Samráð fyrirhugað 07.11.2022—23.11.2022
Til umsagnar 07.11.2022—23.11.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 23.11.2022
Niðurstöður birtar

Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Mál nr. 211/2022 Birt: 07.11.2022 Síðast uppfært: 24.11.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (07.11.2022–23.11.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Helsta breytingin á regluverki Jöfnunarsjóðs verður nýtt líkan sem leysir núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar-, fasteignaskatts- og grunnskólaframlög af hólmi.

Stefna stjórnvalda er snýr að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem fram kemur í fjármálaætlun 2023-2027, er sú að Jöfnunarsjóður endurspegli breytingar á sveitarstjórnarstiginu og bæti gæði jöfnunarframlaga sjóðsins. Einnig sé þörf á að einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og bæta þar með heildarsýn yfir starfsemi hans.

Markmið lagasetningarinnar er að styðja ofangreinda stefna. Þau eru eftirfarandi:

1. Að sjóðurinn fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar

2. Að sjóðurinn styðji betur við bakið á millistórum sveitarfélögum sem eru með flóknar útgjaldaþarfir

3. Að í regluverki sjóðsins séu innbyggðir hvatar til sameiningar sveitarfélaga

4. Að regluverkið stuðli enn frekar að sjálfbærni sveitarfélaga

5. Að sjóðurinn styðji áfram við veikari byggðir með sérstökum framlögum

6. Að leiðarljós breytinganna verði einföldun regluverks og aukið gagnsæi

Helsta breytingin verður nýtt einfalt og gagnsætt líkan sem sameinar framangreind framlög Jöfnunarsjóðs í eitt framlag. Nýtt jöfnunarlíkan mun byggja á þremur meginstoðum: jöfnun vegna ólíkra tekjumöguleika, jöfnun vegna ólíkrar útgjaldaþarfar og jöfnun vegna sérstakra áskorana. Mun útreikningur framlaga fara fram í þessari röð og hver meginstoð nýtir útkomu þeirrar sem á undan er sem byrjunarreit.

Til greina kemur að breyta III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þá kemur einnig til greina að leggja til sérlög sem kveða á um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 15.11.2022

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um áformaskjalið.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Grýtubakkahreppur - 16.11.2022

Hjálagt er umsögn sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Akureyrarbær - 18.11.2022

Bæjarráð Akureyrarbæjar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpið.

Afrita slóð á umsögn

#4 Bragi Þór Thoroddsen - 22.11.2022

Umsögn er í eigin nafni og hjálögð í skrá.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Skagabyggð - 23.11.2022

Meðfylgjandi er umsögn Skagabyggðar vegna áforma um lagabreytingar um Jöfnunarstjóð sveitarfélaga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Múlaþing - 23.11.2022

Á 68. fundi byggðaráðs Múlaþings 22. nóvember sl., var gerð eftirfarandi umsögn um breytingu á reglugerð nr. 10882012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

„Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu sem hafin er við vinnslu frumvarps um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og styður þær áherslur sem unnið verður samkvæmt er lúta m.a. að betri stuðningi við millistór og fjölkjarna sveitarfélög með flóknar útgjaldaþarfir, hvata til sameiningar sveitarfélaga og einföldun regluverks og aukið gagnsæi.“

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Öryrkjabandalag Íslands - 23.11.2022

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ réttindasamtaka.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Reykjavíkurborg - 23.11.2022

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar um áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Sveitarfélagið Skagaströnd - 23.11.2022

Hjálögð er umsögn sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar.

Alexandra Jóhannesdóttir

sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Jón Eiríkur Einarsson - 23.11.2022

Umsögn um áform um breytingar á lagaumhverfi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Svalbarðstrandarhreppur - 24.11.2022

Sjá viðhengi.

Viðhengi