásamt því að vera samþætt annarri þjónustu sem er veitt í þágu farsældar barna.

Til þessa hefur skólaþjónusta verið skilgreind með ólíkum hætti eftir skólastigum og engin heildarlöggjöf er til staðar um skólaþjónustu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Aðgengi að þjónustu og ráðgjöf er mismunandi, bæði milli og innan skólastiga og sveitarfélaga, sem leiðir til ójafnræðis. Þörf er á samhæfingu til að tryggja yfirsýn, skilvirkni og gæði þjónustunnar, svo sem þegar nemendur flytjast á milli skóla eða færast milli skólastiga.

Langvarandi ákall hefur verið eftir meiri ráðgjöf við starfsfólk á vettvangi og stuðningi við skólastarf ásamt markvissari snemmtækum stuðningi við nemendur vegna náms, hegðunar, líðanar og félagsfærni. Í þeirri þrepaskiptu nálgun sem lagt er upp með í menntastefnu til 2030 er sömuleiðis gert ráð fyrir aukinni áherslu á geðrækt, fyrirbyggjandi aðgerðir og hagnýtingu gagna til að styðja við farsæla skólagöngu barna.

Til að mæta þessu ákalli kynnir mennta- og barnamálaráðuneyti áform um setningu nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu. Markmið hennar er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda með hliðsjón af farsældarlögum og Barnvænu Íslandi. Kynning áformanna er fyrsta skrefið í víðtæku samráðsferli um útfærslu skólaþjónustu til framtíðar.

Samhliða eru kynnt áform um nýja þjónustustofnun um skólaþróun og skólaþjónustu með áherslu á stuðning við skólasamfélagið. Af því tilefni og í tengslum við skipulagsbreytingar sem leiða af stofnun nýs mennta- og barnamálaráðuneytis, hefur verið rýnt í skipulag og verkaskiptingu ráðuneytis og Menntamálastofnunar. Komið hefur fram að nauðsynlegt sé að aðgreina stuðning og þjónustu frá eftirliti og greiningum, sem Menntamálastofnun sinnir nú. Jafnframt þarf að byggja upp fjölbreyttari þekkingu hjá stofnun ríkisins sem fer með menntamál á landsvísu. Menntamálastofnun getur því ekki orðið sú þjónustustofnun á sviði skólaþróunar og skólaþjónustu sem stefnt er að.

Eru því kynnt áform um að setja á fót nýja stofnun og leggja Menntamálstofnun niður. Ný stofnun taki við hluta verkefna Menntamálastofnunar en verkefni á sviði greiningar, mats og eftirlits verði færð til mennta- og barnamálaráðuneytis, í það minnsta fyrst um sinn.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Elín Halldórsdóttir - 18.10.2022

Kæru viðtakendur,

Þetta eru miklar og athyglisverðar breytingar sem standa fyrir dyrum. Ég hef unnið innan skólakerfjsins á öllum stigum þess í 20 ár sem listgreinakennari, kórstjóri, tónmenntakennari og nú leikskólastjóri. Það er vissulega komin tími til að gera breytingar því tímarnir breytast og mennirnir með og það er nauðsynlegt að breyta kerfunum líka í takt við breytingarnar.

Mikið hefur verið talað um fjölbreytileika mannlífsins og fjölmenningu en við stöndum frammi fyrir því að heimurinn fer í raun smækkandi þar sem fjarlægðirnar eru minni og öll getum við tengst á rafrænan hátt og nútíma farartæki gera okkur einnig kleift að komast hraðar á milli í efnislíkamanum einnig. Við lifum því í heimi sem er fullur af ólíku fólki margbreytilegri menningu, við lifum í landi sem er að taka á móti innflytjendum jafnt sem vinnuafli og námsfólki víða að úr heiminum og við erum að horfa á að viðskiptalífið, tæknigeirinn, heilbrigðisgeirinn svo eitthvað sé nefnt hafa þörf fyrir fjölbreytilega þekkingu og það er eðli málsins að ekki kunna allir allt en allir kunna eitthvað. Það er því þannig að fólk úr ólíkum menningarbakgrunni kemur með ólíka þekkingu og jafnvel getur fólk innan sömu fjölskyldu haft aldeilis ólíka hæfileika einn getur verið læknir, annar málari og sá þriðji stjórnmálamaður. Það er því við því búið að til að geta haldið velli sem lítil þjóð í harðbýlu landi þurfum við að temja okkur að vera eins og býflugurnar að fljúga á milli blómanna og taka það besta frá hverju blómi. Sama gildir um þekkingu hún er ekki og verður aldrei einsleit.

Þekking skólastofnunar eða fyrirtækis er jafn góð og mikil og kunnátta ólíks starfsfólks og jafn marglituð og úrræðagóð eins og ólíkur bakgrunnur starfsmannanna.

Menntamálastofnun býr yfir áralöngum hefðum og geymir þekkingu sem byggð er á mikilli reynslu ég tel mjög mikilvægt að halda því besta sem stofnunin hefur að geyma bæði hvað varð'ar námsefni, hefðir og starfsfólk en bæta við nýju.

Það er mikilvægt í fjölþjóðlegum heimi að setja inn virðingu fyrir fleiri tungumálum auk þess að lyfta upp íslenskunni og á tækniöld þar sem eru ótal áskoranir er sköpunarkrafturinn að verða lykilatriði til að komast lífs af.

Að mínu mati er grunnur samþættingar námsefnis og öll tungumálakennsla mjög tengd tónlist og listum og þurfum við að blása til stórsóknar í listgreinakennslu til að mæta þeim breytingum sem við stöndum frammi fyrir í heiminum.

Annað atriði er að námið verði þannig að þó það byggi á hefðum muni verða skapað kerfi sem dregur betur fram og eflir hæfni hvers og eins einstaklings, þannig að lesblinda barnið sé ekki þvingað til að æfa lestur 20 tíma á dag þegar það er snillingur í lestri myndefnis og jafnvel myndbandagerðar og tæknibarnið sem sér allt í fjórum víddum sé ekki þvingað til að teikna einungis tvívíddar form og teikningar svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum að skapa nýtt kerfi sem metur hæfileika einstaklingsins hvaða menningarrætur sem hann hefur og eflir þá og styrkir.

Ég býð mig fram að taka þátt í þeirri uppbyggingu.

Afrita slóð á umsögn

#2 Gunnar Kristjánsson - 18.10.2022

Sem gamall kennari og skólastjóri,fagna ég þessum löngu tímabæru breytingum og óska þess að þær gangi eftir fljótt og vel

Afrita slóð á umsögn

#3 Helga Kristjánsdóttir - 25.10.2022

Ágæt viðtakandi og Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra.

Það er ýmislegt sem ég myndi vilja að sérstök áhersla yrði lögð á í íslensku skólakerfi. Lestur/lesskilningur: Barnið þarf að skilja um hvað efnið er sem það er að lesa, frekar en lesa x mörg atkvæði á mínútu. Stærðfræði: það þarf að kenna stærðfræðina á auðveldan/einfaldan hátt. Ekki með of flóknum formúlum. Tungumál: Leggjum áherslu á íslensku sem fyrsta mál og að börnunum sé kennt að tala skýrt. Of oft finnst mér ég bara ekki skilja unga fólkið, það talar svo hratt og óskýrt. Önnur tungumál: Enska, danska, þýska og spænska, þurfa að vera tungumál sem kennd eru strax í grunnskóla. Fjármálalæsi: Það er nauðsynlegt að kenna krökkunum mjög snemma að fara með peninga. Já, peninga, íslenskar krónur. Ekki bara einhver kort. Borið hefur á því að þau geti ekki gefið til baka ef borgað er með peningum. Það er glatað. Þau þurfa ekki síður að vita hvaðan peningarnir koma. Þeir verða ekki til í bankanum frekar en mjólkin, hún verður ekki til í Bónus. Sjálfbærni og sóun: Það væri snilld ef þeim væri kennnt strax í leikskóla að rækta grænmeti. Ekki henda mat. Útskýra fyrir þeim að þá erum við að henda peningunum sem mamma og pabbi eru að vinna fyrir á meða þau eru í leikskólanum/skólanum. Það þarf líka að fara með þau og kynna þeim landbúnað og fiskveiðar. Það væri gott að gera þetta á öllum skólastigum, allavega út grunnskólann. Að bera virðingu fyrir náttúrunni: Fara í reglubundnar fjöru ferðir, týna rusl og kenna þeim nöfn fuglanna og gróðursins sem þar er að finna. Fara með eldri bekkina í gönguferðir þar sem gist er í skálum og síminn skilinn eftir heima. Tækni og vefmiðlar: Kenna þeim að nýta sér tæknina á réttan hátt og reyna að koma þeim í skilning um að Lífið snýst ekki eingöngu um, TikTok, Snap og Yotube og alla vitleysuna sem þar er í boði. Reynslan undanfarið sýnir skaðsemi rangrar notkunar þessara miðla. Forvarnir: Eru margskonar. Fræðslumyndir, heimsóknir fólks með reynslu af hverskonar neyslu. Ýmislegt er hægt að gera með því einu að vera góð fyrirmynd jafnt sem kennari, foreldri, amma eða afi eða hver sem er. Dans í skildunámi væri að mínu mati mjög góð forvörn sem ætti að kenna hvort sem er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. Þú átt ekki að þurfa að fá þér vímuefni til að bjóða upp í dans. Eflaust á ég eitthvað ótalið. En læt staðarnumið hér sem amma 9 barna á aldrinum 0-18 ára. Amma sem settist einn vetur á skólabekk þá með 10-11 ára strákhnokka/barnabarni með ADHD, sem átti erfitt með að einbeita sér en námið tók miklum breytingum eftir veru mína hjá honum þennan eina vetur. Ég lagði mig fram og gaf honum þann tíma sem hann þurfti. Verum ekki alltaf upptekin og að flýta okkur. Það skilar sér einn daginn. Höldum svo í okkar gömlu góðu íslensku siði og borðum hollan og góðan íslenskan mat heima og ekki síst í skólunum. Góðar stundir og gangi okkur öllum vel.

