Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.11.–12.12.2022

2

Í vinnslu

  • 13.12.2022–14.6.2023

3

Samráði lokið

  • 15.6.2023

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-216/2022

Birt: 10.11.2022

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði)

Niðurstöður

Í ljósi þeirra athugasemda sem bárust í samráðsferli þótti ljóst að ekki væri tækt að leggja frumvarpið fram. Að því virtu var ákveðið að falla frá framlagningu frumvarpsins.

Málsefni

Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar til samræmis við tillögur spretthóps vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu. Með breytingunum er stefnt að því að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu með því að heimila afurðastöðvum í sláturiðnaði að tilteknum skilyrðum uppfylltum að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða auk skyldra verkefna í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa landbúnaðar

mar@mar.is