Samráð fyrirhugað 10.11.2022—05.12.2022
Til umsagnar 10.11.2022—05.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 05.12.2022
Niðurstöður birtar 15.03.2023

Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Mál nr. 215/2022 Birt: 10.11.2022 Síðast uppfært: 30.03.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Sjá meðfylgjandi skjal.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 10.11.2022–05.12.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.03.2023.

Málsefni

Lágmarksatriði sem fram þurfa að koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar.

Með lögum nr. 83/2022, sem Alþingi samþykkti í sumar, var mælt fyrir um breytingar á ákvæðum sveitarstjórnarlaga sem fjalla um íbúakosningar sem fram fara á vegum sveitarfélaga. Ýmsar ástæður voru fyrir breytingunum, m.a. voru sveitarstjórnarlög óljós um þær reglur sem eiga að gilda um íbúakosningar þar sem vísað var til kosningalaga með mjög almennum hætti, kröfurnar sem kosningalög gerðu til íbúakosninga sveitarfélaga voru íþyngjandi og kostnaðarsamar og þá lék vafi á því hvaða ráðuneyti hefði leiðbeiningarhlutverk vegna íbúakosninga sveitarfélaga, þar sem sveitarstjórnarlög falla undir ráðuneyti sveitarstjórnarmála en kosningalög undir ráðuneyti dómsmála.

Er nú mælt fyrir um í sveitarstjórnarlögum að íbúakosningar sveitarfélaga fari fram á grundvelli reglna sem sveitarfélög setja sér sjálf, en ráðuneyti sveitarstjórnarmála skal setja reglugerð þar sem mælt er fyrir um þær lágmarkskröfur sem gera þarf til íbúakosninga sveitarfélaga. Vinna hefur staðið yfir í haust um gerð reglugerðar um íbúakosningar og hefur vinnan farið fram í miklu samráði við landskjörstjórn og dómsmálaráðuneytið, auk þess sem Samband íslenskra sveitarfélaga, Þjóðskrá Íslands og Reykjavíkurborg hafa yfirfarið drög af reglugerðinni.

Birt eru drög að reglugerð ásamt minnisblaði þar sem farið er yfir helstu atriði sem fram koma í reglugerðinni. Helsti munurinn á íbúakosningum sveitarfélaga og þeim kosningum sem fram fara á grundvelli kosningalaga eru eftirfarandi:

· Íbúakosningar fara fram á ákveðnu tímabili og ekki er hefðbundinn kjördagur. Tímabilið getur verið minnst 2 vikur og að hámarki 4 vikur.

· Gert er ráð fyrir að ekki fari fram utankjörfundaratkvæðagreiðsla við íbúakosningar sveitarfélaga. Þess í stað er gert ráð fyrir að sveitarfélög hafi póstkosningu sem mælt er fyrir um í reglugerðinni.

· Mismunandi kröfur eru gerðar til íbúakosningu sem er bindandi og ráðgefandi íbúakosningu.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landssamtökin Þroskahjálp - 24.11.2022

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er hér í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sveitarfélagið Hornafjörður - 28.11.2022

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar gerir athugasemd við að reglugerðin taki ekki til rafrænna kosninga sem væri eðlilegt í nútíma samfélagi, að öðru leiti fagnar bæjarráð framkomnum drögum og vonar að þau taki gildi sem fyrst.

Afrita slóð á umsögn

#3 Akureyrarbær - 01.12.2022

Bæjarráð Akureyrarbæjar gerir athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir rafrænum íbúakosningum.

Afrita slóð á umsögn

#4 Telma Halldórsdóttir - 02.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Þjóðskrár Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 KPMG ehf. - 02.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn KPMG ehf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 05.12.2022

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um rg.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Reykjavíkurborg - 05.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

Kveðja,

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

Viðhengi