Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–14.11.2022

2

Í vinnslu

  • 15.11.2022–29.3.2023

3

Samráði lokið

  • 30.3.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-208/2022

Birt: 2.11.2022

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga)

Niðurstöður

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 27. mars 2023. Sjá niðurstöðu samráðs í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu.

Málsefni

Lágmarksbreytingar sem miða að því að færa innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins.

Nánari upplýsingar

Markmiðið með tilfærslu á innheimtu meðlaga til ríkisins er að skapa trausta umgjörð um innheimtu meðlaga og annarra framfærsluframlaga, einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, stuðla að jákvæðri þróun starfseminnar og bæta þjónustu við meðlagsgreiðendur. Samkvæmt verkefnisáætlun er gert ráð fyrir heildarendurskoðun á lagaumhverfi innheimtu meðlaga, ábyrgð og eftirlit með innheimtu meðlaga o.fl. færist sem fyrst til ríkisins og að við taki síðan 8-12 mánaða undirbúnings- og yfirfærslutímabil.

Innviðaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að í ljósi langrar reynslu sýslumannsembættanna af innheimtu ýmissa opinberra gjalda og góðs árangurs innheimtumiðstöðvarinnar á Blönduósi, sé verkefnið best staðsett hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, þó aðsetur starfsmanna verði áfram á höfuðborgarsvæðinu og á Ísafirði. Er það einnig í samræmi við tillögur Ríkisendurskoðunar í nýrri skýrslu hennar um Innheimtustofnun sveitarfélaga, sjá nánar í greinargerð með frumvarpi.

Í samræmi við framangreint er tilgangur þessa frumvarps eingöngu að leggja til lágmarksbreytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga og öðrum lögum sem gera tilfærsluna mögulega. Hjá því verður þó ekki komist að uppfæra eða fella á brott lagaákvæði þar sem orðalag er úrelt eða ekki í samræmi við núgildandi framkvæmd. Að öðru leyti er ekki lagt upp með í frumvarpi þessu að gera efnislegar breytingar á þeim lagaákvæðum sem varða innheimtu meðlaga, heldur verði það gert við heildarendurskoðun laganna í framhaldi af yfirfærslunni.

Þess ber að geta að áhrifamatskafli frumvarpsins er enn til skoðunar og kann frumvarpið því að taka einhverjum breytingum þegar fjárhagslegt uppgjör ríkis og sveitarfélaga liggur fyrir vegna tilfærslunnar. Mikilvægt er hins vegar að yfirfærslan verði hafin án tafar eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar og er því gert ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi við fyrsta tækifæri.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is