Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.11.–8.12.2022

2

Í vinnslu

  • 9.12.2022–31.1.2023

3

Samráði lokið

  • 1.2.2023

Mál nr. S-212/2022

Birt: 10.11.2022

Fjöldi umsagna: 37

Áform um lagasetningu

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)

Niðurstöður

Umsagnir bárust frá 36 aðilum og voru sjónarmið mismunandi. Sumir telja breytingarnar vera neikvætt skref aftur í tímann og að þær muni skapa aukna slysahættu og hafa önnur neikvæð áhrif á aðstæður til strandveiða. Aðrir telja breytingarnar vera til bóta og að þær muni bæta skilyrði til strandveiða. Ráðuneytið lagði mat á umsagnirnar og hafði hliðsjón af þeim við samningu nýs frumvarps. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða) hafa verið birt á samráðsgátt en með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 6. gr. a laganna.

Málsefni

Áformað er að breyta 6. gr. a í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, sem fjallar um strandveiðar á þann veg að strandveiðar verði aftur svæðaskiptar líkt og var fyrir gildistöku laga nr. 22/2019.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 22/2019 var gerð breyting á 6. gr. a. í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, en sú grein fjallar um strandveiðar. Ákvæði 2. mgr. 6. gr. a. var breytt með þeim hætti að ákvæði um skyldu ráðherra til að kveða á um skiptingu landsvæða og aflaheimilda á tímabil og landsvæði var fellt brott. Þar með var aflaheimildum við strandveiðar ekki lengur skipt á landsvæði heldur miðað við að öll landsvæði veiddu úr sama „pottinum“ þ.e. þeim leyfilega heildarafla sem ráðstafað er til strandveiða.

Afnám svæðaskiptingar strandveiðar hefur verið í gildi sl. 4 ár.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is