Samráð fyrirhugað 16.11.2022—16.12.2022
Til umsagnar 16.11.2022—16.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 16.12.2022
Niðurstöður birtar 01.03.2023

Drög að reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa

Mál nr. 221/2022 Birt: 16.11.2022 Síðast uppfært: 01.03.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Ráðuneytið hefur yfirfarið umsagnir og gert breytingar á drögunum eftir samráð innan ráðuneytisins og við Hafrannsóknarstofnun. Var reglugerðin gefin út með breytingum. Ráðuneytið þakkar innsendar umsagnir og telur að þær hafi gert drögin betri. Sjá meðfylgjandi skjal.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.11.2022–16.12.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 01.03.2023.

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa.

Í október 2021 skilaði Hafrannsóknastofnun skýrslu til ráðuneytisins um verndun viðkvæmra botnvistkerfa. Markmið skýrslunnar var að gefa yfirlit um þau svæði þar sem viðkvæm botnvistkerfi finnast, hvað vitað sé um þau, hvar skorti þekkingu og hvaða rök geti staðið til að loka þessum svæðum með varanlegri hætti eða á öðrum forsendum en nú er gert. Einnig fjallar skýrslan um einkennistegundir viðkvæmra vistkerfa og hvenær þéttleiki þeirra sé slíkur að svæði teljist innihalda viðkvæm vistkerfi.

Drög að reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa eru nú kynnt í samráðsgátt. Ætlunin er að í einni og sömu reglugerð verði sameinuð ákvæði um verndun viðkvæmra vistkerfa á hafsbotni fyrir botnveiðum. Í reglugerðinni eru þrjú ný svæði til verndunar viðkvæmra botnvistkerfa á hafsbotni, þar sem botnveiðar verða óheimilar. Þá hafa verið færð inn í reglugerðina fimm svæði þar sem allar veiðar með línu og/eða fiskibotnvörpu hafa verið óheimilar, en þau svæði eru nú í reglugerð um friðunarsvæði við Ísland og hafa flest verið lokuð fyrir fyrrgreindum veiðum mjög lengi eða allt frá árinu 1971. Einnig hafa tíu svæði til verndunar kóralla verið færð inn í reglugerðina, en þar hafa botnveiðar verið óheimilar í hluta þeirra í tæp tuttugu ár. Alls er í drögunum lagt til að allar botnveiðar verði bannaðar á átján svæðum. Á þessum svæðum verða því eingöngu leyfðar veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót. Svæðin sem hér um ræðir munu taka til tæplega 2% af efnahagslögsögu Íslands.

Meðfylgjandi er skýrsla Hafrannsóknastofnunar og kort af svæðunum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Oddur Jóhann Brynjólfsson - 15.12.2022

Góðan dag,

Oddur heiti ég og er annar af skipstjórum togarans Björgvin EA 311

Ég las drög frá SFS og Félagi skipstjórnarmanna sem ég tek undir heilshugar.

En ég vil samt bæta við athugasemder varðandi drög að þessum lokunum.

Á Vestfjarðarmiðum eru miklir straumar sem hafa haldið uppi lífríki í tugi ára og tel ég ekki togveiðar ógna því.

Mín skoðun sú að ekki verið að vernda ósnortið lífríki þegar búið er að toga eins miðið og búið er að gera, miklu nær væri að loka t.a.m drekasvæðinu norðaustast í efnahagslögsögunni auk þess að loka þá líka svæðum suður af landi við Reynisdýpi og þar í kring þar sem enginn hefur verið að toga.

Ein af grunnstoðum efnahags okkar eru fiskveiðar og finnst mér mikil hætta fólgin í því að loka svona stórum svæðum.

Drögin að þessu hólfi við Vestfjarðarmiðin gætu orðið stór fiskmið í framtíðinni ef straumar breytast og hitaskilin skildu færa sig dýpra, auk þess er þetta togsvæði fyrir rækju.

Svo vil ég benda á að skipstjórnarmenn eru ábyrgir og ef þeir lenda að toga þar sem er kórall þá draga þeir þar ekki aftur.

Virðingarfyllst

Oddur Brynjólfsson 190186-2109

Afrita slóð á umsögn

#2 Stefán Viðar Þórisson - 15.12.2022

Góðan daginn

Ég er algjörlega sammála SFS og Félagi Skipstjórnarmanna með þær athugasemdir sem þeir gera við frumvarpið og vil bæta við eftirfarandi…

Ég tel að lokun á þekktum veiðislóðum (togslóðum) sé ekki til að vernda ósnortið lífríki og viðkvæm svæði. Til dæmis á Vestfjarðarmiðum eru miklir straumar sem hafa haldið uppi lífríki eins lengi og elstu menn muna og tel ég að togveiðar ógni því EKKI. Frekar ætti að horfa til svæða sem eru algjörlega ósnortin eins og Drekasvæðið sem dæmi, sem og svæðum djúpt suður af landi við Reynisdýpi og þar í kring þar sem enginn hefur verið að toga á. Það eru svæði í kringum Ísland þar sem ekki eru stundaðar veiðar og ætti að skoða þau svæði fyrst.

