Samráð fyrirhugað 25.11.2022—09.12.2022
Til umsagnar 25.11.2022—09.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 09.12.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala

Mál nr. 234/2022 Birt: 25.11.2022 Síðast uppfært: 25.11.2022
  • Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (25.11.2022–09.12.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala. Með reglugerðinni er lagt til að innleiða reglugerð (ESB) 2021/654 um hámarksverð fyrir lúkningu símtala.

Fjarskiptaregluverk Evrópusambandsins var innleitt í nýjum fjarskiptalögum nr. 70/2022 sem tóku gildi 1. september 2022. Í 53. gr. laganna er kveðið á um að fjarskiptafyrirtæki sem veita lúkningu símtala, skuli ekki taka hærra gjald fyrir en nemur hámarksverði fyrir lúkningu sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu. Í ákvæðinu er gert ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala.

Meðfylgjandi eru drög að reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala. Með reglugerðinni er lagt til að innleiða: framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/654 frá 18. desember 2020 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 með því að ákvarða eitt hámarksverð fyrir lúkningu símtala í farsíma í Sambandinu og eitt hámarksverð fyrir lúkningu fastlínusímtala í Sambandinu.

Áætlað er að gerðin verði tekin upp í EES samninginn í desember, en verðum er ætlað að taka gildi um áramót á EES svæðinu og því er talið nauðsynlegt að undirbúa innleiðingu gerðarinnar og leggja málið til samráðs.

Lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar er að finna í 2. mgr. 53. gr. laga um fjarskipti, nr. 70/2022.

Reglugerð (ESB) 2021/654 gildir um fjarskiptafyrirtæki og um lúkningu símtala í bæði farnetum og föstum netum innan Evrópska efnahagssvæðsins. Með reglugerðinni er kveðið á um hámarksverð fyrir lúkningu símtala, þ.e. heildsöluverð sem fjarskiptafyrirtæki tekur fyrir að tengja endanotanda í sínu fjarskiptaneti við endanotanda í öðru fjarskiptaneti sem efnir til símtals. Heildsöluverð fyrir lúkningu skal vera 0,2 evrusent á mínútu, en þó er gert ráð fyrir því að heimilt sé að lækka verðið í skrefum og þá gildir að fyrir FTR (fixed termination rates) skal verðið vera 0,07 evrusent á mínútu. Fyrir MTR (mobile termination rates) lækkar verðið í 0,4 evrusent á mínútu árið 2023 (en var 0,55 evrusent á mínútu árið 2022). Sérstök ákvæði eru um það hvernig skuli haga útreikningi þegar notast er við annan gjaldmiðil en Evru.

Drög að þýðingu gerðarinnar eru birt sem fylgiskjal, en athugið að þýðingin gæti tekið breytingum.

Gerðina á upprunalegu tungumáli má nálgast á vefslóð:

https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=uriserv%3AOJ.L_.2021.137.01.0001.01.ENG&toc=OJ%3AL%3A2021%3A137%3ATOC

Óskað er eftir að umsagnir um drög að reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala berist eigi síðar en 9. desember 2022.