Amma Helga

Afrita slóð á umsögn

#4 Hulda Margrét Eggertsdóttir - 26.10.2022

Kæru stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar.

Takk kærlega fyrir þetta tækifæri

Frá sjónarhóli foreldris

1. Við þurfum að breyta stórlega um viðhorf, þjálfun starfsfólks og stuðning við það. Við þurfum að kenna starfsfólki óháð menntun að sýna samkennd og virka hlustun. Þ.e

èg sé að þú ert gera þitt besta...

èg heyri að þú ert spennt..

Þannig ef èg skil þig rétt... umorða.

Nú skulum við...

Bara að hætta að stýra, stjórna og tala í boðhætti.

Það þarf ekki.

Með þessu myndi mótþrói og starfsmannavelta stórlega minnka.

Èg myndi vilja sjá handbók sem allt starfsfólk myndi fari í gegnum og skólastjórnendum væri gert að læra handleiðslu.

2. Mynda tengsl við börnin, horfa framan í þau, brosa... segja góðan daginn... Hafa trú á þeim og hlusta á þau.

3. Við skulum ekki hunsa börn, við skulum staðfesta tilfinningar þeirra og sýna þeim kærleik. Við vitum ekki hvað er í gangi heima hjá þeim.

4. Börn sem að okkar mati láta illa, líður illa og þurfa aðstoð. Fara í rót vandans, afhverju er óæskileg hegðun.

5.Við þurfum öll að standa okkur betur... stjòrnvöld, skólastjórnendur og sérfræðingar þurfa að framkvæma. Því miður er mikið talað og lítið gert.

6. Skólaumhverfið þyrfti að vera styðjandi við alla, hljóðvist, lýsing o.s.frv.

7.Teymiskennsla, margir hópar, alltaf verið að skipta um sæti hentar kvíðnum og börnum með sérþarfir illa.

8. Finnska menntakerfið er góð fyrirmynd.

9. Skólinn byrji á morgnana í takt við lýðheilsubarna.

10. Skólakerfið er of þröngt í dag. Það er bara pláss fyrir það sem er venjulegt og það á að troða öllum í það box. Skóli án aðgreiningar getur alveg virkað. Normið þarf bara að víkka út boxið sitt. Læra að setja sig í spor þeirra sem eru ekki venjulegir. Sköpunarhæfileikar eru auðlind framtíðarinnar og þeirra sem hugsa út fyrir boxið. Menntakerfið þarf að við styðja það.

11. Styrkja sjálfræði barna. Autonomy. Nýjustu rannsóknir styðja við það. Sérstaklega hjá börnum með sérþarfir og hegðunarvanda. (Autonomy is about a person's ability to act on his or her own values and interests.When you lack autonomy, you're more controlled by what others do, think, and feel, and adapt accordingly)

12. Börn læra það sem fyrir þeim er haft, lærum að vera góðar fyrirmyndir.

Hulda Margrét Eggertsdóttir

Móðir þriggja barna með sérþarfir

Afrita slóð á umsögn

#5 O.M.A.H.A.I. - 29.10.2022

https://www.omahai.org

The illiteracy of refugees in Iceland is considered one of the areas that the education system in Iceland has failed to address until now. This includes the illiteracy of children in elementary schools, upper secondary schools and their parents. This category of population, i.e. the foreign students, is mentioned in the Icelandic National Curriculum Guide, but the rights of the illiterate refugee students to literacy has not been addressed. Consider UNESCO’s report in which it estimated that “around 60% of Syrian refugees aged 16 years or older have not completed basic schooling and only 15% have finished secondary education” (UNESCO GRALE 4, 2019).

According to Statistics Iceland, Iceland received in 2017 16 Syrian refugees between the ages 15 to 19 years old and 11 Syrian refugees between the ages 20 to 24 years old. In the following year, 2018, the number of Syrian refugees in Iceland between the ages 15 to 19 years old was 29 and 15 refugees between the ages 20 to 24. The number of Syrian refugees in Iceland has risen in the years 2020 and 2021. In 2020, the number of Syrian refugees between the ages 15 to 19 was 34 and 29 refugees between the ages 20 to 24. In 2021, Iceland received 34 Syrian refugees between the ages 15 to 19 and 26 Syrian refugees between the ages 20 to 24 (Hagstofan: Bakgrunnur, n.d.). The Icelandic National Curriculum Guide is a case in point. It states that it is the right of the foreign students to receive subject instructions in Icelandic as a Second language but the Guide does not take into consideration that using Icelandic language will deprive the illiterate students from learning. The Guide also states that the foreign students can choose their mother tongue as one of the elective subjects but it emphasizes that the students need to find their own solutions to learn their mother tongue as schools are not responsible to provide them with tools or teachers (“The Icelandic National Curriculum Guide for Upper Secondary Schools,” 2012). The broader implication of this policy is that the illiterate refugee students will fail to progress without offering them any support; specifically, the support of providing them with skilled teachers who can teach them to become literate in their mother tongue.

“Children learn to read most effectively in the language they speak at home—their mother tongue… Beyond its direct learning impacts on them, students receiving instruction in their mother tongue are more likely to attend and persist in school…The increased skill from learning to read in mother tongue can translate into greater skill in a second language”[ “World Bank. 2018. World Development Report 2018 : Learning to Realize Education's Promise. Washington, DC: World Bank. © World Bank. https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/28340 License: CC BY 3.0 IGO.”].

Taking into consideration the low-levels of literacy that the parents, especially the mothers posses in their own language; it becomes obvious that teaching the mother-tongue to their children is an impossible task. These mothers, during their childhood period, were considered illiterate according to the World Bank report which states “ many children in MENA remain illiterate and innumerate after two or three years of schooling”[ “World Bank. 2018. World Development Report 2018 : Learning to Realize Education's Promise. Washington, DC: World Bank. © World Bank. https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/28340 License: CC BY 3.0 IGO.”

Additionally, these displaced parents lack the needed intellectual understanding and the skills to educate their children because in most MENA schools, “no skills or critical thinking are taught, and students often ignore most classes and tests”. As a result, and because of their belief that the educational systems in their countries have failed them, they mirror these beliefs in neglecting the great impacts of mother tongue education on the future progress of their children. It is noteworthy that “lacking the protective environment of education, development of critical thinking skills, and the opportunities that result from education” can result in making “more youth vulnerable to recruitment to radical groups”.

Because there is a need to alleviate the situation of refugees with innovative educational strategies to coordinate efforts, share knowledge, make evidence-based decisions, improve efficiency or effectiveness, and solicit resources we propose creating educational programs that address the refugees’ needs in a holistic approach. One of the proposals to empower the refugees in their parenthood skills is to offer them literacy education to master their mother tongue because mastering their mother tongue will empower them to transfer the knowledge to their children.   

On a wider scale, it is important for the refugee children to master their mother tongues because these children are to become Iceland’s ambassadors to their families, tribes, nations, countries and the entire region. In their future role as Iceland’s ambassadors, they channel the universal concepts of equality, unity, peace, and freedom which they have learned in Iceland in their mother tongue to millions of people who speak their language. It shall be a great victory for the world if Iceland succeeds in building the capacities of its ambassadors of peace, and it shall be a great loss for our world if Iceland loses its ambassadors of peace. Those ambassadors of peace need full mastery of their mother tongue to instill the universal concepts of equality and freedom into the hearts and minds of their people. As it is stated in the World Development Report, the“ prospects for peace and stability in MENA will be shaped by its citizens’ ability to coexist with people of different nationalities, ethnicities, and religions. Education is one of the principal means of building a culture of peace”[ “World Bank. 2018. World Development Report 2018 : Learning to Realize Education's Promise. Washington, DC: World Bank. © World Bank. https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/28340 License: CC BY 3.0 IGO.”