Ein af grunnstoðum efnahags okkar eru fiskveiðar og finnst mér mikil hætta fólgin í því að loka svona stórum hólfum (hvergi í Noregi, Svalbarða eða Austur-Grænlandi er að finna t.d jafnstóra lokun og Breiðafjarðarlokunin er)

Drögin að þessu hólfi við Vestfjarðarmiðin gætu alveg orðið stór fiskmið í framtíðinni ef straumar breytast og hitaskilin skildu færa sig dýpra, auk þess er þetta togsvæði fyrir rækju. Það sem á við í dag á endilega ekki við eftir 100 ár og við verðum að geta bakkað til baka þegar aðstæður breytast í framtíðinni. Við megum ekki binda hendur afkomenda okkar og taka af þeim sjálfsákvörðunarréttinn.

Svo vil ég benda á að skipstjórnarmenn eru ábyrgir og ef þeir lenda að toga þar sem er kórall eða viðkvæmt lífríki þá færa menn sig annað.

Virðingarfyllst

Stefán Viðar Þórisson skipstjóri Snæfell EA 310

Afrita slóð á umsögn

#3 Guðmundur Freyr Guðmundsson - 15.12.2022

Góðan dag. Stundum skilur maður ekki alveg hvert fólk er að fara, sérstaklega þau sem aldrei hafa verið á sjó, þegar umræða skapast kringum sjómennskuna, svona almennt, en nú er maður gáttaaður með hvert stefnir með þessari umræðu um verndun á botninum á landgrunninu þar sem við höfum dregið troll í áratugi og er okkur mikilvæg veiðisvæði. Hef verið skipstjóri í c.a 25 ár, á sjó í 40 ár, og nánast bara verið á trollveiðum þann tíma og tel mig þekkja þessi mið sem tilgreind eru nokkuð vel. Jú það VAR þannig þega maður var að byrja á sjó, c.a fyrstu 10-15 árin, þekktist það að kórall og gróður kom upp með veiðafærinu á vissum svæðum sem voru lítið dregin og menn voru að þreifa sig áfram, búa til þessi fiskimið sem við sem þjóð njótum góðs af í dag. Maður tekur að menn hafi þurft að gera þetta á sínum tíma, gamla daga, til að "kortleggja" okkar fiskimið . Þá var þessi hugsun ekki komin um botn lífríkið sem er gott og gilt í dag og er frábært. Þetta eru í dag mjög gjöful fiskimið fyrir þjóðina sem menn fundu eða "bjuggu" til með að fikra sig áfram með þeim græjum sem voru til þá,dýptarmæli og loran, annað en það er í dag.. Ég man ekki eftir að hafa fengið á mínum skipstjórnarferli kóral sem dæmi, allavega þá er mjög langt síðan þannig ég man það ekki. Gróður,mjög sjaldan svampur, kemur annað slagið þegar við prófum á þekktum svæðum þegar ekki hefur verið dregið þar lengi, eðlilega þar sem botninn fær frið jafnvel í nokkur ár og nær að jafna sig.. Það hefur orðið gríðaleg breyting á veiðafærunum -mælitækjum og tækjabúnaði á millidekki síðan ég byrjaði. Í dag getum við miklu betur stjórnað því hvernig trollið situr á botninum sem dæmi í "kartöflugarðinum" þá fengu menn upp mikið af "ostakúlum" þegar menn "rákust" á grálúðu þar eftir margar tilraunir gegnum árin með litlum árangri. Þetta svæði þekkist líka undir sem partur af Dornbanka svæðinu þar sem voru gjöful rækjumið fyrir mörgum árum Menn voru fljótir að bregðast við því með að láta trollinu sitja laust til að losna við þetta því bæði skemmdi það aflan-veiðafærin og einnig þar sem búnaðaurinn á millidekki er orðin það mikill og viðkvæmur fyrir öllu sem viðkemur svona. Hólfið ,renningurinn, sem er verið að setja inn við kanntinn við Halann, þar eru okkar þekktustu fiskimið fyrir þorskveiðum. Nyrsti parturinn norðan við gjánna er þekkt rækjumið í gamla daga og ekki man ég eftir að með hafi verið að fá gróður þar upp!!óskiljanleg lokun. Þetta svæði er þekkt fyrir að vera hart svæði og ekki er maður var við að fá nokkurs konar gróður þarna, ef eitthvað er þá er það grjót eins menn geta fengið nánast allstaðar sem við erum að draga á þessum hefbundu svæðum í kringum landið. Það er samt orðið mjög sjaldgjæft að menn fái meira að segja grjót þar sem mikil þrón hefur orðið á mælitækjum og veiðafærum-úr 18" bobbingjalengjum í 21-28" hoppara og einum loran og dýptamæli í ........ veit eki havr skal byrja og stoppa að telja upp:)) Semsagt bylting í þessu sem er þessa valdandi að menn eru algjörlega meðvitandi um hvað/hvernig skal bregðast við EF menn verða varir við eithvað sem er óæskilegt sem kemur ó veiðafærin. Viðurkenni alveg að ég skil ekki á hvað vegferð við erum með þessu. Miðað við útbreiðslukortin á hinum og þessum "gróðri" þá gætum við alveg eins friðað allt hafsvæðið innan lögsögunnar! Skil alveg að vernda þurfi lífríkið á botninum en við erum með rosa stórt svæði innan okkar lögsögu sem ekki er dregið á og verðu líklega ekki gert með botntrolli vegna dýptar eða botnlags. Er það ekki nóg? En ætla að fara setja hólf hingað og þangað á þekktum togsvæðum finnst með mjög langt gengið, Búið að draga þarna í áratugi og nú á allt í einu að friða þau vegna lífríkis!!! Hverjum erum við að gera til "geðs"með þessu, okkur/þjóðinni sem lífum á þessu eða einhverjum "friðunarsamtökum" útí heimi. Nú er að vera að tala um verndarráðstöfun uppá 2% en maður hefur heyrt að í framtíðinni sé að vera að stefna á 30%!!!!Tel bara að við þurfum að passa okkur vel að afsala okkur ekki eigin "skynsemi" í þessum málum til að þokknast öðrum en okkur sjálfum/þjóðinni. Þegar búið er að gefa fordæmi þá getur verið erfitt að bakka út þegar áhugi yrði allt í einu fyrir því í framtíðinni þegar/ef menn sæju að gengið hefði verið of langt í þessum málum bara svona tengd umræðunni um sjálbærni sem dæmi. Það hefur orðið svakaleg breyting á umgengni um auðlindina okkar síðan ég byrjaði, bara tengd öllu sem því viðkemur. Miðað við hvernig þetta er í dag og hvernig þetta var þegar ég var að byrja á sjó þá vill maður bara gleyma því rugli!! Allir eru mjög meðvitaðir um að þetta er matarkistan okkar og við göngum vel um hana..Vonandi munum við ekki missa tökin á þessum málum eingöngu til að vera "viðurkennd" í einhverjum samtökum því við erum algjörlega sjálfbær um að taka ákvarðanir fyrir okkur sjálf með okkar/þjóðarinnar hagsmuni í fyrirúmi.

