Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.10.–13.11.2022

2

Í vinnslu

  • 14.11.2022–

Samráði lokið

Mál nr. S-202/2022

Birt: 23.10.2022

Fjöldi umsagna: 10

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Húsnæðis- og skipulagsmál

Breytingar á skipulagslögum (framboð hagkvæms húsnæðis)

Málsefni

Athuga ber að frestur lengdur, ákv. lagað skv. ábendingu. Lagðar eru til breytingar á skipulagsl. til að stuðla að aukningu á uppbyggingu íbúða á viðráðanlegu verði í samræmi við þörf.

Nánari upplýsingar

Frumvarpsdrögin fela í sér breytingar á skipulagslögum sem innleiða svokallað „Carlsberg-ákvæði“ inn í íslenskan rétt að danskri fyrirmynd. Ákvæðið, verði það að lögum, tryggir sveitarfélögum heimildir til að gera kröfu um allt að 25% af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir hagkvæmar íbúðir, leiguíbúðir eða aðrar íbúðir sem njóta stuðnings ríkis og/eða sveitarfélaga, hvort sem eigandi lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili. Þrátt fyrir að um heimildarákvæði sé að ræða þá auðveldar það sveitarfélögum að geta sett þetta skilyrði í deiliskipulag í stað þess að þurfa að semja um skilyrðið.

Frumvarpið er einn liður í aðgerðaráætlun fyrir árin 2022 til 2026 sem finna má í viðauka við rammasamning innviðaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðisuppbyggingu, sem undirritaður var 12. júlí 2022. Rammasamninginn má finna í viðhengi

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og skipulagsmála

irn@irn.is