Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.10.–7.11.2022

2

Í vinnslu

  • 8.–18.11.2022

3

Samráði lokið

  • 19.11.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-203/2022

Birt: 24.10.2022

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (rafvæðing smábáta)

Niðurstöður

Drögin voru til umsagnar frá 24. okt. - 7. nóv. 2022. Í umsögnum kom m.a. fram að ívilnun ætti einnig að ná til tvíorkubáta og kostnaður við rafvæðingu gæti verið mikill. Bent var á þörf á uppbyggingu á innviðum í höfnum og að horfa þyrfti einnig til annarra leiða og hvata. Frumvarpinu er ætlað að ná eingöngu til rafvæðingar smábáta á strandveiðum og er ívilnun varanleg. Frumvarpið er eitt af nokkrum sem eru í vinnslu á sviði orkuskipta. Ekki er gert ráð fyrir mjög mörgum slíkum rafvæddum bátum fyrst um sinn og því er ekki þörf á uppbyggingu í höfnum sérstaklega út af efni frumvarpsins.

Málsefni

Ákvæði frumvarpsins um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, veita efnahagslegan hvata sem stuðla eiga að rafvæðingu smábáta á strandveiðum.

Nánari upplýsingar

Ákvæði frumvarpsins kveða á um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sem stuðla á að því að eigendur smábáta eða minni fiskiskipa á strandveiðum sjái hvata til þess að fjárfesta í nýjum bátum eða skipum eða gera breytingar á bátum og skipum sínum þannig að þau gangi fyrir rafmagni með drifrafhlöðum í stað jarðefnaeldsneytis. Er frumvarpið hluti af þeim verkefnum sem ýta undir orkuskipti í sjávarútvegi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is