Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.11.–9.12.2022

2

Í vinnslu

  • 10.12.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-236/2022

Birt: 25.11.2022

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Breyting á reglugerð um verðbréfaréttindi, nr. 1125/2021

Málsefni

Lagt er til að krafa um árlega endurmenntun vegna verðbréfaréttinda verði felld brott, en að áfram verði krafist endurmenntunar sem að lágmarki nemi sex klukkustundum á hverju þriggja ára tímabili.

Nánari upplýsingar

Í 4. mgr. 40. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, kemur fram að þeim sem hafa öðlast verðbréfaréttindi er skylt að sækja reglulega endurmenntun sem tryggir að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum. Jafnframt segir að ráðherra ákveði í reglugerð þann fjölda klukkustunda sem viðkomandi þarf að verja í endurmenntun á hverju þriggja ára tímabili til að viðhalda réttindum sínum sem skal að hámarki vera níu klukkustundir vegna verðbréfaréttinda.

Í 2. mgr. 8. gr. reglugerðar um verðbréfaréttindi, nr. 1125/2021, er endurmenntunarkrafan nánar útfærð. Þar segir m.a. að endurmenntun vegna verðbréfaréttinda skuli að lágmarki svara til tveggja klukkustunda á ári og samtals sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili.

Lagt er til að fyrrgreindu ákvæði reglugerðarinnar verði breytt á þann veg að einungis verði krafa um að endurmenntun svari til sex klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili og ekki verði gerð krafa um árlega endurmenntun.

Tillagan byggist á þeirri reynslu sem komin er á framkvæmd laganna og reglugerðarinnar frá gildistöku þeirra. Með tilliti til sjónarmiða um meðalhóf þá er ekki talin þörf á að krefjast árlegrar endurmenntunar til að ná fram markmiði 4. mgr. 40. gr. laganna, þ.e. að þeir sem hafi verðbréfaréttindi viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og gildum með reglulegri endurmenntun.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

fjr@fjr.is