Kv Guðmundur Freyr Guðmundsson skipstjóri á Björgu EA-7

Afrita slóð á umsögn

#4 Landssamband smábátaeigenda - 15.12.2022

Umsögn frá Landssambandi smábátaeigenda við mál nr.221/2022. Við drög að reglugerð um

verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa.

Samráðsgátt stjórnvalda

Matvælaráðuneytið

Umsögn frá LS við drög að reglugerð um

verndarráðstafanir vegna viðkvæmra

hafsvæða og botnvistkerfa Mál nr. 221/2022.

15. desember 2022

Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um vernd viðkvæmra botnvistkerfa er hvergi getið um rask af völdum veiða með handfærum. 7. gr. reglugerðardraga fjallar um „Verndun lítt raskaðra hafsvæða“. Upphafsliður greinarinnar er eftirfarandi:

„Allar veiðar, nema veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu

og hringnót, eru óheimilar á eftirfarandi svæðum:“

Þannig að ekki verði sá skilningur hafður á einstaka ákvæðum reglugerðarinnar fer LS þess á leit að auk þeirra veiðarfæra sem nefnd eru í 7. gr. verði handfæri tilgreind.

LS bendir á að smábátaeigendur hafa um árabil stundað handfæraveiðar á Hornbanka og á stóru svæði á NA-horni landsins. Óbreytt yrðu reglugerðardrögin til þess að endi væri bundinn á þær veiðar.

Virðingarfyllst

Örn Pálsson

framkvæmdastjóri

Afrita slóð á umsögn

#5 Hólmsteinn Björnsson - 15.12.2022

Fyrirtæki mitt gerir út 2 12 mtr smábáta, til netaveiða og handfæraveiða frá Raufarhöfn.

Á síðasta fiskveiðiári voru aflatekjur þeirra 148 millj.

Þar af námu tekjur af handfæraveiðum 55 mill, eða 37 % af aflaverðmæti bátanna.

Nánast allur þessi afli er tekinn á því svæði sem verið er að leggja til að loka.

6 - 9 kg meðalþyngd, eftirsóttasti fiskur á landinu.

Það er fráleitt að loka þessu svæði fyrir handfæraveiðum.

Hólmsteinn Björnsson

Afrita slóð á umsögn

#6 Stefán Sveinsson - 15.12.2022

Góðan dag.

Stefán Sveinsson heiti ég og stunda handfæraveiðar, mér þykir þessi hugmynd um að loka Hornbankanum fyrir handfæraveiðum alveg galin ég hef verið á Hornbankanum í all nokkur skipti á handfærum ég hef aldrei tapað sökku þar þannig að ég hef miklar efasemdir um að þar sé kórall og þar fyrir utan það þá eru handfæraveiðar stundaðar þar í 1-3 mánuði á ári, ég skil bara ekki þetta og er alfarið á móti því að handfæraveiðar verði bannaðar á Hornbanka, það er grátlegt að hafró fái slíkar hugmyndir því á sama tíma þá er sjálfsagt að þeirra mati að togveiðar séu í lagi t.d á Selvogsbanka á hrygningartíma þar má toga á meðan fiskurinn er að undirbúa hrygningu og þar má toga eftir að fiskurinn er búin að hryggna þar skrattast trollin í gegnum hrygninguna (hrogn og svil) síðan finnur Hafró ekkert ungviði.

