Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.11.2022–4.1.2023

2

Í vinnslu

  • 5.–5.1.2023

3

Samráði lokið

  • 6.1.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-229/2022

Birt: 25.11.2022

Fjöldi umsagna: 16

Stöðumat og valkostir

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Grænbók um sveitarstjórnarmál

Niðurstöður

Sjá niðurstöður í viðhengi.

Málsefni

Í grænbókinni er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn sveitarstjórnarstigsins.

Nánari upplýsingar

Ráðherra sveitarstjórnarmála skal leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga til fimmtán ára í senn á minnst þriggja ára fresti. Innifalið í áætluninni er aðgerðaráætlun í sveitarstjórnarmálum til fimm ára.

Fyrsta stefna stjórnvalda í málefnum sveitarfélaganna fyrir árin 2019-2033 var samþykkt á Alþingi í upphafi árs 2020. Stefnunni fylgir aðgerðaráætlun í 11 liðum fyrir árin 2019-2023. Í þessum drögum að grænbók er lagður grunnur að nýju stöðumati og greiningu valkosta í þeim tilgangi að móta stefnu til að taka við af gildandi stefnumótun.

Stefnumótunin þjónar þeim tilgangi að draga saman helstu áherslur á verkefnasviði sveitarfélaga og samstilla stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins að leiðarljósi. Síðast en ekki síst felur stefnumótunin í sér framsetningu leiðarljóss um hvert stefna skuli í málefnum sveitarstjórnarstigsins til framtíðar.

Grænbókin leggur grunn að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn sveitarstjórnarstigsins. Íbúar, sveitarstjórnir og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér efnið, koma til skila ábendingum og athugasemdum í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.

Allar ábendingar um innihaldið verða nýttar til að fullvinna drög að stefnuskjali, hvítbók. Í framhaldi af samráði um hvítbók verður lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is