Samráð fyrirhugað 10.11.2022—08.12.2022
Til umsagnar 10.11.2022—08.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 08.12.2022
Niðurstöður birtar

Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)

Mál nr. 212/2022 Birt: 10.11.2022 Síðast uppfært: 10.11.2022
  • Matvælaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 10.11.2022–08.12.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Áformað er að breyta 6. gr. a í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, sem fjallar um strandveiðar á þann veg að strandveiðar verði aftur svæðaskiptar líkt og var fyrir gildistöku laga nr. 22/2019.

Með lögum nr. 22/2019 var gerð breyting á 6. gr. a. í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, en sú grein fjallar um strandveiðar. Ákvæði 2. mgr. 6. gr. a. var breytt með þeim hætti að ákvæði um skyldu ráðherra til að kveða á um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á tímabil og landsvæði var fellt brott. Þar með var aflaheimildum við strandveiðar ekki lengur skipt á landsvæði heldur miðað við að öll landsvæði veiddu úr sama „pottinum“ þ.e. þeim leyfilega heildarafla sem ráðstafað er til strandveiða.

Afnám svæðaskiptingar strandveiðar hefur verið í gildi sl. 4 ár.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.