Við skulum loka Hornbankanum fyrir handfærum þá fer þetta allt uppávið, nei í alvöru þetta gerir mann brjálaðan.

Kv. Stefán Sveinsson Hrund HU 15

Afrita slóð á umsögn

#7 Halldór Ármannsson - 15.12.2022

Ég vil byrja á því að lýsa furðu minni á þessri reglugerð eins og hún er sett fram. Í henni er stuðst við rannsóknir sem spanna um 20 ár frá Hafrannsóknastofnun og gögn frá öðrum erlendum hafrannsóknastofnunum.

Í kynningu að drögum að reglugerðinni kemur þetta fram :

"Ætlunin er að í einni og sömu reglugerð verði sameinuð ákvæði um verndun viðkvæmra vistkerfa á hafsbotni fyrir botnveiðum. Í reglugerðinni eru þrjú ný svæði til verndunar viðkvæmra botnvistkerfa á hafsbotni, þar sem botnveiðar verða óheimilar."

Ég spyr og vil jafnframt biðja þá sem um þetta mál fjalla að velta fyrir sér: Hvað eru botnveiðar ?

Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar kemur eftirfarandi fram :

"Skilgreini botnveiðisvæði þar sem veiðar hafa verið stundaðar undanfarin 20 ár (eða annað árabil ef slíkt lýsir veiðum undanfarinna áratuga betur), með botnveiðarfærum (botnvörpur, dragnót, net, lína, plógur). Óskað er eftir því að slík samantekt verði gerð með þeim hætti að hægt verði annars vegar að skilgreina veiðisvæði mismunandi botnveiðarfæra aðskilið en einnig að fram komi skilgreint svæði fyrir öll botnveiðarfæri saman. Í skýrslu um samantektina komi fram hnit afmarkaðra svæða, flatarmál, kort af hverju svæði og yfirlitskort af botnveiðisvæðum á Íslandsmiðum."

Í þessari tilvitnun kemur fram upptalning á því sem Hafrannsóknastofnun telur að séu botnveiðarfæri en öll þessi

veiðarfæri geta veitt botnfisk eða bolfisk.

Í drögum að reglugerðinni er sjötta greinin svohljóðandi :

6. gr.

Almennt um hafsvæði.

"Í fiskveiðilandhelgi Íslands eru skilgreind hafsvæði samkvæmt þessari reglugerð þar sem annars vegar er óheimilt að stunda veiðar með veiðarfærum sem hafa verulega neikvæð áhrif á og snerta hafsbotninn og hins vegar veiðar sem háðar eru öðrum takmörkunum."

Og svo sjöunda greinin :

7. gr.

Verndun lítt raskaðra hafsvæða.

Allar veiðar, nema veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót, eru óheimilar á eftirfarandi svæðum:

A. Suðvestur af Reykjanesi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

1. 63°11,70 ́N - 24°25,85 ́V 3. 63°06,00 ́N - 24°25,70 ́V

2. 63°09,00 ́N - 24°24,00 ́V 4. 63°03,00 ́N - 24°32,00 ́V

5. 63°01,40 ́N - 24°38,00 ́V 7. 62°58,70 ́N - 24°44,70 ́V

6. 63°01,00 ́N - 24°37,80 ́V 8. 63°03,36 ́N - 24°55,51 ́V

B. Fyrir Vesturlandi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

1. 65°36,00 ́N - 26°35,00 ́V

2. 65°29,00 ́N - 26°46,00 ́V

3. 64°38,00 ́N - 26°46,00 ́V

4. 64°38,00 ́N - 26°40,00 ́V

5. 64°00,50 ́N - 26°07,66 ́V

6. 63°53,00 ́N - 26°13,00 ́V

7. 63°50,00 ́N - 26°09,00 ́V

8. 63°50,00 ́N - 25°40,00 ́V

9. 63°53,00 ́N - 25°07,00 ́V

10. 63°38,00 ́N - 25°45,00 ́V

11. 63°26,77 ́N - 25°23,25 ́V 12. 63°21,95 ́N - 25°39,65 ́V 13. 63°24,00 ́N - 25°45,00 ́V 14. 63°35,00 ́N - 26°06,00 ́V 15. 63°44,29 ́N - 26°28,72 ́V 16. 63°53,00 ́N - 26°32,00 ́V 17. 64°25,00 ́N - 26°58,00 ́V 18. 64°55,00 ́N - 27°14,00 ́V 19. 65°26,00 ́N - 27°16,00 ́V 20. 65°36,00 ́N - 26°55,00 ́V.

C. Norðaustur af Horni. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

1. 66°45,30 ́N - 21°45,00 ́V

2. 67°02,95 ́N - 21°45,00 ́V

3. 67°06,50 ́N - 20°48,50 ́V

4. 67°04,00 ́N - 20°42,00 ́V

5. 66°50,00 ́N - 20°56,17 ́V

6. 66°50,00 ́N - 21°08,48 ́V

7. 66°39,87 ́N - 21°19,02 ́V.

