Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.11.2022–5.1.2023

2

Í vinnslu

  • 6.–30.1.2023

3

Samráði lokið

  • 31.1.2023

Mál nr. S-232/2022

Birt: 28.11.2022

Fjöldi umsagna: 8

Annað

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Aðalnámskrá leikskóla endurskoðun kafla 7-10

Niðurstöður

Alls bárust átta umsagnir við drögum að breytingum á köflum 7-10 í aðalnámskrá leikskóla. Sex umsóknir bárust frá einstaklingum og tvær frá félagasamtökum. Almennt eru umsagnaraðilar jákvæðir gagnvart þeim breytingum sem lagðar eru til en benda þó á einstaka atriði sem skerpa má betur á. Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir breytingar á köflum 7-10 í aðalnámskrá leikskóla fyrir hagsmunaaðilum vorið 2023. Breytt aðalnámskrá verður birt í stjórnartíðindum. Breytingar á aðalnámskrá leikskóla taka gildi 1. ágúst 2023 og eiga að fullu að vera innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024.

Málsefni

Endurskoðun kafla 7-10 með það að leiðarljósi að skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með virkri þátttöku barna viðhorf, líðan og stöðu þeirra.

Nánari upplýsingar

Mennta- og barnamálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á 7.-10. kafla aðalnámskrár leikskóla.

Starfshópur þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis um styrkingu leikskólastigsins skilaði skýrslu til ráðherra í maí 2021 þar sem lagt var til að kaflar 7, 9 og 10 í aðalnámskrá leikskóla yrðu endurskoðaðir. Starfshópur mennta- og barnamálaráðuneytis um endurskoðun á aðalnámskrá leikskóla hefur nú skilað af sér tillögum að endurskoðaðri aðalnámskrá þar sem finna má nánari skýringar á hlutverki leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Í starfshópnum sátu auk fulltrúa mennta- og barnamálaráðuneytis fulltrúar Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Grunns - félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, Kennaradeildar Háskólans á Akureyri, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Í drögum að kafla 7 er nú aukin umfjöllun um leik barna með áherslu á að skýra sjálfsprottinn leik og mikilvægi þess að börnin stýri leik sínum. Auk þess eru þar skilgreind nánar hlutverk leikskólakennara og annars starfsfólks leikskóla við að styðja við og hlúa að námi barna í gegnum leikinn, sjá nánar í viðhengi 7. Leikur og nám.

Í drögum að kafla 9 er nú aukin umfjöllun um samþættingu námssviða leikskóla og grunnþátta menntunar og umfjöllun um leik sem námsleið. Að auki er í kaflanum fyrir hvert námssvið aukin umræða um leikin og tengsl hans við viðkomandi námssvið sjá nánar í viðheni 9. Leikur í samþættu og skapandi leikskólastarfi.

Í drögum að kafla 10 er nú aukin áhersla á að matið skuli vera umbótamiðað og byggja á leik barna. Einnig er þar nú að finna umfjöllun um einstaklingsmiðað og hópmiðað mat á leik, námi og velferð barna ásamt skýringum á muninum á þessu tvennu, sjá nánar í viðhengi 10. mat á leik, námi og velferð

Kafli 8 var einnig endurskoðaður með það að leiðarljósi að hann samrýmdist þeim breytingum sem gerðar voru í köflum 7, 9 og 10. Einungis eru lagðar fram tillögur um smávægilegar breytingar á kafla 8 sjá nánar í viðhengi 8. Námsumhverfi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

bjork.ottarsdottir@mrn.is