Samráð fyrirhugað 10.11.2022—08.12.2022
Til umsagnar 10.11.2022—08.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 08.12.2022
Niðurstöður birtar

Áform um lagasetningu - breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði (hnúðlax)

Mál nr. 213/2022 Birt: 10.11.2022 Síðast uppfært: 10.11.2022
  • Matvælaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 10.11.2022–08.12.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, til að lögfesta ákvæði um rannsóknir og veiðar á hnúðlaxi.

Síðustu ár hefur orðið vart mikillar aukningar hnúðlaxa í íslenskum ám. Hnúðlax/bleiklax (Oncorhynchus gorbuscha) er ein af tegundum Kyrrahafslaxa.

Skýra þarf stöðu hnúðlaxins(Oncorhynchus gorbuscha) að lögum. Hefja þarf rannsóknir til að kanna stöðu og útbreiðslu hnúðlax/framandi tegunda í ám á Íslandi og meta þau vistfræðilegu áhrif sem hann kann að hafa.

Til að hægt sé að hefja rannsóknir og grípa til viðeigandi ráðstafana vegna hnúðlaxa/framandi tegunda í íslenskum ám þarf að breyta lögunum.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.