D. Fyrir Norðausturlandi. Svæðið markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

1. 66°51,80 ́N – 15°52,75 ́V

2. 66°41,20 ́N – 14°14,20 ́V

3. 66°40,00 ́N – 14°07,45 ́V

4. 66°36,85 ́N – 13°56,60 ́V

5. 66°31,10 ́N – 14°11,00 ́V

6. 66°32,30 ́N – 14°14,45 ́V

7. 66°33,10 ́N – 14°17,70 ́V

8. 66°36,70 ́N – 14°48,80 ́V

9. 66°41,10 ́N – 15°29,00 ́V

10. 66°43,80 ́N – 15°56,10 ́V.

E. Á Langanesgrunni. Svæðið er markast af línu sem dregin er á milli eftirfarandi hnita:

1. 66°36,39 ́N - 13°57,27 ́V

2. 66°40,53 ́N - 13°47,16 ́V

3. 66°37,72 ́N - 13°37,58 ́V

4. 66°31,81 ́N - 13°42,41 ́V

5. 66°29,29 ́N - 13°39,41 ́V

6. 66°38,28 ́N - 13°10,60 ́V

7. 66°48,28 ́N - 13°28,79 ́V

8. 66°48,29 ́N - 13°47,64 ́V

9. 66°55,07 ́N - 14°01,34 ́V

10. 66°40,00 ́N - 14°15,00 ́V.

Þarna kemur fram upptalning og staðsetning veiðisvæða.

Og þarna kemur fram að ALLAR AÐRAR VEIÐAR en veiðar með flotvörpu og hringnót á uppsjávarfiski verði BANNAÐAR.

Í upptalningu á botnveiðarfærum í skýrslu Hafró eru veiðar með handfærum hvergi nefndar en þær hafa verið stundaðar á mörgum þessara svæða í áratugi og þrátt fyrir að svæðin hafi verið lokuð fyrir öðrum veiðarfærum.

Á þessum svæðum er mikið veitt af stórum og verðmætum þorski og ufsa.

Mín spurning er þessi : á virkilega að fara að loka þessum gjöfulu fiskimiðum fyrir veiðum með handfærum, umhverfisvænustu veiðarfærum sem notuð eru við fiskveiðar í dag.

Hvert erum við kominn í vitleysunni ef þetta verður raunin ?

Halldór Ármannsson

Trillukarl.

Afrita slóð á umsögn

#8 Eysteinn Gunnarsson - 15.12.2022

Eysteinn Gunnarsson heiti ég

Mér finnst það mjög furðulegt að það sé enginn greinarmunur gerður á veiðarfærum í þessari friðun. Ég hef stundað handfæraveiðar á Hornbanka undanfarin ár mis margar ferðir og vil ekki trúa því að fjórar 2,5 kg sökkur sem koma við botn annað slagið skaði botninn til jafns við botnvörpuveiðar. Því fer ég þess á leit að það verði gerður meiri greinarmunur á veiðarfærum

Eysteinn Gunnarsson

Steinunn ST 26

Afrita slóð á umsögn

#9 Hörður Ingimar Þorgeirsson - 15.12.2022

Ég mótmæli því harðlega að þessi reglugerð verði samþykkt, ég stunda handfæraveiðar frá Raufarhöfn og hef gert um árabil veitt á þessu svæði sem stendur til að friða fyrir handfæraveiðum.

í júlí, ágúst,og sep veiðist stór og góður þorskur og eins ufsi í oktober og nóvember.

Þetta eru okkur sem búum á NA horninu mjög mikilvæg mið og ef loka á fyrir þessar veiðar þá getur maður pakkað saman og flutt í burtu.

þessi friðun er kannski einn liður í að styrkja brothættar byggðir eins og t.d Raufarhöfn

Hörður Þorgeirsson Raufarhöfn

Kristín ÞH 15

Afrita slóð á umsögn

#10 Ellert Jósteinsson - 15.12.2022

Mér finnst það mjög furðulegt að það sé enginn greinarmunur gerður á veiðarfærum í þessari friðun. Ég hef stundað handfæraveiðar á Hornbanka undanfarin ár mis margar ferðir og vil ekki trúa því að fjórar 2,5 kg sökkur sem koma við botn annað slagið skaði botninn til jafns við botnvörpuveiðar. Því fer ég þess á leit að það verði gerður meiri greinarmunur á veiðarfærum

Ellert jósteinsson

Sæbyr st25

Afrita slóð á umsögn

#11 Guðni Már Lýðsson - 15.12.2022

Guðni Már Lýðsson heiti ég og bý ég á Skagaströnd

Ég leggst alfarið á móti þessum hugmyndum um lokun stórra svæða fyrir handfæri og línu sem eru umhverfisvænustu veiðar sem hægt er að stunda. Þá sérstaklega er ég á móti lokun á Hornbanka sem er mér næst af þessum svæðum.

Á Skagaströnd hefur verið mikil uppbygging á smábátaútgerð síðastaliðin ár og hafa sjómenn á Skagaströnd og í öllum Húnaflóa mikið sótt á Hornbankann sem nú stendur til að loka. Já loka fyrir ÖLLUM veiðum nema flotvörpu og nót sem sennilega drepa mest allra veiðfæra af seiðum.

