Samráð fyrirhugað 02.11.2022—17.11.2022
Til umsagnar 02.11.2022—17.11.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 17.11.2022
Niðurstöður birtar

Breyting á lögræðislögum (ýmsar breytingar)

Mál nr. 209/2022 Birt: 02.11.2022
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (02.11.2022–17.11.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með hinni fyrirhuguðu lagasetningu er stefnt að því að gera ákvæði lögræðislaga um nauðungarvistanir skýrari og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna.

Áformað er að gera breytingar á nokkrum ákvæðum lögræðislaga, nr. 71/1997, sem talið er að þurfi endurskoðunar við. Markmiðið er meðal annars að kveða skýrar á um skilyrði fyrir nauðungarvistun og lögræðissviptingu og gera nánari grein fyrir hlutverki lögráðamanna og yfirlögráðenda. Ákvæði laganna um nauðungarvistanir hafa sætt ákveðinni gagnrýni og bent hefur verið á mikilvægi þess að slík úrræði verði ekki byggð á geðsjúkdómi eða fötlun sem slíkri en gildandi ákvæði laganna eru ekki talin tryggja það nægilega. Einnig er áformað að skoða hvort setja eigi ákvæði um hámarkslengd lögræðissviptingar en samkvæmt gildandi lögum skal svipting lögræðis vera tímabundin.

Með breytingu á lögunum er jafnframt brugðist við ábendingum alþjóðlegra eftirlitsaðila, umboðsmanns Alþingis og fagaðila um mögulegar breytingar á lögunum. Fyrirhugaðar breytingar stefna enn fremur að því að lögin verði í fullu samræmi við þær kröfur sem leiða má af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtökin Þroskahjálp - 16.11.2022

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálp er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Reykjavíkurborg - 17.11.2022

Meðfylgjandi er umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Öryrkjabandalag Íslands - 17.11.2022

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ um breytingu á lögræðislögum (ýmsar breytingar), mál nr. 292/2022.

Viðhengi