Samráð fyrirhugað 08.12.2022—23.12.2022
Til umsagnar 08.12.2022—23.12.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 23.12.2022
Niðurstöður birtar 06.07.2023

Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs

Mál nr. 243/2022 Birt: 08.12.2022 Síðast uppfært: 06.07.2023
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Tíu umsagnir bárust um drögin í gegnum Samráðsgátt. Í þeim fólust gagnlegar ábendingar og upplýsingar sem hafðar voru til hliðsjónar við frekari vinnu við reglugerðardrögin.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.12.2022–23.12.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.07.2023.

Málsefni

Umsagna er óskað um drög að nýrri reglugerð um meðhöndlun úrgangs, sem til stendur að setja á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.

Reglugerðin mun koma í stað núgildandi reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nr. 737/2003.

Helstu nýmæli í reglugerðinni eru tilkomin vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, sbr. breytingalög nr. 103/2021 sem m.a. innleiða endurskoðaða tilskipun Evrópusambandsins 2008/98/EB um úrgang og skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis.

Í reglugerðardrögunum er m.a. að finna ítarlegra ákvæði um svæðisáætlanir sveitarfélaga en verið hefur. Þar eru uppfærð töluleg markmið og viðmiðanir um undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu, endurnýtingu og förgun og nánari skilyrði eru fyrir undanþáguheimild frá ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs um sérstaka söfnun tiltekinna úrgangstegunda, sem og ákvæði og viðauki um samræmdar merkingar úrgangstegunda.

Óskað er eftir að umsagnir um drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs berist eigi síðar en 23. desember 2022.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Björn Arnar Hauksson - 17.12.2022

Umsögn

10. gr. Töluleg markmið

Uppfæra þarf þessa grein þannig að endurvinnsla rekstrarúrgangs sé að lágmarki 50% líkt og í markmiði um heimilisúrgang.

Ekki er sanngjarnt og það styður ekki aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum ef skyldur um endurvinnslu leggjast einungis á einstaklinga.

Bæta þarf við ákvæði um að sveitarfélög birti árlega endurvinnsluhlutföll fyrir allar tegundir úrgangs annars vegar fyrir heimilisúrgang og hinsvegar fyrir rekstrarúrgang.

Meiri árangur næst ef þessi hlutföll eru birt.

Bæta þarf við ákvæði um að birta árlega áætlaða matarsóun í hverju sveitarfélagi hjá heimilum, matvöruverslunum og hjá mismunandi tegundum veitingastaða og mötuneyta. Áætla á hve mikið af mat er hent sem hlutfall af þeim mat sem hefði mátt nýta til neyslu.

Í dag eru engar áreiðanlegar tölur til um matarsóun á Íslandi og ríkir ákveðin upplýsingaóreiða í þessum málaflokki.

Bæta þarf við ákvæði um að fyrirtæki skuli birta í ársreikning hve hátt hlutfall rekstrarúrgangs sé endurunninn á árinu í helstu úrgangsflokkum.

Þetta hjálpar fyrirtækjum að bæta endurvinnslu og hjálpar neytendum að beina viðskiptum til fyrirtækja sem endurvinna meira.

7. gr Gjaldtaka

Bæta þarf við skyldu sveitarfélaga varðandi birtingu innheimtra gjalda og sundurliðun á raunkostnaði, að senda eigi þessar upplýsingar einnig til Umhverfisstofnunar árlega sem skuldi birta samantekt á vefsvæði sínu fyrir öll sveitarfélög.

Þetta er mikilvægt til að tryggja að upplýsingarnar séu birtar og hægt sé að bera saman kostnað á milli sveitarfélaga. Í dag eru þessar upplýsingar ófáanlegar hjá Reykjavíkurborg.

Afrita slóð á umsögn

#2 Skagafjörður - 21.12.2022

Meðfylgjandi er bókun byggðarráðs Skagafjarðar þann 21. desember 2022

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Iða Marsibil Jónsdóttir - 22.12.2022

Í viðhengi má finna umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Matvælastofnun - 22.12.2022

Í viðhengi er að finna umsögn Matvælastofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samband íslenskra sveitarfélaga - 22.12.2022

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um reglugerðardrögin.

F.h. sambandsins,

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Vinnueftirlit ríkisins - 23.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Vinnueftirlitsins

Virðingarfyllst

f.h. Vinnueftirlitsins

Hanna Sigríður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Sigurjóna Guðnadóttir - 23.12.2022

Góðan dag.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er í viðgengi.

kv.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Pure North Recycling ehf. - 23.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Pure North um drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 23.12.2022

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi

Gleðilega hátíð!

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Guðjón Ingi Eggertsson - 23.12.2022

Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Viðhengi