Ég spyr mig að því hvort það sé búið að taka það inn í dæmið hvað þetta glórulausa rugl mun kosta lítil brothætt sveitfélög allt í kringum landið.

Hér á Skagaströnd hefur oft verið mikið landað af fiski sem veiddur er á Hornbanka á færi bæði af heimamönnum og mönnum sem koma hingað til að sækja á Hornbankann með tilheyrandi tekjum fyrir höfnina okkar/sveitarfélagið Skagaströnd og önnur fyrirtæki hér á staðnum. Því liggur það í augum uppi að svona aðgerð hefur neikvæð áhrif á lítil sveitarfélög út á landi eins og Skagaströnd.

Guðni Már Lýðsson

Formaður

Smábátafélagið Skalli

Afrita slóð á umsögn

#12 Oddur Vilhelm Jóhannsson - 15.12.2022

Sæl

Undirritaður mótmælir harðlega öllum fyrirhuguðum hugmyndum um lokun veiðisvæða fyrir utan NA landi fyrir handfærum.

Ég harma að slíkar hugmyndir skuli vera til umræðu, að loka svæðum fyrir handfærum sem að lang mestu leyti hafa gefið af sér mjög vænan fisk.

Og eins og komið hefur fram hjá öðrum sem hafa tjáð sig hér á undan er svo margt sem mælir gegn þessum hugmyndum um lokun(verndun) þessara veiðisvæða.

Virðingarfyllst Formaður Fonts Oddur V Jóhannsson

Afrita slóð á umsögn

#13 Sigurður Ragnar Kristinsson - 15.12.2022

Undirritaður er skipstjóri á neta og dragnótabátnum Geir ÞH og geri jafnframt út handfærabát í frístundum. Ég er almennt fylgjandi verndun kóral og viðkvæmra botnsvæða en tel að þar þurfi að vanda talsvert betur til verka en gert er í þessari reglugerð. Ég vil gera sérstakar athugasemdir við þau svæði sem standa mér næst, D og E í reglugerð, út af Þistilfirði og á Langanesgrunni. Bæði hafa verið lokuð fyrir trolli og línu áratugum saman og var lokað vegna hás hlutfalls smáfisks í afla á sínum tíma en ekki vegna verndunar viðkvæmra botnsvæða. Síðustu 40 ár hefur Geir Þh jafnan stundað veiðar með ufsanetum hluta úr ári á nokkrum blettum NA úr Hraunhafnartanga og á Kjölsenbanka, þeir eru flestallir á D svæði og leggjast þær veiðar af verði þessi reglugerð að veruleika. Handfærabátar víða að , bæði strandveiði og kvótabátar veiða stóran og verðmætan þorsk á báðum svæðum síðsumars og fram eftir hausti, veiðisvæði smábáta skerðist verulega og færist nær landi í smærri og verðminni fisk ef reglugerðin verður staðfest óbreytt. Við lestur skýrslu hafró sem virðist vera grunnurinn að þessari reglugerð, vakna fjölmargar spurningar. Ætla rétt að tæpa á þeim helstu: 1. Í beiðni ráðuneytis til Hafró í lið 4 er að finna eftirfarandi:"Í þessu sambandi þarf að meta áhrif ólíkra

veiðarfæra á mismunandi viðkvæm botnvistkerfi. " í fimm blaðsíðna svari hafró við lið 4 er hvergi að finna stafkrók um mismunandi áhrif veiðarfæra á hafsbotninn og mætti ætla að stofnunin legði handfæra,neta og trollveiðar að jðfnu? 2. Rökin sem eru færð fyrir algjörri lokun á svæði D eru eftirfarandi: "Langtímalokun í 45 ár og mikilvægt sem slíkt" Er réttlætanlegt að banna handfæra og netaveiðar á D svæði og skerða afkomumöguleika fjölda sjómanna og útgerða með afþvíbara rökum? Sömu rök eru varðandi E svæði að viðbættu "Vísitegundir finnast innan

svæðisins (svampar og

sæfjaðrir (óbirt gögn). " Ekki eru færð rök fyrir hvernig handfæra og netaveiðar skaði þessar vísitegundir. Að lokum: Ef fleiri þúsund ferkílómetrar væru friðaðir á landi þyrfti umhverfismat með víðtæku samráði við alla hagsmunaaðila þar sem allir kostir og gallar væru dregnir fram áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Því er ekki að heilsa í friðunaraðgerðum til sjós og mér þykir leitt að sjá hversu lítið samráð bæði ráðuneyti og Hafró hafa við hagsmunaaðila og starfandi sjómenn við útfærslu fyrirhugaðra verndarsvæða en vona að tekið verði tillit til ofangreindra athugasemda. Með kveðju, Sigurður R Kristinsson

Afrita slóð á umsögn

#14 Gísli Páll Guðjónsson - 15.12.2022

Það er ekkert gáfulegt við það að loka þessum svæðum fyrir handfæraveiðum. Það getur ekki verið að fólk sem kennir sig við vísindi setji á sama stall handfæra veiðar og botnvörpu veiðar, það er eitthvað annað en vísindi ef það er gert.

Gísli Páll Guðjónsson

Valdís ÍS 889

Afrita slóð á umsögn

#15 Klemens Georg Sigurðsson - 15.12.2022

Sæl.

