Samráð fyrirhugað 16.11.2022—16.12.2022
Til umsagnar 16.11.2022—16.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 16.12.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa

Mál nr. 221/2022 Birt: 16.11.2022
  • Matvælaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi
  • Umhverfismál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 16.11.2022–16.12.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa.

Í október 2021 skilaði Hafrannsóknastofnun skýrslu til ráðuneytisins um verndun viðkvæmra botnvistkerfa. Markmið skýrslunnar var að gefa yfirlit um þau svæði þar sem viðkvæm botnvistkerfi finnast, hvað vitað sé um þau, hvar skorti þekkingu og hvaða rök geti staðið til að loka þessum svæðum með varanlegri hætti eða á öðrum forsendum en nú er gert. Einnig fjallar skýrslan um einkennistegundir viðkvæmra vistkerfa og hvenær þéttleiki þeirra sé slíkur að svæði teljist innihalda viðkvæm vistkerfi.

Drög að reglugerð um verndarráðstafanir vegna viðkvæmra hafsvæða og botnvistkerfa eru nú kynnt í samráðsgátt. Ætlunin er að í einni og sömu reglugerð verði sameinuð ákvæði um verndun viðkvæmra vistkerfa á hafsbotni fyrir botnveiðum. Í reglugerðinni eru þrjú ný svæði til verndunar viðkvæmra botnvistkerfa á hafsbotni, þar sem botnveiðar verða óheimilar. Þá hafa verið færð inn í reglugerðina fimm svæði þar sem allar veiðar með línu og/eða fiskibotnvörpu hafa verið óheimilar, en þau svæði eru nú í reglugerð um friðunarsvæði við Ísland og hafa flest verið lokuð fyrir fyrrgreindum veiðum mjög lengi eða allt frá árinu 1971. Einnig hafa tíu svæði til verndunar kóralla verið færð inn í reglugerðina, en þar hafa botnveiðar verið óheimilar í hluta þeirra í tæp tuttugu ár. Alls er í drögunum lagt til að allar botnveiðar verði bannaðar á átján svæðum. Á þessum svæðum verða því eingöngu leyfðar veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót. Svæðin sem hér um ræðir munu taka til tæplega 2% af efnahagslögsögu Íslands.

Meðfylgjandi er skýrsla Hafrannsóknastofnunar og kort af svæðunum.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.