Samráð fyrirhugað 15.12.2022—19.01.2023
Til umsagnar 15.12.2022—19.01.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 19.01.2023
Niðurstöður birtar

Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027

Mál nr. 247/2022 Birt: 15.12.2022 Síðast uppfært: 23.01.2023
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (15.12.2022–19.01.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í drögum að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 er byggt á samþykktri þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til 2030.

Drög þessi að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 voru unnin af samráðshóp skipuðum fulltrúum helstu haghafa í geðheilbrigðismálum á landsvísu þ.e. heilbrigðisráðuneytis, notanda, heilbrigðisstofnana og háskólasamfélagsins og var farin sú leið að skipta hópnum upp í kjarnahóp og rýni hóp.

Hlutverk samráðshópsins var að greina, meta, setja fram og fylgja eftir aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Ákveðið var að afmarka verkefni samráðshópsins og var hópnum ekki ætlað að ræða annars vegar endurskoðun lagaramma um nauðung og framkvæmd nauðungaraðgerða, og hins vegar stefnu og aðgerðaáætlun um fíknivanda. Báðir málaflokkarnir eru þegar í vinnslu innan Stjórnarráðsins.

Þrátt fyrir framfarir í geðheilbrigðismálum á undanförnum árum þá standa Íslendingar, líkt og aðrar þjóðir, frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem takast verður á við til að ná framförum í málaflokknum.

Áherslur til framtíðar í geðheilbrigðismálum þurfa að vera á jafnt og greitt aðgengi að einfaldri, skilvirkri og notendamiðaðri geðheilbrigðisþjónustu sem byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu hverju sinni, gæðaviðmiðum og nýsköpun og er veitt af hæfu starfsfólki.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Pálmi V Jónsson - 29.12.2022

Drögin að þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum er í veigamiklum og flestum atriðum ágæt. Ég leyfi mér að benda á fáein atriði sem ég tel að gætu styrkt aðgerðaráætlunina.

1) Rétt aðeins eru geðheilbrigðismál eldra fólks nefnd á bls. 12 í greinargerðinni en engin frekari umræða eða stefnumótun er nefnd en þetta er hratt vaxandi hópur viðkvæmra einstaklinga. Hvað öldrunarþjónustu varðar, þá leyfi ég mér að segja að þar sé þessi þáttur einn veikasti hlekkurinn í þjónustu við eldra fólk. Í tíð Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra var gerða áætlun um úrbætur í þessum málaflokki, bæði með því að þróa göngudeildarþjónustu, legudeild fyrir eldra fólk með aðra geðræna sjúkdóma en heilabilun, svo og ráðgjafaþónustu fyrir hjúkrunarheimili og landsbyggð. Þessi áætlun skolaðist út með fjármálahruninu árið 2008 og hefur ekki komist á dagskrá síðan. Vil ég hvetja til þess að þessi áætlun verði tekin inn í þingsályktunartillöguna nú, þó með þeirri breytingu að þessi þáttur verði tengdur geðsviði LSH fremur en öldrunarlækningadeild. Rökstuðningur fyrir slíkri einingur liggur fyrir í greinargerð í aðdraganda fyrri áætlana.

2) Lyfta þarf fram fíknisjúkdómi eldra fólks sem er algengur og nú er mikið úrræðaleysi á því sviði.

3) Í starfi mínu sem formaður Færni- og heilsumatsnefndar, sem tekur til allra sem hugsanlega þurfa á hjúkrunarheimilisdvöl að halda og eru eldri en 18 ára, tel ég mig hafa orðið varan við hörgul á lengri tíma endurhæfingarúrræðum fyrir fólk með alvarlega geðsjúkdólma á miðjum aldri. Legg ég til að þetta atriði verði skoðað nánar. Einnig að lögð verði áhersla á heisluvernd og meðferð sómatískra sjúkdóma í hópi þessara einstaklinga en þessir þættir virðast oft verða útundan.

4) Nefnt er mikilvægi þess að settir verði fram gæðavísar fyrir geðheilbrigðisþjónustuna. Í því sambandi vil ég benda á að stöðluð matstæki eru til fyrir fólk sem sækir sér geiðheilbrigðisþjónustu og er 18 ára eða eldra. Þau hafa verið þýdd og rafvædd á Íslandi og þannnig tilbúin til notkunar. Með þessum stöðluðu matstækjum ( inerRAI Mental Health ) fylgja gæðavísar sem spegla vel starfsemina á þessu sviði. Líta má til Kanada í þessu sambandi, þar með talið til Canadian Institute of Health Informatics.