These children if empowered can become a bridge between their origin culture and their Icelandic-culture. Being placed in both cultures, they are in a strong position to convey to their culture, their people, their nation, their tribe, their family about the concepts of human rights, freedom, equality, and many other aspects of humans nobility. These children are Iceland's bridges towards these cultures, in far faraway places. Cultures that are beyond the oceans and beyond the actual capacity of Iceland to reach without the capacities of these children refugees. These refugee children need their mother tongue to introduce what Iceland has taught them about Human Rights, Respect, Freedom and Gender Equality. If they lose their mother tongue, they lose their access to their people. If Iceland fails to empower them as leaders and agents of change, then, as a result, Iceland also loses access to have an impact on the peace process in that region. If Iceland fails in empowering these refugee children, then Iceland is burning its bridges towards their cultures instead of building one.  

Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Sverrir Óskarsson - 30.10.2022

Ráðuneyti mennta- og barnamála gefur hagsmunaaðilum tveggja vikna frest til að koma með umsögn um áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun. Þetta er skammur tími til að semja umsögn um svo stórt málefni.

Hjá mörgum þjóðum eru lagðar þær skyldur á stjórnmálamenn að þeir setji fram áætlun um ætlaðar lagabreytingar. Til dæmis er gerð áætlun til nokkurra ára um framlagningu frumvarpa í Noregi og gerðar kröfur um að áformaðar lagabreytingar séu settar fram í þingmálaskrá. Slíkar væntingar eru settar fram í því augnamiði að auka traust almennings á löggjafarvaldinu og gera aðgerðir framkvæmdarvaldsins gegnsærri.

Rétt er að minna á mikilvægi aðkomu barna og ungmenna að ákvörðunum hins opinbera. Samkvæmt nýrri Menntastefnu 2030 er gert ráð fyrir skýrri aðkomu barna og ungs fólks á öllum stigum mála og að þau eigi aðild að stefnumótun sem snertir þau. Í stefnunni felst ekki að bjóða þeim aðkomu þegar komið er frumvarp heldur aðkomu að ólíkum stigum ferlisins.

Menntamálastofnun er ein yngsta stofnun landsins og merkilegt að nú eigi að leggja hana strax niður aftur. Það er nýbúið að sameina Námsgagnastofnun, Námsmatsstofnun og verkefni sem voru hjá ráðuneytinu. Það hefur orðið mikil hagræðing við sameiningu þessara stofnana og hafa heildarfjárveitingar vegna þeirra lækkað umtalsvert (sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar). Niðurlagning stofnunar hefur mikil áhrif á starfsemina og það getur tekið nokkur ár að gera nýja stofnun starfhæfa, sbr. kenningar fræðimanna í breytingarstjórnun, auk þess sem gæði núverandi þjónustu og framvindu í verkefnum geti verið ófullnægjandi tímabundið. Þá getur fallið til mikill beinn og óbeinn kostnaður við slíkar breytingar, sbr. ábendingar í nokkrum skýrslum Ríkisendurskoðunar og úttektir fræðimanna.

Í lögum um Menntamálastofnun nr. 91/2015 er fjallað um hlutverk, skipulag og starfsemi Menntamálastofnunar. Í 8. gr. laganna segir: „Ráðherra setur reglugerð þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd laga þessara.“ Það eru vonbrigði að síðustu þrír ráðherrar, sem hafa borið ábyrgð á þessari stofnun, hafa ekki farið að lögum og sett reglugerð um hlutverk stofnunarinnar, þrátt fyrir ítrekuð erindi frá mörgum aðilum, m.a. Ríkisendurskoðun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Væri ekki farsælt að setja stofnuninni reglugerð og kveða mjög skýrt á um að hún skuli sinna skólaþjónustu og skólaþróun?

Áformin tilgreina að stefnt sé að setningu nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrra laga um nýja stofnun. Skilja má að tvenn lög verði sett, þ.e. ný heildarlöggjöf um skólaþjónustu og lög um nýja stofnun. Þá má einnig skilja það svo að nýja stofnunin eigi að framkvæma ákvæði nýrra heildarlaga um skólaþjónustu. Nú er ráðuneytið að vinna ný lög um nýja stofnun og það segir að frumvarp þeirra verði bráðlega kynnt. Spyrja verður hvort það sé farsælt að móta lög um nýja stofnun og setja stofnunina í gang þegar ekkert liggur fyrir um ný heildarlög um skólaþjónustu. Er ekki betra að setja fyrst heildarlög um skólaþjónustu og skólaþróun, með tilheyrandi samráði og samtali, og móta hlutverk nýrrar stofnunar í samræmi við það? Er það stefnan að ný stofnun verði strax sett á laggirnar en við förum síðan aftur í að breyta henni þegar ný heildarlöggjöf um skólaþjónustu verður tilbúin? Hvað með boðað samráð við skólasamfélagið, sveitarfélög og fleiri, um heildarlög um skólaþjónustu, leiðir til þess að færa þjónustuna nær sveitarfélögum (fræðsluumdæmi), byggja upp stoðþjónustukerfi í samræmi við stærri þjónustusvæði, sbr. málefni barna, barnavernd og málefni fatlaðra, eða að reynslan af innleiðingu farsældarlaganna kalli eftir nýjum útfærslum í stofnanakerfi ríkisins? Gæti samtalið e.t.v. opnað möguleika fyrir sameiningu á hlutverki Barna- og fjölskyldustofu og Menntamálastofnunar?

Áhyggjur eru af því að ný stofnun verði sett á laggirnar án þess að hlutverk og verksvið hennar hafi verið nægjanlega vel mótað, og auk þess liggi ekki fyrir skýr heildarlöggjöf um skólaþjónustu. Sumir telja að Menntamálastofnun hafi, fyrir rúmum fimm árum, verið sett á laggirnar með miklum hraði og að ekki hafi verið hlustað á ábendingar skólasamfélagsins og annarra (sjá umsagnir um frumvarp til laga um Menntamálastofnun). Erum við kannski að gera sömu mistök aftur með því að rjúka af stað með nýja stofnun án samráðs við nemendur, kennara, foreldra, skólastjórnendur, sveitarfélög og fjöldann allan af öðrum aðilum sem langar að hafa áhrif á framtíð menntamála á Íslandi? Ef það á að setja á laggirnar nýja stofnun er mikilvægt að það verði gert þegar komin er skýrari sýn á það hvernig við viljum efla skólaþjónustu á Íslandi og að fram hafi farið eðlilegt samráð um það hvernig staðið verði að útfærslu og framkvæmd.

Stjórnsýsla mennta- og barnamála hefur tekið afdrifarík skref undanfarið ár. Ráðuneyti menntamála var klofið niður í fjórar einingar, hópur reyndra starfsmanna hefur horfið á braut, kominn er nýr ráðuneytisstjóri og nýir skrifstofustjórar og umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á Menntamálastofnun. Barna- og fjölskyldustofa og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála voru settar á laggirnar. Þá erum við að stíga metnaðarfull skref með því að hrinda ákvæðum farsældarlaga í framkvæmd og innleiða ný viðhorf og vinnubrögð í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Þannig eru innviðir stjórnsýslu menntamála hjá ríkinu að breytast mikið og mikilvægt að við ígrundum vel hvar við erum stödd og hvernig unnt sé að auka þjónustu við nemendur, fjölskyldur, kennara og aðra.

