Í ljósi þeirra athugasemda sem bárust í samráðsferli þótti ljóst að ekki væri tækt að leggja frumvarpið fram. Að því virtu var ákveðið að falla frá framlagningu frumvarpsins.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 10.11.2022–12.12.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.06.2023.
Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.
Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar til samræmis við tillögur spretthóps vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu. Með breytingunum er stefnt að því að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu með því að heimila afurðastöðvum í sláturiðnaði að tilteknum skilyrðum uppfylltum að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða auk skyldra verkefna í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.
Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.
ViðhengiÁ 23. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 23. nóvember 2022 var eftirfarandi bókað um mál 216/2022 til samráðs, Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði).
Byggðarráð fagnar framkomnum hugmyndum um möguleika afurðastöðva til hagræðingar í rekstri sem síðan ætti að leiða til hærra afurðaverðs til bænda.
Að heimila samráð eins og hérna er lagt til með mun eingöngu hækka verðlag til neytenda. Svona einokunarmarkaður kemur alltaf niður á neytendanum og þeim sem framleiða vöruna. Það er einnig spurning hvort að þessi lagadrög standist EES samninginn.
Ef að alvarlegt ástand kemur upp á Íslandi varðandi matvæli. Þá leysir svona lagabreyting ekki neitt og er líkleg til þess að snúast upp í andhverfu sína og gera slæmt ástand verra. Að undirbúa sig fyrir neyðarástand krefst annara lausna en það sem er verið að leggja til hérna.
Meðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði)
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samkeppniseftirlitsins ásamt viðauka.
Viðhengi ViðhengiSjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.
Viðhengi