Samráð fyrirhugað 28.11.2022—05.12.2022
Til umsagnar 28.11.2022—05.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 05.12.2022
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð

Mál nr. 238/2022 Birt: 28.11.2022 Síðast uppfært: 30.11.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (28.11.2022–05.12.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Ný heildstæð lög um rekstur og uppbyggingu flugvalla og flugleiðsöguþjónustu. Frumvarpið felur innleiðingu varaflugvallargjalds.

Með frumvarpinu er lagt til að ný heildstæð lög um rekstur og uppbyggingu flugvalla og flugleiðsöguþjónustu komi í stað óskýrra og dreifðra lagaákvæða sem nú eru í gildi. Skort hefur í lögum skýr ákvæði um verkefni samgönguyfirvalda á þessu sviði og þau markmiðum sem stýra eiga för við framkvæmd þeirra. Er meginmarkmiðið að flugvellir landsins og þjónusta við flugumferð þjóni þörfum samfélagsins með skilvirkni, hagkvæmni og öryggi í fyrirrúmi í samræmi við stefnu stjórnvalda í samgöngumálum, eins og hún birtist m.a. í flugstefnu og samgönguáætlun.

Frumvarpið kynnir jafnframt til sögunnar varaflugvallargjald. Er því ætlað að bregðast við og tryggja fjármagn til uppbyggingar innviða á innanlandsflugvöllum. Markmiðið er að flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið og varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll með fullnægjandi hætti. Til að svo megi vera er nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir á völlunum.

Í frumvarpinu er jafnframt kveðið á um brottfall úreltra laga og lagaákvæða á þessu sviði. Í dag eru í gildi þrenn lög um stofnun og starfsemi Isavia ohf. og verkefnin sem félagið annast fyrir hönd íslenska ríkisins; lög um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, nr. 102/2006, lög um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar nr. 76/2008 og lög um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar nr. 153/2009. Nái frumvarpið fram að ganga falla þau á brott.

Frumvarpið mun því fela í sér töluverða einföldun regluverks og jafnframt draga fram verkefni stjórnvalda á þessu sviði með mun skýrari hætti en í gildandi lögum.

Það skal tekið fram að um almennar kröfur til starfrækslu flugvalla, rekstrarstjórnunar flugumferðar og veitingu flugleiðsöguþjónustu fer samkvæmt lögum um loftferðir, nr. 60/1998, og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 05.12.2022

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 05.12.2022

Hjálagt er umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga við mál 238/2022

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök ferðaþjónustunnar - 05.12.2022

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.

Með góðum kveðjum

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Isavia ohf. - 05.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Isavia ohf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Markaðsstofa Norðurlands - 05.12.2022

Markaðsstofa Norðurlands (MN) fagnar þeim áformum að styrkja fjármögnun á rekstri og uppbyggingu alþjóðaflugvalla landsins utan Keflavíkurflugvallar. MN leggur þó ríka áherslu á að nýjar tekjur komi til viðbótar við það fjármagn sem nú þegar er veitt til innanlandsflugvalla landsins. Það fjármagn hefur verið skert á undanförnum árum og nauðsynlegt að bæta þar í.

Mikilvægt er að horfa á uppbyggingu allra alþjóðaflugvalla landsins í samhengi. Bæði með tilliti til öryggissjónarmiða og með tilliti til áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu - sem er orðin stærsta atvinnugrein landsins.

Afrita slóð á umsögn

#6 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - 05.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samband sveitarfélaga á Austurlandi - 05.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Viðhengi