Nú hefur verið talsvert ákall eftir því að ríkisvaldið komi með myndarlegri hætti að skólaþjónustu og skólaþróun, þ.e. veiti sveitarfélögum og skólum öfluga miðlæga þjónustu og komi inn með fagþekkingu sem erfitt er fyrir lítil sveitarfélög og skóla að standa að sjálf (sjá m.a. umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri um Menntastefnu 2030, ábendingar OECD til íslenskra stjórnvalda og fleiri skjöl). Til að greina þetta frekar má sjá hvernig ríkisvaldið setur upp miðlæga þjónustu (t.d. felur stofnun eins og Menntamálastofnun að gera námsefni), er með ákveðna styrki eða fjárframlög (gegnum jöfnunarsjóð, námsleyfi og annað fyrirkomulag), rekur háskóla og leiðsögn (t.d. menntavísindasvið og Menntafléttu) og fleira í þessum dúr (hér er ég bara að setja upp einfalda mynd og nefni ekki alla þætti). Hins vegar hefur komið fram sú gagnrýni að ríkisvaldið hafi ekki staðið sig nægjanlega vel með ýmislegt er lýtur að eigin þáttum við framkvæmd skólastarfs, heldur skilið sveitarfélög eftir í krefjandi stöðu, og að ríkisvaldið hafi veitt litla fjármuni í menntakerfið. Eitt dæmi um þetta er innleiðing á aðalnámskrá leik- og grunnskóla en í skýrslu hjá ráðuneytinu kom fram að það væri upplifun skólasamfélagsins að innleiðingin hefði misfarist. Á Norðurlöndunum fengu miðlægar stofnanir (t.d. Skolverket í Svíþjóð og Udir í Noregi) mikið og metnaðarfullt hlutverk við að innleiða aðalnámskrá og því fylgdi ráðning á tugum starfsmanna til að hjálpa sveitarfélögum og skólum í þessu ferli. Ný aðalnámskrá var gefin út árið 2011 á Íslandi og ljóst er að innleiðing hennar var mikið sett í hendur skóla/kennara, þar sem lítill miðlægur stuðningur var veittur (sbr. skýrslu ráðuneytisins). Menntamálastofnun varð til tæpum fimm árum eftir að aðalnámskrá kom út og fékk í raun síðbúið og afmarkað hlutverk við innleiðingu á aðalnámskrá áratug seinna. Annað dæmi um skort á miðlægum stuðningi lýtur að stafrænum innviðum. Á meðan heilbrigðiskerfið, samgöngukerfið og landbúnaðarkerfið hafa þróað ýmis verkfæri til að styðja við málaflokka sína hefur verið lítil þróun í innviðum menntamála. Það er ekki til miðlæg skráning á nemendum (hvaða nemendur eru í hvaða skóla), það er ekki til auðkenningarkerfi, ekki til prófakerfi, ekki til öflugt miðlægt kerfi til að hjálpa til við birtingu upplýsinga og fleira, allt innviðir sem eru til staðar annars staðar á Norðurlöndunum. Ég fæ að nefna að sum sveitarfélög hafa sýnt lofsvert frumkvæði í stafrænum málum og háskólarnir einnig. Samantekið má greina það í áformunum að ríkisvaldið ætli að koma með myndarlegri og markvissari hætti að skólaþjónustu á Íslandi. Þarna er ríkisvaldið að koma inn með algjörlega nýtt hlutverk og þessum loforðum þarf að fylgja umtalsvert fjármagn og metnaður, svo vel verði staðið að verkefninu.

Menntamálastofnun er nýleg stjórnsýslustofnun á sviði menntamála (sjá lög um Menntamálastofnun) og ljóst er að erfitt verður að ná hagræðingu m.v. núverandi verkefni stofnunarinnar og færa kraftana yfir í skólaþjónustu. Starfsmenn voru 65 en eftir hagræðingu síðustu tveggja ára eru þeir 55. Starfsfólkið eru kennarar, sálfræðingar, verkefnastjórar, ritstjórar og aðilar úr öðrum starfsstéttum. Stofnunin er með verkefni eins og innritun í framhaldsskóla, námsefnisgerð, vinnu við greinarsvið aðalnámskrár, fræðslu um leiðsagnarmat, viðurkenningu á skólum, ytra mat, þróun Matsferils, ríkisborgarapróf, ráðgjöf vegna aðalnámskrár, PISA, kennararáð, Talis, leyfisbréf kennara, ReferNet, læsisvef, ráðgjöf til skólaþjónustu vegna umbóta, þjónustu við nemendur með íslensku sem annað tungumál, gerð vefsvæða, ýmis aðstoð vegna skýrslugerðar/umsagnar, fagráð eineltismála, umsjón með starfsgreinaráðum, samstarf um SÖGUR, umsjón Skólagáttar, þjónustu vegna matstækja, ráðgjöf til ráðuneytisins, snemmtæka íhlutun, starfsþróunarverkefni með skólaskrifstofum og mörg fleiri verkefni. Síðustu ár hefur fast fjármagn stofnunarinnar á fjárlögum lækkað og sértekjur aukist. Rekstrarkostnaður felst í launum starfsmanna en talsverðir fjármunir fara beint út aftur í formi greiðslna til höfunda námsefnis, aðkeyptrar sérfræðiþekkingar kennara og annarra sérfræðinga, tölvuþjónustu og fleira. Í samræmi við lög stofnunarinnar hefur ráðherra heimild til að fela stofnuninni ný verkefni og þannig hefur fjöldi nýrra verkefna komið til hennar vegna áherslna ráðherra. Þannig er erfitt að sjá hvernig á að halda þessum verkefnum áfram, hvort sem þau verða flutt til ráðuneytisins eða til nýrrar stofnunar, og hvernig ríkisvaldið á að taka að sér umtalsvert nýtt hlutverk í formi skólaþjónustu og skólaþróunar án þess að aukið fjármagn komi til. Þá verður að nefna að skólaþjónusta og skólaþróun eru langtímaaðgerðir sem krefjast mikillar þrautseigju og mannafla eigi að vera unnt að styðja breytingarferli og skólaþróun sem nær til kennara og inn í bekkjarstarfið sjálft (sjá kenningar um skólaþróun og fræði um „bottom-up“ aðferðir í breytingarferli innan skóla).

Það er mikilvægt markmið að efla skólaþjónustu á Íslandi en spyrja má hvort nauðsynlegt sé að segja upp öllu starfsfólki Menntamálastofnunar og missa þannig mikilvægan mannauð sem þar er til staðar (hér er verið að vísa til fréttatilkynningar ráðuneytisins, tilkynningu ráðuneytisins um væntanlega uppsögn og bréfs ráðuneytisins til starfsmanna Menntamálastofnunar um starfslokaráðgjöf). Þegar Menntamálastofnun varð til fyrir fimm árum var eftirfarandi bráðabirgðaákvæði sett í lögin: „Embætti og störf þeirra sem eru með ráðningarsamband við Námsgagnastofnun, Námsmatsstofnun og eftir atvikum mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem heyra munu undir Menntamálastofnun við gildistöku laga þessara, verða lögð niður 30. september 2015. Þessum starfsmönnum skal boðið nýtt starf hjá Menntamálastofnun.“ Í nær öllum tilvikum þegar stofnanir hjá hinu opinbera hafa verið lagðar niður hafa starfsmenn verið settir í var og þeim boðin mannsæmandi útgönguleið í breytingarferli. Ekki er að sjá haldbær rök í áformunum fyrir þeirri hörku að ætla að segja upp öllum starfsmönnum stofnunarinnar.

Mig langaði að setja nokkrar hugleiðingar á blað og leggja mitt af mörkum til að stefnumótun, ákvarðanataka og meðferð málsins verði sem best. Við verðum að hafa í huga að grunnmarkmið skólastarfs er að nám nemenda og persónulegur þroski þeirra, þar sem nemandinn fær stuðning og faglega leiðsögn í námsferlinu, eru forsendur velfarnaðar. Við erum sammála um að nám sé farsælt þegar börnum líður vel, námið er hvetjandi, umhverfið öruggt og áskoranir í náminu í samræmi við þroska og getu nemandans. Einn mikilvægasti þáttur í þessu er að styðja sem best við kennara og aðra starfsmenn skóla svo þeir geti náð góðum árangri með börnunum okkar. Öflug skólaþjónusta og skólaþróun er tvímælalaust skref í þessa átt og við verðum að hafa metnað til að standa vel að þessu ferli.

Afrita slóð á umsögn

#7 Heiðar Ingi Svansson - 30.10.2022

Fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) fagna ég mjög áformum ráðherra mennta- og barnamála um þær viðamiklu breytingar sem hér eru boðaðar á heildarlögum um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun sem tekur við hluta af verkefnum Menntamálastofnunnar. Þessar breytingar eru bæði þarfar og löngu tímabærar, sérstaklega hvað varðar algera uppstokkun á tilgangi og hlutverki Menntamálastofnunnar.

En þó þessi ákveðnu og umfangsmiklu skref gleðja, þá eru það veruleg vonbrigði að ekkert komi fram í þessum áformum um að til standi að breyta núverandi fyrirkomulagi á útgáfu námsbóka fyrir öll skólastig og sérstaklega grunnskólastigið.

Þvert í mót má skilja af þeim takmarkaða texta, sem í þessum áformum er að finna og fjalla um útgáfu námsgagna, að til standi að viðhalda núverandi fyrirkomulagi.

Á bls. 3 í skjalinu: ,,Áform um lagasetningu – ný stofnun“ kemur m.a. fram:

„Í kafla A.1. er fjallað um hlutverk og verkefni Menntamálastofnunar samkvæmt gildandi lögum. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur greint verkefni Menntamálastofnunar m.t.t. nýs skipulags. Samandregið er áfram gert ráð fyrir því að undirstofnun ráðuneytisins muni sinna verkefnum sem falin eru Menntamálastofnun í a-lið 5. gr. laga nr. 91/2015, þ.e.a.s. að sjá nemendum fyrir námsgögnum“

Í sama skjali efst á blaðsíðu 4 stendur svo þetta:

,,Áformin ganga út á að verkefni sem tengjast ritstjórn og útgáfu námsgagna ásamt verkefnum t.d. sem styðja við framhaldsskóla og nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, sem eru nú hjá Menntamálastofnun, verði sambærileg í nýrri stofnun.“

Þennan texta er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að EKKI standi til að breyta núverandi fyrirkomulagi námsbókaútgáfu og því áformað að staðfesta að áfram verði starfrækt ríkisrekin einokun á útgáfu námsefnis fyrir allt grunnskólastigið. Það vekur því mikla furðu mína, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að í jafn áræðnum og metnaðarfullum áformum sem hér um ræðir sé ætlunin að festa enn frekar í sessi þetta löngu úrelta fyrirkomulag sem hvergi tíðkast í þeim löndum sem við svo gjarnan berum okkur saman við.

