Samráð fyrirhugað 10.11.2022—12.12.2022
Til umsagnar 10.11.2022—12.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 12.12.2022
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði)

Mál nr. 216/2022 Birt: 10.11.2022 Síðast uppfært: 08.12.2022
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (10.11.2022–12.12.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar til samræmis við tillögur spretthóps vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu. Með breytingunum er stefnt að því að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu með því að heimila afurðastöðvum í sláturiðnaði að tilteknum skilyrðum uppfylltum að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða auk skyldra verkefna í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Félag atvinnurekenda - 23.11.2022

Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Skagafjörður - 24.11.2022

Á 23. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 23. nóvember 2022 var eftirfarandi bókað um mál 216/2022 til samráðs, Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði).

Byggðarráð fagnar framkomnum hugmyndum um möguleika afurðastöðva til hagræðingar í rekstri sem síðan ætti að leiða til hærra afurðaverðs til bænda.

Afrita slóð á umsögn

#3 Jón Frímann Jónsson - 24.11.2022

Að heimila samráð eins og hérna er lagt til með mun eingöngu hækka verðlag til neytenda. Svona einokunarmarkaður kemur alltaf niður á neytendanum og þeim sem framleiða vöruna. Það er einnig spurning hvort að þessi lagadrög standist EES samninginn.

Ef að alvarlegt ástand kemur upp á Íslandi varðandi matvæli. Þá leysir svona lagabreyting ekki neitt og er líkleg til þess að snúast upp í andhverfu sína og gera slæmt ástand verra. Að undirbúa sig fyrir neyðarástand krefst annara lausna en það sem er verið að leggja til hérna.

Afrita slóð á umsögn

#4 Neytendasamtökin - 12.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. - 12.12.2022

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 12.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samkeppniseftirlitið - 12.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Samkeppniseftirlitsins ásamt viðauka.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Bændasamtök Íslands - 12.12.2022

Sjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök fyrirtækja í landbúnaði - 13.12.2022

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi