Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.11.–9.12.2022

2

Í vinnslu

  • 10.12.2022–2.5.2023

3

Samráði lokið

  • 3.5.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-230/2022

Birt: 24.11.2022

Fjöldi umsagna: 9

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Verkleg þjálfun sálfræðikandídata

Niðurstöður

Í kjölfar samráðs er málið enn til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneytinu.

Málsefni

Með reglugerðarbreytingunni eru skilyrði um 12 mánaða verklega þjálfun sálfræðikandídata útfærð með nánari hætti. Lagt er til að stofnuð verði mats- og hæfisnefnd.

Nánari upplýsingar

Verkleg þjálfun hefur ekki verið í boði hér á landi með formlegum hætti. Með því að veita skilyrði reglugerðar um 12 mánaða verklega þjálfun að loknu háskólanámi, áður en starfsleyfi fæst veitt, gildistöku eru kröfur hér á landi fyrir starfsleyfum sálfræðinga færðar til samræmis við þær kröfur sem eru almennt gerðar á Norðurlöndum. Landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu var falið að taka gera tillögur að útfærslu á verklegri þjálfun sálfræðikandídata. Ráðuneytið frestaði gildistöku ákvæðisins síðast í nóvember 2021 og allt til júlí 2023, í þeim tilgangi að tækifæri fengist til að að útfæra verklega þjálfun. Hagsmunaaðilar voru upplýstir um að gildistöku ákvæðisins yrði ekki frestað aftur.

Vorið 2022 var stofnaður hópur hagsmunahafa til að semja lýsingu á innihaldi 12 mánaða verklegrar þjálfunar sálfræðikandídata. Áhersla var lögð á að tillögur tækju mið af gæðum, öryggi og hagkvæmni. Hópurinn skilaði landsráði í júlí 2022 tillögum að útfærslu á verklegri þjálfun sálfræðikandídata.

Út frá niðurstöðu landsráðs hafa verið unnin meðfylgjandi drög að reglugerð í samráði við embætti landlæknis. Reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði fyrir almennu lækningaleyfi og sérfræðileyfi, var höfð til hliðsjónar en í henni er að finna fyrirmynd að skipulagi verklegrar þjálfunar utan skólakerfisins sem reynsla er komin á. Þaðan voru fengnar hugmyndir að mats- og hæfisnefnd og kröfu um að lýsing á verklegri þjálfun liggi fyrir. Einnig voru teknar upp í drögin tillögur sem hafa komið fram við vinnu vinnuhóps um breytingu á reglugerð um lækna, t.a.m. um gerð samnings við kandídat um þjálfun sem hann undirgengst og varðandi vottorð um að þjálfun sé lokið. Skoðað var hvort handleiðaraþjálfun ætti að vera skilyrði fyrir handleiðara en ákveðið var að sleppa því skilyrði þar sem slíkri þjálfun hefur ekki verið komið á fót. Sóknarfæri er fyrir því að bjóða upp á námskeið í handleiðarþjálfun fyrir heilbrigðisstéttir t.d. hjá Endurmenntun eða öðrum og hún gæti verið styrkhæf frá stéttarfélögum.

Helstu útfærsluatriði í meðfylgjandi reglugerðardrögum:

1. Sálfræðikandídat geri samning um verklega þjálfun við framkvæmdastjóra kennslustöðvar og ábyrgan handleiðara.

2. Þjálfunin skuli vera samkvæmt lýsingu frá mats- og hæfisnefnd og fara fram á kennslustöð sem hefur hlotið viðurkenningu mats- og hæfisnefndar sem slík.

3. Ráðherra skipi þriggja manna mats- og hæfisnefnd um verklega þjálfun sálfræðikandídata sem viðurkenni heilbrigðisstofnanir, deildir innan þeirra og sálfræðistofur sem kennslustöðvar fyrir verklega þjálfun sálfræðikandídata.

4. Tilnefningar komi frá Landspítala, fagfélagi sálfræðinga og sálfræðideildum háskólanna.

5. Handleiðarar skuli hafa að lágmarki fimm ára starfsreynslu sem sálfræðingar.

6. Mats- og hæfisnefnd setji sér starfsreglur sem ráðherra staðfesti. Nefndin útbúi einnig lýsingu á verklegri þjálfun sálfræðikandídata með hliðsjón af tillögum í handbók frá hópi hagsmunahafa og viðmið fyrir úttektir á kennslustöðvum sem embætti landlæknis birti, ásamt lista yfir viðurkenndar kennslustöðvar. Ráðuneytið útvegi nefndinni starfsmann.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is