Í skjalinu ,,Frummat á fjárhagsáætlun – Ný stofnun“ í C lið á bls. 2 er fjallað um Efnahagsleg áhrif þessara áforma á atvinnulíf, vinnumarkað og samkeppni. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að þessi áform, sem m.a. fela sér óbreytt fyrirkomulag námsbókaútgáfu, hafi ekki neikvæð áhrif á atvinnulíf og samkeppni. Þessari fullyrðingu er ég með öllu ósammála og tel að hún sé beinlíns röng. Áframhaldandi ríkiseinokun á útgáfu á námsefni fyrir allt grunnskólastigið hefur þvert á móti mjög skaðleg áhrif á alla sjálfstæða lögaðila, hvort sem að það eru kennarar, útgefendur, nýsköpunar- eða tæknifyrirtæki sem starfa á sviði námsgagnagerðar. Verði þessum áformum ekki breytt verða þessir aðilar áfram útilokaðir frá því að geta selt vörur sínar og þjónustu til grunnskólanna þar sem nánast allt það fjármagn sem ætlað er til þess í dag fer til Menntamálstofnunnar.

Í þessum áformum er auk þess hvergi fjallað um útgáfu á námsefni fyrir framhaldsskólastigið en núverandi fyrirkomulag sem byggir á að nemendurnir þurfi sjálfir að bera þennan kostnað hefur verið harðlega gagnrýnt, m.a. með nýlegri umfjöllun fjölmiðla á opinberum vettvangi. Þar bentu skólameistarar í framhaldsskólum á að þetta stuðli að verulegum ójöfnuði til náms fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur þeirra og hefði leitt til brottfalls nemenda úr framhaldsskólum. Með því að taka ekki á þessu í áformum er varða heildarlög um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun sem taka á við hluta af verkefnum Menntamálastofnunnar, er áfram unnið gegn jöfnuði og rétti allra þjóðfélagshópa hér á landi til náms óháð efnahag og tekjum. Það er skammarlegt að Ísland skuli vera eina landið á Norðurlöndum þar sem ríkið sér nemendum í framhaldsskólum ekki fyrir námsgögnum með því að kaupa þau af sjálfstætt starfandi útgefendum.

Það er einlæg von mín að við frekari endurskoðun á þessum áformum verði unnið með ofangreindar athugasemdir og tekið tillit til þeirra. Það er langt frá því að þetta sé einkamál okkar bókaútgefenda. Að tryggja aðgengi kennara og nemenda að fjölbreyttu námsefni með sambærilegum hætti og gert er á hinum Norðurlöndunum er fyrst og fremst þjóðhagslegt framfaraskref, nemendum og íslensku menntakerfi til heilla og hagsbóta.

Virðingarfyllst,

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Afrita slóð á umsögn

#8 Nói Kristinsson - 31.10.2022

Í áformum um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun er ritað:

„Menntamálastofnun getur því ekki orðið sú þjónustustofnun á sviði skólaþróunar og skólaþjónustu sem stefnt er að.“

Hver er hagnaður af því að leggja niður stofnunina í heild sinni frekar en að brjóta einingar úr henni og halda kjarnanum sem þegar hefur sinnt ákveðnum þjónustu hlutverkum fyrir skóla í landinu? Og hvert fara þau fjölmörgu verkefni Menntamálastofnunar sem ekki falla undir hugmyndina um þjónustuhlutverkið?

Nýlega fór fram viðamikið samráð með skólasamfélaginu, foreldrum, kennurum og nemendum og skýrsla gerð um ferlið þar sem næstu skref í Matsferli voru sett fram með það í huga að námsmat væri gert með hag nemenda að leiðarljósi, að námsmatið væri þjónusta við nemendur, foreldra/forsjáraðila, skóla og kennara. Á að kasta þeirri vinnu fyrir glæ?

Að sama skapi hafa nágranna þjóðir okkar oft dáðst að því að við séum með námsefnisútgáfu og námsmat á sama stað. Það gefur möguleika á samvinnu við nýjan Matsferil með nýjum markmiðum. Að námsefni og námsmat haldist í hendur.

Hvað verður um alþjóðleg verkefni sem unnin eru út frá ákveðnum forsendum, og lögð fyrir í nafni stofnunarinnar þar sem erfitt, jafnvel ómögulegt er að breyta því hver stendur þar að baki eftir að ferli er farið í gang

Hvað verður um fagráð um eineltismál, innskráningu í framhaldsskóla, ytra mat leik-, grunn- og framhaldsskóla og þau fjölmörgu verkefni sem eru hjá Menntamálastofnun? Eða verður þetta eins og þegar Nýsköpunarmiðstöðin var lögð niður? Þegar pólitísk öfl vildu losna við ákveðna þætti og gleymdu fjölmörgum öðrum mikilvægum verkefnum sem voru þar unnin.

Hver er raunverulegur ávinningur að því að leggja stofnunina niður frekar en að færa til verkefni, endurmóta stjórnarskipulag, gera reglugerð um hlutverk stofnunarinnar sem var aldrei gert, sinna stofnuninni líkt og á að gera en var aldrei almennilega gert?

Af fylgiskjölum úr samráðsgátt að dæma virðist þessi ákvörðun vera tekin á hlaupum, fjárhagsleg áhrif hafa ekki verið metin, samtal við skólasamfélagið hefur ekki átt sér stað og markmið óljós eða óskilgreind.

Nú blasir við mikil hætta á að sérfræðikunnátta glatist, að verkefni stöðvist í langan tíma og að mikilvæg gögn glatist.

Það skýtur nokkuð skökku við að ráðinn sé hæfileikaríkur forstjóri sem í senn hefur sterkan grunn í breytingarstjórnun, reynslu af menntakerfi og drifkraft til að leiða breytingar á Menntamálastofnun, en á sama tíma á að leggja hana niður til þess að búa til nýja þjónustustofnun - þó hlutverk hennar hafi að miklu leiti verið þjónustulegs eðlis?

Hver er raunverulegur ávinningur að því að leggja niður stofnunina, annar en pólitískt tafl og sýndarrósir í hnappagatið?

Nói Kristinsson

Afrita slóð á umsögn

#9 Mathieu Grettir Skúlason - 31.10.2022

Nordic EdTech forum (N8) fagnar því áformum núverandi mennta- og barnamálaráðherra um ný heildstæð lög um skólaþjónustu og uppbyggingu nýrrar þjónustustofnunar. Menntakerfið hefur ekki fylgt eftir í þeirri hröðu tæknivæðingu sem hefur átt sér stað síðastliðna áratugi. Mikilvægt er að spyrja sig hvort kerfi sem ekki er í takt við samtímann geti þjónað börnunum okkar til að undirbúa þau fyrir framtíðina líkt og skólakerfið á að gera. Við berum því miklar vonir til þeirrar vinnu sem fyrrnefnd áform eiga að skila og vonum við að breytingarnar muni ekki aðeins þjóna samtímanum heldur einnig framtíðinni.

Það hræðir okkur þó að lesa megi úr áformunum að námsgagnagerð muni, eins og komist er að orði í skjölunum, færast yfir í nýja stofnun að mestu óbreytt. Færist námsgagnagerð nánast óbreytt yfir til nýrrar stofnunar án uppstokkunar á því hvernig kennarar og skólastofnanir fái námsgögn í hendur munu ný lög lögfesta áframhaldandi ríkisrekna einokun í útgáfu námsefnis.

Menntatæknifyrirtæki hafa átt mjög erfitt uppdráttar hér á landi þrátt fyrir að skólar hér á landi séu flestir vel tækjum búnir en tíðkast í flestum löndum, en tækin ein og sér eru jafn gagnslaus eins og innkaup á ritvélum án blaða. Mikilvægt er að skólastofnanir hafi til hagnýtingar gæðamikinn hugbúnað inn í tækin ef þau eiga að nýtast sem raunverulega tól til kennslu. Flestir skólar á Íslandi eru með markvissa stefnu um að nýta upplýsingatækni í auknum mæli í skólastarfinu. Mikill vilji og þrotlaus vinna liggur á bakvið þeirri nútímavæðingu náms sem nú þegar hefur átt sér stað en það eru breytingar sem Menntamálastofnun hefur ekki náð að standa undir, en hin ýmsu menntatæknifyrirtæki eru vel í stakk búin að styðja við.

Skólar hafa lítið sem ekkert fjármagn til námsefniskaupa, enda á ríkið samkvæmt lögum að sjá skólakerfinu fyrir námsgögnum. Nánast allt það fé sem ríkið ver til þessa málaflokks hefur hingað til runnið óskipt til Menntamálastofnunar. Miðstýring sem hefur hamlað því að framúrstefnulegir kennarar og skólastofnanir hafi getað nýtt til fullnustu þau tól sem til eru í skólunum til að bæta og nútímavæða skólastarf.

