Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.11.–2.12.2022

2

Í vinnslu

  • 3.12.2022–8.1.2023

3

Samráði lokið

  • 9.1.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-218/2022

Birt: 15.11.2022

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Breyting á reglugerð um íslensk vegabréf

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust um reglugerðardrögin. Reglugerðarbreytingin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. desember 2022 og öðlaðist þegar gildi.

Málsefni

Lagt er til að útgefanda ökuskírteinis verði heimilt, að fengnu samþykki umsækjanda, að sækja ljósmynd af honum og rithandarsýnishorn hans úr vegabréfaskrá og nota við útgáfu ökuskírteinis.

Nánari upplýsingar

Með tillagðri breytingu er tekið skref í átt að því að gera umsókn um ökuskírteini stafræna að öllu leyti. Það er til þess fallið að einfalda umsóknarferlið og mun væntanlega fækka heimsóknum til sýslumannsembætta.

Andlitsmynd telst til viðkvæmra persónuupplýsinga og þar sem miðlun samkvæmt tillagðri breytingu er til hagræðis en stafar ekki af nauðsyn er lagt til að miðlun verði einungis heimil að fengnu samþykki umsækjanda. Er þá gert ráð fyrir að umsækjandi hafi val um hvort hann leggur fram nýja mynd eða mynd verður sótt í vegabréfaskrá og að veiting þjónustunnar sé því ekki háð samþykki hans fyrir miðluninni. Sömu sjónarmið eiga við um rithandarsýnishorn.

Hvað varðar tæknilega útfærslu stendur til að sett verði tenging milli netþjóna hlutaðeigandi stofnana sem felur ekki í sér aukakostnað heldur fellur það undir verkefni sem er þegar í gangi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

dmr@dmr.is