Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.11.–8.12.2022

2

Í vinnslu

  • 9.12.2022–9.4.2023

3

Samráði lokið

  • 10.4.2023

Mál nr. S-213/2022

Birt: 10.11.2022

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Áform um lagasetningu - breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði (hnúðlax)

Niðurstöður

Fimm umsagnir bárust um áformin, þ.e. frá tveimur einstaklingum, tveimur fyrirtækjum og Umhverfisstofnun. Fjórir aðilar byggðu umsagnir sínar á umfjöllun um umhverfisáhrif hnúðlaxa og hvernig sé æskilegt að bregðast við því. Einn aðili gerði tillögu um að frumvarpið taki einnig til strokulaxa en þar sem það er fiskeldi verður ekki fjallað um það í frumvarpinu. Ráðuneytið lagði mat á allar umsagnirnar. Miðað er við að lögfest verði bráðabirgðaákvæði með tilteknum gildistíma sem heimilar veiðar á hnúðlaxi með ádráttarnetum og einnig er sérstök reglugerðarheimild í frumvarpinu.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, til að lögfesta ákvæði um rannsóknir og veiðar á hnúðlaxi.

Nánari upplýsingar

Síðustu ár hefur orðið vart mikillar aukningar hnúðlaxa í íslenskum ám. Hnúðlax/bleiklax (Oncorhynchus gorbuscha) er ein af tegundum Kyrrahafslaxa.

Skýra þarf stöðu hnúðlaxins(Oncorhynchus gorbuscha) að lögum. Hefja þarf rannsóknir til að kanna stöðu og útbreiðslu hnúðlax/framandi tegunda í ám á Íslandi og meta þau vistfræðilegu áhrif sem hann kann að hafa.

Til að hægt sé að hefja rannsóknir og grípa til viðeigandi ráðstafana vegna hnúðlaxa/framandi tegunda í íslenskum ám þarf að breyta lögunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegs

mar@mar.is