Okkur þykir skjóta skökku við að fagfólk innan skólanna sé ekki treyst fyrir að velja sér það námsefni sem það vill nýta til kennslu ef það er stefna stjórnvalda sé að valdefla kennara og auka virðingu fyrir skólum og kennarastéttinni. Það er þar í orði, þ.e. kennarar eiga að mega velja námsefnið, en þar á bakvið liggur ekkert fjármagn svo kennarar sitja uppi með að nýta námsefni sem ríkið býr til í gegnum Menntamálastofnun eða finna upp og búa til námsefni sjálfir án nokkurra möguleika á að geta fengið greitt fyrir þá auka vinnu sem þeir leggja í gerð þessa námsefnis.

Töluvert hefur verið um að nýtt séu gjaldfrjáls og oft á tíðum gæðalítið námsefni inn í kennslu í gegnum tölvur og spjöld. Varhugavert er að halda áfram á þeirri braut þar sem þetta námsefni er þá yfirleitt ekki á ensku eða öðrum tungumálum og því er birtingamynd tæknivædds heims inn í skólunum sú að íslenska sé í raun ónothæf í framtíðinni. N8 brýnir fyrir stjórnvöldum að tryggja börnum aðgengi að gæðamiklum hugbúnaði á sínu tungumáli svo tungumálið nái að lifa af hjá þeim kynslóðum sem nú eru að alast upp. Þá bendum við einnig á að mikið af gjaldfrjálsum hugbúnaði stenst ekki kröfur um persónuvernd og því gæti núverandi notkun upplýsingatækni í skólastarfi brotið í bága við persónuverndarlög. Ljóst er að erfitt verður að snúa við þessari þróun fái skólar ekki í té leið til þess að kaupa vörur og þjónustu af menntatæknifyrirtækjum.

Þó er bent á að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að ráðast í átak til að stuðla að fjölbreyttri nýsköpun í námsgagnagerð fyrir öll skólastig, en ef rýnt er í skjölin með þessari lagabreytingu og fyrstu aðgerðaráætlun menntastefnu 2021-2030 má aðeins sjá að efla eigi styrki til málaflokksins. Aukið fjármagn í styrki á borð við Þróunarsjóð námsgagna og Sprotasjóð einir og sér eru vond og árangurslítil fjárfesting fyrir ríkið ef þau námsgögn og sú menntatækni sem út úr styrkarkerfinu koma koðnar niður strax og styrktartímabilinu líkur. Öll vinnan mun falla um sjálft sig hafi fyrirtækin og einstaklingarnir sem standa á bakvið verkefnin engan grundvöll fyrir því að gera úr verkefnunum fyrirtæki með eðlilegan samkeppnisgrundvöll.

Það kemur meira að segja skýrt fram í frummati um fjárhagsáhrif er skoðað að ríkið gerir sér ekki grein fyrir þeim skaðlegu áhrifum sem núverandi skipulag námsefnisgerðar hér á landi hefur haft á atvinnulífið. Í skjalinu er beinlýnis fullyrt að áhrif á atvinnulíf, vinnumarkað og samkeppni eigi ekki við þessar lagabreytingar. N8 telur mikilvægt að fara yfir sérhvern lið hér:

,,Líkur á því að fjöldi fyrirtækja á markaði takmarkist með beinum hætti vegna reglusetningar’’

Fjöldi fyrirtækja á menntatæknimarkaði á Íslandi er mjög takmarkaður og því getum við fullyrt að núverandi lög og þá ný lög sem lögfest yrðu án breytinga á skipulagi námsefnisgerðar munu hafa áframhaldandi verulegar takmarkanir bæði fyrir menntatæknifyrirtæki sem og önnur fyrirtæki á námsefnismarkaði. Þessi liður á því algerlega við.

,,Líkur á því að fyrirtækjum á markaði fækki með óbeinum hætti vegna reglusetningar’’

Þau menntatækni fyrirtæki sem starfa á Íslandi mun að öllum líkum fækka verði ný lög lögfest án breytingar á skipulagi hvað varðar námsefnismarkað þar sem þau fyrirtæki sem þó eru til hanga uppi á bláþræði. Mörg fyrirtæki með mjög flotta og vandaða menntatæknivörur hafa núþegar koðnað niður og lokað vegna þess regluverks sem er á námsefnismarkaði hér á landi. Á því einnig við er fjárhagsáhrif eru metin.

,,Takmarkanir á möguleikum fyrirtækja til þess að mæta samkeppni vegna reglusetningar’’

Samkeppni á námsefnismarkaði hér á landi er ekki eðlileg, hægt væri mögulega að tala um fákeppni en eins og áður hefur komið fram er ríkisrekin einokun á þessum markaði sem mun halda áfram óbreytt ef áætlanir þessar hvað varðar námsefnismarkað verður ekki breytt. Þessi liður á því einnig við.

Eina leiðin til að geta séð að ofangreindar fullyrðingar úr frummati um fjárhagsáhrif nýrrar stofnunar eigi ekki við er vegna þess að ríkið telur ekki vera neitt atvinnulífi á þessu sviði. N8 vill benda á að fjölmargir kennarar, útgefendur, nýsköpunar- og tæknifyrirtæki starfa víðsvegar um heim á sviði námsefnisgerðar. Menntatækni sem iðnaður er eitt af mest vaxandi iðngreinum í heimi. Menntæknimarkaður var metinn á 24.000 milljarða íslenskra króna 2020 með 16,3% árlegan vöxt. Í því samhengi má nefna að menntatæknimarkaðurinn er stærri en tölvuleikjaiðnaðurinn sem metinn er á 20.265 milljarða íslenskra króna með 12,3% vöxt. Menntatæknimarkaður er því iðnaður sem íslenska ríkið ætti ekki að sniðganga eða gera lítið úr.

Mikil gróska er á menntatæknimarkaði á Norðurlöndunum auk þess sem mikið er um að Norræn menntatæknifyrirtæki stundi viðskipti á öllum Norðurlöndunum að Íslandi undanskyldu. Önnur Norræn menntatæknifyrirtæki hafa ekki séð sér fært um inngöngu á íslenskan námsefnismarkað vegna áður útlistuðum vanköntum á íslenskum námsefnismarkaði. N8 hvetur mennta- og barnamálaráðherra og aðra sem munu koma að þeim breytingum sem áætluð eru á skólakerfinu að kynna sér þær fjölbreyttu lausnir sem stæðu íslensku skólakerfi til boða væri eðlilegt samkeppnisumhverfi hérlendis á þessum markaði.

Þá vill N8 einnig benda á að breytingar í þágu eðlilegra markaðsafla á þessum markaði myndi styðja við stefnu þessarar ríkisstjórnar um að styrkja hugverkaiðnaðinn hér á landi. Menntatæknimarkaður er núþegar stærri en t.d. tölvuleikjaiðnaðurinn eins og nefnt var hér á undan. Tölvuleikjaiðnaðinn er ein af þeim stoðum sem ríkisstjórnin hefur horft til er kemur að uppbyggingu hugverkaiðnaðarins. Okkur þætti því skjóta mjög skökku við að sama ríkisstjórn myndi lögfesta ný lög og nýja ríkisstofnun sem myndi standa beint í vegi fyrir eðlilegri samkeppni á markaði sem gæti orðið að minnsta kosti jafn sterk stoð, ef ekki sterkari, undir stefnu stjórnvalda.

Það er ekki aðeins fjárhagslega mikilvægt fyrir ríkið að leggjast í lagabreytingar sem myndu opna á eðlilegan vöxt menntatækni hér á landi. Námsárangur barna í þeim löndum sem standa framarlega í menntatækni kemur einnig betur út í alþjóðlegum könnunum. Þær menntatæknilausnir sem stæðu skólakerfinu okkar til boða gætu stórlega bætt námsárangur barna hér á landi, gert börn jákvæðari gagnvart námi og tryggt þeim þá sýn að íslenska sé einnig tungumál sem nýtist í framtíðinni. Auk þess sem þær eru tímasparandi og valdeflandi fyrir kennara. Jafnframt gætu sumar þeirra nýst við aukna áherslu á hagnýtingu gagna í skólakerfinu.

Við skorum því á mennta- og barnamálaráðherra að horfa til framtíðar og nýta þetta einstaka tækifæri sem heildarendurskoðun á skólakerfinu hér á landi gefur til að tryggja börnunum okkar ekki aðeins andlegt og líkamlegt heilbrigði heldur einnig skólakerfi sem þjónar framtíðinni og gefur nemendum sínum vitsmunalegt forskot til að vera framúrskarandi í sífellt alþjóðlegri vinnumarkaði.

Afrita slóð á umsögn

#10 Samband íslenskra sveitarfélaga - 31.10.2022

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga - 31.10.2022

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (hér eftir nefnd Sjónstöðin) fagnar því að fyrirhuguð er lagasetning um heildstæða skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun.