5) Sambærileg matstæki og nefnd eru í lið 4 eru til fyrir börn og ungmenni með geðrænan vanda án eða með þroskafrávikum. Kanna mætti gildi slíkra tækja í mati á þessum hópi einstaklinga, en slík matstæki gætu m.a. hjálpað til við forgangsröðun þeirra sem eru í mestri þörf fyrir skjóta úrvinnslu.

Virðingarfyllst,

Pálmi V. Jónsson, FACP, FRCP L

Ráðgjafi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis í öldrunarlækningum

Fyrrverandi yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Landspítala,

Prófessor emeritus í öldrunarlækningum, Læknadeild Háskóla Íslands,

tölvupóstfang: palmivj@landspitali.is / palmi.v.jonsson@heilsugaeslan.is

Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 11.01.2023

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Sjúkraliðafélag Íslands - 12.01.2023

Í viðhengi er umsögn Sjúkraliðafélags Íslands um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Geðhjálp - 12.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn landssamtakanna Geðhjálpar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Steinunn Jóhanna Bergmann - 12.01.2023

Meðfygjandi er umsögn Félagsráðgjafafélags Íslands við drög að tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Unnur Agnes Jónsdóttir - 17.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn Barna- og fjölskyldustofu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Sorgarmiðstöð, félagasamtök - 18.01.2023

Með fylgir umsögn Sorgarmiðstöðvar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Bergið headspace, félagasamtök - 18.01.2023

Hjálögð er umsögn Bergsins headspace um þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027.

Virðingarfyllst,

Sigurþóra Bergsdóttir,

framkvæmdastjóri Bergsins headspace

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Emil Einarsson - 18.01.2023

Í viðhengi er umsögn um þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027.

Virðingarfyllst,

Emil Einarsson

Yfirsálfræðingur

Heilbrigðisstofnun vesturlands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Berglind Guðmundsdóttir - 18.01.2023

Í viðhengi má finna umsögn undirritaðrar um drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Gyða Dögg Einarsdóttir - 18.01.2023

Í viðhengi má finna umsögn Félags sálfræðinga í heilsugæslu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Karl Reynir Einarsson - 19.01.2023

Þau drög að þingsályktunartillögu, sem hér eru fram komin, eru í öllum meginatriðum vel unnin og góð. Stjórn Geðlæknafélags Íslands fagnar þeirri áherslu sem lögð er á geðrækt, forvarnir og snemmtæk úrræði. Einnig er ánægjulegt að sjá að lögð er rík áhersla á að leysa þann mikla húsnæðisvanda sem geðdeildir landsins búa við. Aðgerðaráætlunin er í eðli sínu stefnumörkun til næstu ára sem eftir á að útfæra frekar á næstu árum. Í því sambandi vill stjórnin koma áleiðis nokkrum atriðum sem mikilvægt er að ráða bót á:

1.Fyrsti viðkomustaður fólks með geðraskanir ætti að vera og er að jafnaði heilsugæslan. Efla þarf getu heilsugæslunnar til að koma til móts við þarfir þeirra sem þangað leita vegna andlegrar vanlíðunar. Ekki þurfa allir á þverfaglegu inngripi geðheilsuteyma heilsugæslunnar eða VIRK að halda. Sumum er einnig hafnað um þjónustu þessara aðila af ýmsum orsökum og lenda á milli skips og bryggju í kerfinu.

Því er mikilvægt að heilsugæslan hafi yfir að ráða fagaðilum sem geta verið heimilislæknum til aðstoðar við mat, meðferð og endurhæfingu þessara einstaklinga. Gott aðgengi að félagsráðgjöfum, sálfræðingum og ráðgjafarþjónustu geðlækna á heilsugæslu myndi án vafa hjálpa mikið og geta komið í veg fyrir langtímaveikindi, aukið batahorfur og aukið atvinnuþáttöku fólks með geðraskanir.