Undirritaður vill mótmæla drögum þessum að reglugerð og jafnframt taka undir með þeim sem hafa sent inn umsagnir fram að þessu.

Þetta mál er virkilega illa unnið og sett fram án samráðs við hlutaðeigandi hagsmunaaðila.

Stjórnsýslan verður að fara vanda sín vinnubrögð betur en þetta.

Þegar maður les drögin yfir fær maður það helst á tilfinninguna að tilgangur Hafró og ráðherra sé bara að friða eitthvað af því að allir aðrir í kring um okkur eru að gera það.

Algerlega óháð hvort á þessum svæðum sé eitthvað fyrir sem vert er að friða eða hvort svæðið hafi verið nýtt af einhverjum fram að þessu.

Eiginlega bara svona taka þetta á magninu en ekki gæðunum.

Samanber td. alfriðun á Hornbanka og Kjölsen eins og hér er farið fram á.

Þessi svæði hafa verið mikið nýtt af smábátum til handfæraveiða á sumrin undanfarna áratugi og oft gefið góðan afla, sum ár jafnvel eina aflan sem í boði hefur verið fyrir þennan útgerðarflokk.

Að ætla loka þessum svæðum að eilífu fyrir nánast öllum veiðum, svona af því bara er galið.

Klemens Sigurðsson

Útgerðarmaður

Sjómaður

Afrita slóð á umsögn

#16 Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson - 15.12.2022

Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson heiti ég og bý á Skagaströnd.

Ég leggst alfarið á móti þessum hugmyndum um lokun stórra svæða fyrir handfæri og línu sem eru umhverfisvænustu veiðar sem hægt er að stunda. Þá sérstaklega er ég á móti lokun á Hornbanka sem er mér næst af þessum svæðum.

Kv.

Jóhann Guðbjartur Sigurjónsson

Skipstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Einar E Sigurðsson - 15.12.2022

Umsögn: vegna mál nr.221/2022. Við drög að reglugerð um

verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa.

Samráðsgátt stjórnvalda, Matvælaráðuneytið.

Það sætir furðu að ætla að loka stórum svæðum fyrir handfæraveiðum vegna viðkvæmra hafsvæða. Á flestum þessum svæðum hafa verið stundaðar handfæraveiðar til tuga ára og hefur ekki farið fram nein ransókn á því á þessum svæðum, mér vitanlega um skaðsemi handfæraveiða á botnvistkerfið þar. Þetta er illa ígrundað og er aðför að smábátaútgerð og smærri útgerðum, og einnig á byggðarlög þeirra.

Ég geri út frá Raufarhöfn, bátar þaðan og frá nálægðum byggðarlögum Þórshöfn,Bakkafirði hafa stundað handfæraveiðar og netaveiðar á þessum lokuðu svæðum úti fyrir norð-austurlandi og mun þessi reglugerð skaða verulega allt rekstrarumhverfi þeirra útgerða og gera byggðarlögum verulega erfitt fyrir í að halda við þá útgerð sem þó en er stunduð þaðan.

Ég skora á yfirvöld að þessi reglugerð verði endurgerð og betur ígrunduð og tekið verði tillit til hversu skaðsamleg hún er litlum byggðarlögum og smábátaútgerð með þeim hætti sem hún er lögð hér fram.

Með von um skynsamlegar ákvarðanir og breytingu á þessari reglugerð.

Einar E Sigurðsson.

Raufarhöfn.

Afrita slóð á umsögn

#18 Guðmundur Gísli Geirdal - 16.12.2022

Mín skoðun er sú að leifa áfram allar veiðar á þegar röskuðum svæðum.

Vernda frekar svæði sem ekki hafa raskast þegar og þá þarf auðvitað að vanda til verka og styðja svona breytingar með haldbærum rökum ,sem mér sýnist ekki vera gert að þessu sinni.

Og að leggja handfæraveiðar að jöfnu við troll er í besta falli hlægilegt.

T.D varðandi Hornbabkan þá hef ég oft séð strandaða borgarísjaka þar og skrapið eftir botninum þar sem þeir koma við er meira en eftir nokkurt veiðarfæri,,sama má sennilega segja um Kjölsen.

Plís vandið ykkur nú einusinni og smá samráð.

Kv Guðmundur Geirdal

Afrita slóð á umsögn

#19 Baldur Reynir Hauksson - 16.12.2022

Ég vil byrja á þeim orðum sem oft hafa flogið í gegn um huga minn síðan ég byrjaði að stunda sjómennsku og fylgst með leikreglum í kring um það að veiða fisk í kring um Ísland^^síðasti vitleysingurinn er ekki enn fæddur^^.

Ég velti því fyrir mér hvað vaki fyrir hafró með þessum tillögum.

Mörg viðkvæm svæði eru nú þegar friðuð við landið vegna botnsgerðar og smáfisks og þykir nóg um.

Ég átta mig ekki á hvers vegna ein stofnun sem hefur eins mikil áhrif og hafró, getur lagt fram eins viðamikla tillögu um lokun fyrir botnveiðum og raun ber vitni.

