Samráð fyrirhugað 25.11.2022—04.01.2023
Til umsagnar 25.11.2022—04.01.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 04.01.2023
Niðurstöður birtar 06.01.2023

Grænbók um sveitarstjórnarmál

Mál nr. 229/2022 Birt: 25.11.2022 Síðast uppfært: 09.01.2023
  • Innviðaráðuneytið
  • Stöðumat og valkostir
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Sjá niðurstöður í viðhengi.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.11.2022–04.01.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.01.2023.

Málsefni

Í grænbókinni er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn sveitarstjórnarstigsins.

Ráðherra sveitarstjórnarmála skal leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga til fimmtán ára í senn á minnst þriggja ára fresti. Innifalið í áætluninni er aðgerðaráætlun í sveitarstjórnarmálum til fimm ára.

Fyrsta stefna stjórnvalda í málefnum sveitarfélaganna fyrir árin 2019-2033 var samþykkt á Alþingi í upphafi árs 2020. Stefnunni fylgir aðgerðaráætlun í 11 liðum fyrir árin 2019-2023. Í þessum drögum að grænbók er lagður grunnur að nýju stöðumati og greiningu valkosta í þeim tilgangi að móta stefnu til að taka við af gildandi stefnumótun.

Stefnumótunin þjónar þeim tilgangi að draga saman helstu áherslur á verkefnasviði sveitarfélaga og samstilla stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins að leiðarljósi. Síðast en ekki síst felur stefnumótunin í sér framsetningu leiðarljóss um hvert stefna skuli í málefnum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar.

Grænbókin leggur grunn að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn sveitarstjórnarstigsins. Íbúar, sveitarstjórnir og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér efnið, koma til skila ábendingum og athugasemdum í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.

Allar ábendingar um innihaldið verða nýttar til að fullvinna drög að stefnuskjali, hvítbók. Í framhaldi af samráði um hvítbók verður lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samband íslenskra sveitarfélaga - 13.12.2022

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Grýtubakkahreppur - 15.12.2022

Meðf. er umsögn sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Bragi Þór Thoroddsen - 16.12.2022

Hjálögð er umsögn Súðavíkurhrepps sem viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landssamtökin Þroskahjálp - 16.12.2022

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Iða Marsibil Jónsdóttir - 20.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Fljótsdalshreppur - 23.12.2022

Grænbók um málefni sveitarfélaga – mál nr. 229/2002.

Umsögn Fljótsdalshrepps

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur kynnt sér svokallaða grænbók um málefni sveitarfélaga sem geymir mat á stöðu sveitarfélaga og valkostum til að efla sveitarstjórnarstigið.

Jafnframt hefur sveitarstjórn kynnt sér fyrirliggjandi umsagnir Grýtubakkahrepps dags. 14. desember 2022 og Súðavíkurhrepps dags. 16. desember 2022 um grænbókina.

Fljótsdalshreppur tekur undir það sem fram kemur í umsögnum þessara sveitarfélaga og hefur engu við það að bæta á þessu stigi.

Minnt skal þó að í umsögn Fljótsdalshrepps um frumvarp að lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjölda sveitarfélags), mál nr. 470 á 151. löggjafarþingi 2020-21 voru færð fram ýmis sjónarmið og rök því til stuðnings að fámenn sveitarfélög ættu að eiga tilverurétt áfram enda væri það í samræmi við vilja íbúa þeirra.

Végarði, 21. desember 2022

fyrir hönd Fljótsdalshrepps,

Helgi Gíslason sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Sveitarfélagið Skagaströnd - 03.01.2023

Hjálögð er umsögn Sveitarfélagsins Skagastrandar.

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Gunnlaugur A Júlíusson - 04.01.2023

Góðan dag

Sendi hér inn nokkrar ábendingar vegna „Grænbókar um málefni sveitarfélaga“ sem birtast í viðhengi.

Virðingarfyllst

Gunnlaugur Auðunn Júlíusson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Viðskiptaráð Íslands - 04.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráð Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samtök atvinnulífsins - 04.01.2023

Góðan dag,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Reykjavíkurborg - 04.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Öryrkjabandalag Íslands - 04.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn ÖBÍ - réttindasamtaka um grænbók sveitarstjórnarmála

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Skagabyggð - 04.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn sveitarstjórnar Skagabyggðar.

Fh. Skagabyggðar

Erla Jónsdóttir, oddviti

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Jón Eiríkur Einarsson - 04.01.2023

Grænbók um málefni sveitarfélaga málsnr. 229/2022

nóvember 2022

Umsögn hreppsnefndar Skorradalshrepps janúar 2023

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum 14.desember sl. að fela oddvita Jóni Einarssyni að skila inn umsögn inn til nefndarinnar.

Til þess að forðast endurtekningar á því sem áður hefur verið sagt um Grænbókarvinnu til þess eins, að okkur finnst til að þvinga fram sameiningu smærri/fámennari sveitarfélaga.

Vísa ég til umsagnar Grýtubakkahrepps dags. 14.desember 2022.

Skorradalshreppur tekur þar undir hvert orð.

Ef ekki er tekið tillit til athugasemda þeirra, sem Grýtubakkahreppur og fleiri gera er svona samráðsgátt ósköp lítils virði.

Skorradalshreppur 4.janúar 2023

Jón E. Einarsson

Oddviti Skorradalshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Vesturbyggð - 06.01.2023

Sjá umsögn Vesturbyggðar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar - 06.01.2023

Á 29. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 4. janúar 2023 var eftirfarandi bókað.

 

2211287 - Samráð; Grænbók um sveitarstjórnarmál

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar grænbók um sveitarstjórnarmál þar sem teknar eru saman upplýsingar um stöðu íslenskra sveitarfélaga og ráðist í samstillingu á stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins í huga. Byggðarráð er sammála þeirri hugmyndafræði sem birtist í grænbókinni um að samhæfa þurfi stefnur og áætlanir ríkisins hvað byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu, húsnæðisstefnu og stefnu í sveitarstjórnarmálum varðar. Með slíkri sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum í framangreindum stefnum ætti að vera unnt að ná sem bestum árangri í málaflokkunum. Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir það sem kemur fram í grænbókinni að fjármál séu eitt brýnasta úrlausnarefni ríkis og sveitarfélaga um þessar mundir enda hafa skyldur og ábyrgð á opinberri þjónustu í auknum mæli flust frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi tekjustofnar hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að styrkja og fjölga tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þeirra. Byggðarráð Skagafjarðar áréttar jafnframt að skilningur þess á búsetufrelsi, eins og það birtist í grænbókinni, tekur ekki til breytinga á lögum um takmarkanir á heimildum til fastrar búsetu og lögheimilis í frístundabyggðum. Byggðarráð Skagafjarðar tekur að öðru leyti undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2022 um málið.

F.h. byggðarráðs