Í því samhengi vill Sjónstöðin vekja athygli að þrátt fyrir að stofnunin heyri undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þá sinnir hún málefnum barna og ungmenna

og hluti af starfseminni er að veita skólaþjónustu á öllu landinu þ.e. ráðgjöf og stuðning við nám og farsæld barna og ungmenna sem eru blind, sjónskert eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Stofnunin sinnir ráðgjöf um einstaklingsmiðaðar stuðningsþarfir blindra og sjónskertra, sér um úthlutun hjálpartækja að undangengnu mati og sinnir námskeiðahaldi fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla og forráðamenn m.a. um viðeigandi námsumhverfi og kennsluhætti. Markmiðið er að efla faglega þekkingu starfsfólks og forráðamanna og tryggja að blindir og sjónskertir nemendur fái stuðning við hæfi. Þegar skólaþjónustu stofnunarinnar lýkur tekur við þjónusta og stuðningur hjá ráðgjöfum Sjónstöðvarinnar á fullorðinssviði og einstaklingar þurfa því ekki að færast á milli stofnana þegar grunnnámi lýkur. Reynslan hefur sýnt að þetta fyrirkomulag þjónustu og stuðnings hentar almennt mjög vel fyrir þennan hóp. Við viljum þó benda á að þegar um samþætta fötlun eða vanda nemenda er að ræða og fleiri þjónustuaðilar þurfa að koma að máli, til dæmis þjónusta við nemendur með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu eða heilatengda sjónskerðingu, þá sýnir reynslan að mikilvægt er til að tryggja heilstæða þjónustu, að einn þjónustuaðili verði skilgreindur sem ábyrgðaraðili.

Sjónstöðin sér einnig um aðlögun á námsefni fyrir blinda og sjónskerta á öllum skólastigum, yfir á rafrænt form, stækkað letur og punktaletur m.a. námsefni sem Menntamálastofnun hefur gefið út. Samkvæmt lögum nr. 160/2008 skal Sjónstöðin aðeins þjónusta þá einstaklinga sem falla undir skilgreiningu á blindu og sjónskerðingu. Í þessu sambandi viljum við benda á að aðlögun námsefnis yfir á stækkað letur gæti nýst mun fleiri nemendum en sjónskertum og stofnunin hefur fengið margar beiðnir frá skólum um að fá að nýta slíkt efni fyrir fleiri nemendur. Við leggjum því til að þessi þáttur aðlögunar á námsefni verði skilgreindur sem hluti af verkefnum nýrrar þjónustustofnunnar og hluti af því að sjá nemendum fyrir fjölbreyttum námsgögnum.

F. h. Sjónstöðvarinnar

Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Elfa Svanhildur Hermannsdóttir, forstjóri

Afrita slóð á umsögn

#12 Rúnar Sigþórsson - 31.10.2022

Meðfylgjandi er umsögn rannsóknarhóps um skólaþjónustu, við Kennaradeild Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri

31. október 2022

Fyrir hönd hópsins

Rúnar Sigþórsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Örn Valdimarsson - 31.10.2022

Ég fagna þær breytingar sem kynntar hafa verið með áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun á sviði skólaþróunar og skólaþjónustu. Eitt af hlutverkum slíkrar stofunnar í menntamálum ætti ætíð að vera leiðandi í þróunn á fjölbreyttu stafrænu námsefni á 21. öld. Fjölbreyttir kennsluhættir og námsmat á að vera eitt af megin markmiðum stofnunnar sem tæki við af Menntamálastofnun til stuðnings við grunnþætti menntunar. Miklu skiptir að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getur einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi.

Ég býð mig fram að taka þátt í þeirri uppbyggingu.

Kveðja, Örn kennari

Afrita slóð á umsögn

#14 Katrín Ósk Þráinsdóttir - 31.10.2022

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn hóps starfsfólks Menntamálastofnunar.

f.h. hópsins

Katrín Ósk

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Steinunn Jóhanna Bergmann - 31.10.2022

Meðfylgjandi er umsögn Félagsráðgjafafélags Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Sigurgrímur Skúlason - 31.10.2022

Umsögn starfsfólks í prófahóp Menntamálastofnunar

Sigurgrímur Skúlason, Auðun Valborgarson, Guðrún Birna Einarsdóttir,

Skúli Pétursson, Inga Úlfsdóttir, Katrín Ósk Þráinsdóttir, Nói Kristinsson

Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Gunnhildur Harðardóttir og Berglind Hansen

Vorið 2021 tók þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra af skarið og ákvað að þróa nýtt kerfi miðlægs námsmats, Matsferils, á grunni skýrslu starfshóps ráðherra frá 2020. Sú vinna hefur nú staðið yfir í um það bil eitt ár og hefur bæði verið unnið að þróun prófa eða matstækja og að uppbyggingu stafrænna innviða eins og prófakerfis og nemendaskráningakerfis. Hvort tveggja eru vandasöm og tímafrek ferli og hefur starfsfólk í prófahóp hjá Menntamálastofnun áhyggjur af því að verði farin sú leið að leggja Menntamálastofnun niður muni vinna við gerð matsferils tefjast um nokkur ár.

Ein af forsendum þess að hægt sé að innleiða þrepaskiptan stuðning er að kennarar og annað fagfólk í skólum hafi góðan aðgang að vönduðum matstækjum. Matstækin þurfa að vera fjölbreytileg til þess að þau geti þjónað ólíku hlutverki, til að mynda skima fyrir vanda svo hægt sé að bregðast við með auknum stuðningi og þjálfun, fylgjast með framgangi nemenda í námi og árangri kennsluaðferðar, og greina hvar styrk- og veikleikar nemenda liggja til þess að hægt sé að sníða kennsluna betur að nemandanum, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar er verulegur skortur á vönduðum stöðluðum mælitækjum fyrir kennara í íslensku skólakerfi sem mun hafa neikvæð áhrif á innleiðingu á þrepaskiptum stuðningi inn í grunnskóla landsins. Þrepaskiptur stuðningur í skólum byggist á þeirri grunnforsendu að kennarar beiti gagnreyndum kennsluaðferðum og noti vönduð mælitæki til þess að meta árangur kennslunnar og bregðast hratt og örugglega við ef nemandi þarf á stuðningi að halda. Aðkoma ríkisins að gerð matstækja hefur verið lítil í gegnum tíðina og hefur lengst af verið með miðlægu námsmati í formi samræmdra prófa. Þau próf hafa hins vegar ekki þróast með skólakerfinu og nauðsynlegt að miðlægt námsmat taki breytingum til að það geti gagnast í umhverfi þrepaskips stuðnings.

Lengi hefur staðið til að breyta miðlægu námsmati á Íslandi, að breyta eða þróa samræmd próf. Samræmd próf verða til 1976 þegar grundvallarbreytingar voru gerðar á skipulagi grunn- og framhaldsskóla og landspróf voru lögð niður. Landspróf voru notuð við ákvarðanir um hvaða nemendur komust í mennta- eða framhaldsskóla en hlutverk samræmdra prófa tengdist ákvörðun um á hvaða braut í framhaldsskóla nemendur fóru en ekki hvort nemendur komust í framhaldsskóla. Þrátt fyrir breytt hlutverk voru litlar sem engar breytingar gerðar á prófunum. Þegar tekin voru upp samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk árið 1996 vildi starfsfólk sem undirbjó þau próf fara aðrar leiðir en að móta þau að fyrirmyndum prófanna í 10. bekk. Þeim varð ekki ágengt í því vegna sjónarmiða hagsmunaaðila. Eftir breytingu á grunnskólalögum árið 2008 var samræmdum könnunarprófum eingöngu ætlað vera til upplýsinga um stöðu nemenda, skóla og skólakerfisins sem heild en ekki við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Aftur reyndi þáverandi starfsfólk Námsmatsstofnunar, án árangurs, að sannfæra hagsmunaaðila sem tóku ákvarðanir um að nú væri tækifæri til að breyta umgjörð og fyrirkomulagi prófanna. Árið 2013 sendi starfsfólk Námsmatsstofnunar tillögur til menntamálaráðuneytis um breytt fyrirkomulag á námsmati og sveigjanlegri umgjörð í stað samræmdra könnunarprófa þar sem meiri áhersla yrði lögð á framvindu nemenda í námi og sveigjanlegt fyrirkomulag. Aftur var lítill sem enginn hljómgrunnur. Árið 2020 skilaði starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, skýrslu um framtíðarhlutverk samræmdra könnunarprófa, þar sem fram komu hugmyndir svipaðar og í tillögum Námsmatsstofnunar frá 2013. Áherslan skyldi vera á upplýsingagildi fyrir nemendur og kennara, þar sem sýn skýrslunnar að nýtt matskerfi, Matsferill, væri samansafn af ólíkum matstækjum sem kennarar geti notað til þess að fá upplýsingar um námsframvindu nemenda. Upplýsingarnar myndu svo fylgja nemandanum gegnum skólagönguna til þess að tryggja upplýsingaflæði á milli skólastiga þannig að hægt sé að veita nemanda sem besta kennslu í samræmi við færni og hæfni.