Mér finnst að allir aðilar sem snúa að fiskveiðum og öflunar gjaldeyristekna á og við fiskimið landsins eigi sjálfsagðan rétt á öllum þeim rökum og skilgreiningum hvað varðar þessa tillögu t.d hver er skaðsemi handfæraveiða á sjávarbotn,neta og annara veiðafæra sem nema botn.

Í flestu umhverfi í kringum okkur þar sem miklar breytingar og eða ákvarðanir um stór mál eru teknar er af skynsemi leitað álits fjölmargra sem að málinu koma og tillögur lagðar fram eftir álit þeirra.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort við sem þjóð séum fær um að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir og í þessu tilviki væri gott að fá fleiri en færri að því borði.

Hvernig væri td að bjóða hafransóknir við Ísland út til 4 ára og fá álit óháðra aðila að borðinu og bera saman þær bækur?.

Ég legg til að menn skoði þetta mál betur og hafi til hliðsjónar þær hörmulegu afleiðingar fyrir lífsafkomu fjölda fólks og atvinnuvegi sem tengjast byggðum í kringum landið.

Undirritaður er skipstjóri á línu og handfærabátnum Litlanesi ÞH 9.

Baldur Hauksson.

Þórshöfn.

Afrita slóð á umsögn

#20 Halldór Gunnar Ólafsson - 16.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn sem er skrifuð f.h. HGÓ útgerðar ehf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Langanesbyggð - 16.12.2022

F.h. Sveitarstjórnar Langanesbyggðar mótmælum við lokunum á svæðum D og G (sjá kort) þar sem bann er lagt við veiðum með handfæri og net.

Þetta bann kippir grundvelli undan veiðum með þessum veiðarfærum frá Bakkafirði og Þórshöfn.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar

Björn S. Lárusson

Sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Náttúrufræðistofnun Íslands - 16.12.2022

Umsögn Náttúrufræðistofnunar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Árni Finnsson - 16.12.2022

Athugasemdir Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Snorri Sturluson - 16.12.2022

Eins og Þorgeir Ljósvetningagoði þá lagðist ég undir feld og hugsaði málin. Mér sýnist aðeins tvennt koma til greina.

1. Banna alfarið þetta skaðræðis veiðarfæri sem handfæri eru,sem virðast vera að rústa okkar viðkvæmust svæðum innan lögsögunnar. Helst loka allt í kringum landið og jafnvel víðar.

2. Senda okkar færustu vísindamenn hjá Hafró í ítarlega rannsókn og í kjölfarið auglýsa stöður þeirra lausar.

Persónulega hallast ég að nr.2. Eftir því sem árin líða og ég verð eldri,reyndari og vitrari.þá sýnist mér ekki vanþörf á hæfu fólki til Hafró.

Á sautjándu öld hófu Frakkar fyrst veiðar við Ísland sem náðu síðar hámarki seint á nítjándu öld. Trúlega hafa þeir veitt á grunnum allt í kringum landið. Handfæraveiðar hafa verið stundaðar á sumum þessara svæða, sem sérfræðingarnir vilja alfarið loka í árhundruð. Að leggja að jöfnu handfæri og troll er glórulaust.

Þetta mál þarf að vinna miklu,miklu betur og skora ég á þá sem með málið fara að endurskoða það.

Snorri Sturluson Ísey ÞH-375.

Afrita slóð á umsögn

#25 Bjarni Reykjalín Magnússon - 16.12.2022

Mér finnst þetta vera gjörsamlega útí hött að ætla að fara að banna veiðar á þessum stöðum þá sérstaklega á handfæri sem er saklausasta veiðarfæri sem fyrirfinnst. Ég er persónulega útgerðarmaður og skipstjóri og ég get ekki séð að þetta sé annað en tilraun til að gera öllum útgerðum erfiðara fyrir og hvað verður það næst? Á að loka öllum bestu fiskimiðum sem við höfum af því að einhverjum of menntuðum skrifstofupésa hjá Hafró datt þetta í hug?

Ég get ekki séð annað en að þetta komi til með að hafa hræðileg áhrif á litlu útgerðirnar á landsbyggðinni

Afrita slóð á umsögn

#26 Sigfús Bergmann Önundarson - 16.12.2022

Smábátafélagið Elding mótmælir harðlega fyrirhuguðum friðunum sem við teljum vera illa ígrundaðar og hljóma eins og einungis sé verið að friða samviskuna. Nær væri að friða óröskuð svæði og 12 mílna landgrunnið fyrir botnskrapandi veiðarfærum og reyna frekar að halda jarðýtunum á sínum þekktu togslóðum.

En fremur er ekki hægt að leggja línuveiðar og handfæri sem snerta botninn endrum og eins að jöfnu með veiðarfærum sem dragast eftir botni og skrapa upp allt sem fyrir er.

Og styðjum við því athugasemdir LS varðandi handfæraveiðar sérstaklega varðandi Hornbanka og Kjölsen sem eru þekkt handfæramið

fyrir hönd Eldingar

Sigfús Bergmann Önundarson

Afrita slóð á umsögn

#27 Ungir umhverfissinnar - 16.12.2022

Umsögn Ungra umhverfissinna er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#28 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Félag skipstjórnarmanna - 21.12.2022

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Umhverfisstofnun - 21.12.2022

Viðhengi