Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.11.2022–29.11.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.12.2022.
Markmið frumvarpsins að formbinda samráð milli safnafólks og stjórnvalda annars vegar og hins vegar að samræma skipunartíma forstöðumanna höfuðsafna á Íslandi.
Frumvarpið er breytingalagafrumvarp sem breytir þrennum lögum: safnalögum, nr. 141/2011, lögum um Þjóðminjasafn Íslands, nr. 140/2011 og lögum um Náttúruminjasafn Íslands, nr. 35/2007. Í fyrsta lagi er við safnalög bætt ákvæði þess efnis að árlega fari fram samráðsfundur ráðherra með safnaráði og safnafólki. Í öðru lagi er bætt við lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um Náttúruminjasafn Íslands ákvæði um skipunartíma forstöðumanna. Tilefni lagasetningarinnar eru samráðsfundir sem menningar- og viðskiptaráðherra átti með fulltrúum safnafólks haustið 2022. Nauðsynlegt var talið að komið yrði á formlegu samráði milli aðila annars vegar og hins vegar hugað að samræmdum skipunartíma forstöðumanna höfuðsafna á Íslandi. Höfuðsöfnin eru þrjú: Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Ákvæði eru þegar til staðar í myndlistarlögum, nr. 64/2012, varðandi skipunartíma forstöðumanns Listasafns Íslands þess efnis að heimilt sé að endurnýja skipun safnstjóra einu sinni til fimm ára, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Í frumvarpinu er sams konar ákvæði bætt við lög um Náttúruminjasafn Íslands og lög um Þjóðminjasafn Íslands.
Meðfylgjandi er umsögn Náttúruminjasafns Íslands við frumvarpi til laga um breytingu á safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn Íslands (samráð og skipunartími). Mál nr. 220/2022.
Með þökkum fyrir samráðið.
Hilmar J. Malmquist forstöðumaður.
Viðhengi
Í viðhengi er umsögn Félags fornleifafræðinga um frumvarp til laga um breytingu á safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn Íslands (samráð og skipunartími).
Kærar kveðjur,
Gylfi Helgason, f.h. stjórnar Félags fornleifafr.
ViðhengiGóðan dag.
Viðfest er umsögn Minjastofnunar Íslands vegna frumvarps til laga um breytingu á safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn Íslands (samráð og skipunartími).
Fyrir hönd Minjastofnunar,
Gísli Óskarsson
sviðsstjóri lögfræðisviðs
ViðhengiStjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi (FÞÍ) fagnar þeim breytingum sem fram koma í 1 gr. frumvarpsins, þar sem safnaráði er falin sú ábyrgð að stofna til samráðsvettvangs milli safnasviðsins og ráðuneytis. Við teljum að þessi breyting verði til að auka traust á milli fagfólks og ráðuneytis og tryggi enn frekar gott samstarf milli safna á Íslandi og ráðherra. Við fögnum sérstaklega og teljum mikilvægt að fulltrúar frá fagfélögum sem helst tengjast málefnasviði safna, en eiga ekki fulltrúa í safnaráði, séu þátttakendur á samráðsfundunum, s.s. frá félögum fornleifafræðinga, sagnfræðinga, þjóðfræðinga og listfræðinga.
Þá fögnum við þeim breytingum sem fram koma í 2. og 3. gr. frumvarpsins þar sem skipunartími forstöðumanna höfuðsafnanna þriggja er samræmdur. Við teljum að breytingin feli í sér aukið jafnræði milli safnanna, verði til að styrkja faglega stjórn hverrar stofnunar og tryggi að endurnýjun þekkingar verði með eðlilegum hætti við stjórnun þessara mikilvægu menningarstofnana.
Við viljum þó sérstaklega benda á að til þess að auka gagnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð enn frekar er mikilvægt að ráðherra auglýsi stöður forstöðumanna höfuðsafnanna þriggja. Í þessu samhengi bendum við sérstaklega á 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um Listasafn Íslands, nr. 171/2014. Samkvæmt ákvæðinu ber ráðherra ávallt skylda til að auglýsa starf forstöðumanns Listasafns Íslands, eftir að lögbundnum skipunartíma lýkur. Við teljum æskilegt að sami áskilnaður eigi við um Þjóðminjasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands og teljum að slík ákvæði ættu heima í lögum um Þjóðminjasafn Íslands, nr. 140/2011 og lögum um Náttúruminjasafn Íslands, nr. 35/2007.
Virðingarfyllst
Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi
Anna Karen Unnsteins, formaður
Arndís Hulda Auðunsdóttir, gjaldkeri
Gunnar Óli Dagmararson, ritari
Sigurlaug Dagsdóttir, meðstjórnandi
Sandra Björg Ernudóttir, meðstjórnandi
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Þjóðminjasafns Íslands um frumvarp til laga um breytingu á
safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn
Íslands (samráð og skipunartími).
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn safnaráðs varðandi mál nr. 220/2022 í samráðsgátt stjórnvalda, um frumvarp til laga um breytingu á safnalögum nr. 140/2011, lögum um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og lögum um Náttúruminjasafn Íslands nr. nr. 35/2007, um samráð og skipunartíma.
Viðhengi