Menntamálastofnun hefur undanfarið unnið að þróun Matsferils. Áherslan hefur verið á próf og matstæki fyrir lesskilning og stærðfræði og að veita nemendum upplýsingar um framvindu í námi, ásamt því að útbúa skimunarpróf til að skima fyrir veikleikum við upphaf skólagöngu þar sem niðurstöður eru notaðar til að skipuleggja nám nemenda á fyrstu námsárum. En ákvörðun um að byrja á þessum prófum byggir á umfangsmiklu samráði á vormánuðum 2022 við nemendur, forsjáraðila, kennara, skólastjórnendur og fræðafólk um hlutverk námsmats í grunnskóla. Í því samráði við skólasamfélagið komu fram, eins og búist var við, fjölmörg sjónarmið. En meginlínur lúta að mikilvægi námsmats sem hluta af skólastarfi. Tilgangurinn með námsmati sé fyrst og fremst að fá fram upplýsingar um stöðu nemandans í einstökum námsgreinum, fyrir nemandann sjálfan, forsjáraðila og jafnframt fyrir kennara til að sjá hvort bæta megi kennsluhætti. Einnig að leggja skyldi höfuðáherslu á mat á grunnþáttum í lestri og stærðfræði, skimun við upphaf skólagöngu, veita upplýsingar um hvort nemendur þurfi aukinn stuðning eða meira krefjandi viðfangsefni, áhersla á framvindu í námi, að skólar hafi sveigjanleika við námsmat, þróuð verðri miðlæg próf og matstæki sem kennarar geti nýtt í starfi og síðast en ekki síst áhersla á vandaða endurgjöf til nemenda og forsjáraðila. Bæði forsjáraðilar og nemendur lögðu áherslu á mikilvægi samræmds eða ytra námsmats til viðbótar við innra námsmat skóla. Nemendur lögðu mikla áherslu á að niðurstöður í námsmati væru sambærilegar milli skóla og á fjölbreytta endurgjöf með einkunnum sem vísa í matsviðmið aðalnámskrár og einnig í stöðu nemanda samanborið við jafnaldra.

Starfsfólk Menntamálastofnunar hefur unnið að þróun Matsferils á grunni þessara sjónarmiða. Nánari útfærslu má sjá í fylgiskjali. Stefnt er að því að Matsferill þjóni nemendum og veiti þeim upplýsingar um námsframvindu sína og að námsmat sem þjóni nemendum verði aðskilið námsmati sem þjónar upplýsingaþörf stjórnvalda. Þróun á slíku kerfi er flókin og vandasöm og um þessar mundir eru forprófanir á nýjum prófverkefnum að fara í gang. Undirbúningur á útboði vegna uppbyggingar á stafrænu umhverfi, prófakerfi og nemendaskráningakerfi er nú á lokametrum. Vanda þarf útboð til að tryggja að lögum sé fylgt, og velja það kerfi sem best fellur að þörfum Íslands. Búast má við að undirbúningur, útboðsferli, þjálfun starfsfólks og svo að lokum innleiðing í 175 grunnskólum taki um tvö ár. Hætta er á því að með niðurlagningu Menntamálastofnunar tapist sú vinna sem unnin hafi verið á nýju námsmatskerfi og tefji enn frekar innleiðingu á slíku kerfi.

Starfsfólk Menntamálastofnunar hefur áhyggjur af því að verði stofnunin lögð niður líði eitt til tvö ár áður en vinna við matsferil hefjist að nýju. Tíma tekur að koma á fót nýrri stofnun eða koma verkefninu fyrir á öðrum stað. Óljóst er hve stór hluti af reynslumiklu starfsfólki Menntamálastofnunar mun fylgi verkefninu gegnum óvissuferli sem nú er hafið og reynslan sýnir að það tekur nýtt starfsfólk allt að tvö ár að ná góðu valdi á prófagerðarferlinu. Hefja þarf útboðsferli að nýju. Því telur starfsfólk Menntamálastofnunar mikilvægt að halda samfellu í vinnu við Matsferil með því að breyta stofnuninni í þjónustustofnun fremur en að leggja hana niður eða tryggja verkefninu skjóta endurlífgun með því að koma því strax fyrir á nýjum stað.

Afrita slóð á umsögn

#17 Lúðvík Júlíusson - 31.10.2022

Meðfylgjandi er umsögn mín um áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun.

Í núgildandi lögum er ekkert fjallað um:

- börn og foreldra ef foreldrar búa ekki saman.

- samskipti foreldra og skóla.

- notkun upplýsingatækni/veflausnir í samskiptum skóla og foreldra .

Í núgildandi lögum er hugtakið foreldri ekki skilgreint.

Það er gríðarlega mikilvægt að ólíkir hópar foreldra séu vel skilgreindir í nýjum lögum. Að réttur þeirra til þátttöku og samskipta í gegnum veflausnir sé skýr, að réttur þeirra til þátttöku vegna fötlunar barns sé skýr og að réttur þeirra til samskipta við kennara og skóla sé skýr. Það er gríðarlega mikilvægt að barn, hvort sem það er fatlað, með greiningar eða í erfiðleikum, geti treyst á báða foreldra sína, bæði heimili sín, og að foreldrar geti stutt barnið án takmarkana.

Í nýjum lögum um skólaþjónustu er mikilvægt að farið sé eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Barnaheill - Save the Children á Íslandi - 31.10.2022

Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um áform um frumvörp til nýrra heildarlaga um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að til standi að hefja vinnu við breytingar á skólaþjónustu til að tryggja jafnrétti til náms og þjónustu við nemendur óháð búsetu.

Barnaheill fagna því að hafa skuli heildarhagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi í nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýja þjónustutofnun sem felur í sér tækifæri til umbóta.

Samtökin hafa áður bent á að mikilvægt er að aðgerðir í þágu barna og ungmenna séu samhæfðar í samræmi við ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Barnaheill vilja árétta mikilvægi þess að áhersla verði lögð á í nýjum heildarlögum um skólaþjónustu og nýja þjónustustofnun að tryggja snemmtæka íhlutun og stuðning fyrir börn hvort sem um náms- eða félagslegar þarfir þeirra er að ræða.

Í lögunum er mikilvægt að leggja áherslu á og gera kröfu til mikillar þekkingar kennara og annars starfsfólks á mismunandi þörfum og getu barna auk skilnings á ólíkum bakgrunni og félagslegum aðstæðum.

Þá skiptir miklu máli að þekking á einkennum og ferli barnaverndarmála sé til staðar hjá öllu starfsfólki menntastofnanna.

Að sama skapi er mikilvægt að tryggja að í nýrri þjónustustofnun sé fjölbreyttur hópur sérfræðinga í þeim ólíku málefnum er snúa að börnum og þörfum þeirra.

Í 29. grein Barnasáttmálans fjallar um inntak menntunar en meðal þess sem þar segir er að menntun barns skuli beinast að því að rækta eftir því sem frekast er unnt persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu barns. Rannsóknir hafa sýnt (m.a. Daniel Goleman) að félagsfærni og tilfinningagreind sé afar mikilvægur þáttur náms og vilja Barnaheill því brýna það fyrir menntamálayfirvöldum að tryggja sérhæfingu innan skólaþjónustunnar á þeim sviðum, til stuðnings nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skóla.

Öll börn eiga jafnan rétt til menntunar og til þess að þau njóti menntunar þurfa þau viðeigandi stuðning andlega og félagslega til að geta lært. Með fyrirhuguðum breytingum á skólaþjónustu er brýnt að áhersla verði á að skapa umhverfi öryggis og virðingar gagnvart öllum og til að skapa bestu mögulegu skilyrði til náms.

Barnaheill hvetja til þess að ríkt samráð verði haft við börn við mótun lagafrumvarpa um breytingu á skólaþjónustu, upplýsinga verði aflað frá börnum og að börnum verði gert kleift að miðla áfram skoðunum sínum og tillögum að góðum starfsháttum og samskiptum innan skóla. Jafnframt verði tillit tekið til skoðana barna við mat á hagsmunum þeirra, við mótun breytinganna og þegar ákvarðanir verða teknar.

Barnaheill vinna að bættum mannréttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Samtökin eru boðin og búin að taka þátt í undirbúningi og samráði við mótun breytinga á skólaþjónustu á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Hulda B Herjolfsdóttir Skogland - 31.10.2022

Meðfylgjandi er umsögn hóps sérfræðinga á verkefnasviði ytra mats og samanburðargreininga hjá Menntamálastofnun.

f.h. hópsins, Hulda B. Herjolfsdóttir Skogland

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Álfheiður Guðmundsdóttir - 01.11.2022

Umsögn frá fagdeild sálfræðinga við skóla

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Bandalag Háskólamanna - 02.11.2022

Umsögn Bandalags háskólamanna með viðhengi.

Viðhengi