Umsagnarfrestur er liðinn (18.11.2022–02.12.2022).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Frumvarpinu er ætlað að innleiða efni Evrópugerðar um fjármögnunarviðskipti með verðbréf og endurnotkun á veði.
Eftirlitsaðilar og fjárfestar hafa ekki haft aðgang að fullnægjandi upplýsingum um fjármögnunarviðskipti með verðbréf. Þessi skortur á upplýsingum hefur komið í veg fyrir að stjórnvöld, eftirlitsaðilar og fjárfestar hafi getað metið og haft fullnægjandi eftirlit með áhættu og umfangi tengsla milli aðila.
Samkvæmt frumvarpinu skulu þeir sem stunda fjármögnunarviðskipti með verðbréf tilkynna um þau til svokallaðrar viðskiptaskrár, sem er ný tegund starfsleyfisskylds aðila. Viðskiptaskrár taka á móti þessum tilkynningum og birta á aðgengilegan hátt upplýsingar um fjármögnunarviðskipti með verðbréf sundurliðað eftir gerð fjármögnunarviðskipta.
Með fjármögnunarviðskiptum með verðbréf er átt við:
1. Endurhverf viðskipti sem fela í sér sölu á verðbréfum og samkomulag um að kaupa þau aftur síðar.
2. Lán á verðbréfi eða hrávöru.
3. Kaup- og endursöluviðskipti eða sölu- og endurkaupaviðskipti.
4. Lán sem er veitt í tengslum við kaup og sölu verðbréfa án þess að lánið sé tryggt með veði í verðbréfum.
Í frumvarpinu er einnig fjallað um upplýsingagjöf sjóða um sameiginlega fjárfestingu um fjármögnunarviðskipti með verðbréf og heildarskiptasamninga. Þá er kveðið á um lágmarkskröfur þegar trygging er endurnotuð.
Frumvarpið felur í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (SFTR).
Í viðhengi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja.
bestu kveðjur,
Jóna Björk
Viðhengi