Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–24.11.2022

2

Í vinnslu

  • 25.11.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-214/2022

Birt: 9.11.2022

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Drög að Rannsóknaráætlun 2023-2025 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu

Málsefni

Drög að Rannsóknaráætlun 2023-2025 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt reglugerð nr. 20/2020, um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála, skal Ferðamálastofa meta þörf fyrir gagnaöflun, greiningar og rannsóknir, móta rannsóknaráætlun, og láta framkvæma rannsóknir samkvæmt rannsóknaráætlun í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Rannsóknaráætlun er áætlun til þriggja ára um þá gagnaöflun, greiningar og rannsóknir sem stjórnvöldum er nauðsynleg til að taka stefnumótandi ákvarðanir um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi. Rannsóknaráætlun skal mótuð á grunni Jafnvægisáss ferðamála og stefnumótunar stjórnvalda. Samkvæmt reglugerðinni skulu drög að rannsóknaráætlun Ferðamálastofu birt í samráðsgátt stjórnvalda og að loknu samráði gerir stofnunin tillögu að rannsóknaráætlun til ráðherra.

Ráðuneytinu hafa borist drög að rannsóknaráætlun í ferðaþjónustu, frá Ferðamálastofu, fyrir 2023-2025 og eru þau birt hér í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Er hér um fjórðu slíka rannsóknaráætlun að ræða (þær fyrri náðu til 2020-2022, 2021-2023 og 2022-2024). Áætlunin er unnin með aðkomu ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir, sem starfar skv. 6. gr. reglugerðar nr. 20/2020, og er undir forystu Dr. Ragnars Árnassonar, prófessor emeritus.

Í drögum að rannsóknaráætlun 2023-2025 er gerð grein fyrir viðfangsefnum rannsókna á sviði ferðaþjónustu og farið yfir einstök verkefni sem hér segir:

Fjöldi ferðamanna,

Landamærakönnun (lýðfræði, ferðahegðun, upplifun og útgjöld ferðamanna),

Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu,

Könnun á ferðahegðun Íslendinga,

Könnun á ferðahegðun erlendra gesta á völdum þéttbýlisstöðum,

Dreifing ferðamanna um landið,

Greining á fjárhag og rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu,

Gagnagrunnur ferðaþjónustu,

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustu.

Áreiðanlegar tölfræðilegar upplýsingar, rannsóknir og greining gagna er afar mikilvæg í ferðaþjónstu, líkt og í öðrum lykilatvinnugreinum þjóðarinnar (samanber til dæmis sjávarútveg). Áfram verður unnið að því að efla þá þætti og mun það meðal annars koma inn í gerð aðgerðaráætlunar til að fylgja eftir framtíðarsýn (stefnuramma) ferðaþjónustu til 2030, en sú vinna er í undirbúningi innan ráðuneytis ferðamála.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa viðskipta og ferðaþjónustu

mvf@mvf.is