2.Endurhæfing fólks með geðraskanir fer að miklu leyti fram hjá VIRK eftir tilvísun frá geðlækni. Þótt sú þjónusta sem VIRK bíður upp á sé í mörgum tilvikum mjög góð þá hentar hún ekki öllum. Margir sem þar fá aðstoð glíma við þunglyndi og kvíða og þurfa meira inngrip en VIRK er í aðstöðu til að veita, s.s. varðandi daglega virkni og iðjuþjálfun. Geðheilsusvið Reykjalundar er með langan biðlista og bíður eingöngu upp á 6 vikna endurhæfingu að jafnaði sem oft er ekki nægilega langur tími. Janus endurhæfing er öflugt gagnreynt úrræði sem hefur gagnast mörgum vel og en ekki hafa allir átt kost á þeirri þjónustu þótt eftir því hafi verið leitað og mælt með því af fagfólki. Það er einnig áhyggjuefni að þurft hefur að loka endurhæfingardeildum á Kleppi og þarf að leita allra leiða til að opna þessar deildir aftur eða taka í notkun sambærilegt úrræði.

Mikilvægt er að fara yfir og efla endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir í heild sinni þannig að þau nýtist sem best og til að tryggja samfellu í meðferð.

3.Þjóðin eldist hratt og vaxandi þörf á sérhæfðri þjónustu fyrir aldraða með geðraskanir, bæði göngu- og legudeild. Þegar nýjar geðdeildir verða skipulagðar er mikilvægt að gera ráð fyrir þeirri þjónustu.

4.Mikilvægt er að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskaraskanir. Þetta mætti t.d. gera með því að koma á fót sérstakri þjónustu- og ráðgjafarmiðstöð sem gæti stutt aðra veitendur þjónustu á þessu sviði. Þessi stofnun gæti tekið að sér greiningu á einhverfu og lagt mat á greind og þroska hjá fullorðnum og veitt ráðgjöf varðandi meðferð og endurhæfingu. Þessi þjónusta fer nú fram að miklu leyti hjá einkaaðilum og er mjög kostnaðarsöm. Þetta gæti gert öðrum þjónustuveitendum geðheilbrigðisþjónustu betur kleift að sinna þessum hópum s.s. geðheilsuteymum.

5. Mikilvægt er að tryggja nægileg úrræði úti í samfélaginu fyrir einstaklinga sem dæmdir hafa verið til öryggisvistunar. Dæmi eru um þessir einstaklingar hafi dvalið á geðdeild lengur en þörf er á vegna skorts á þessum úrræðum.

Afrita slóð á umsögn

#13 Edda Dröfn Daníelsdóttir - 19.01.2023

Í viðhengi er að finna umsögn frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh).

Kær kveðja

Edda Dröfn Daníelsdóttir

Sviðstjóri fagsviðs Fíh.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Kjartan Hreinn Njálsson - 19.01.2023

Sjá umsögn embættis landlæknis í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Liv Anna Gunnell - 19.01.2023

Umsögn um tillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum frá fagstjóra sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu - sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Landssamtökin Þroskahjálp - 19.01.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Inga Hrefna Jónsdóttir - 19.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði (FSKS)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Bændasamtök Íslands - 19.01.2023

Sjá í viðhengi umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Barnaheill - Save the Children á Íslandi - 19.01.2023

Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka fyrir tækifærið til að gera umsögn um ofangreint mál.

Samtökin fagna aðgerðaáætluninni og þeirri framsýnu hugsun sem þar má sjá. Barnaheill hvetja stjórnvöld og öll sem starfa innan geðheilbrigðiskerfisins til að taka höndum saman um innleiðingu hennar svo hún megi komast í framkvæmd sem allra fyrst.

Barnaheill vilja þó koma eftirfarandi á framfæri:

Óútfærðar aðgerðir:

Eins og aðgerðir líta út eru þær óútfærðar og óskilgreindar. Mikilvægt er að vinnu við innleiðingu þeirra verði hrundið af stað sem allra fyrst og að ábyrgðaraðilar fái nægilega skýr og skilgreind verkefni svo af þeim geti orðið en eins og fram kemur í athugasemdum með drögunum að þingsályktuninni komust aðeins þrjár aðgerða af átján aðgerðum í aðgerðaáætlun fyrir árin 2016-2020 til framkvæmda á réttum tíma. Það þykir Barnaheillum mjög miður og hvetja ráðuneytið til þess að tryggja að sú aðgerðaáætlun sem hér er verið að stefna að, verði framkvæmd að fullu.

Fjármögnun:

Barnaheill taka undir umsögn Geðhjálpar og lýsa yfir áhyggjum af því að kostnaður af innleiðingu og rekstri aðgerðanna til framtíðar sé vanmetinn og skora á ráðuneytið að tryggja fjármögnun allra aðgerða áætlunarinnar til fulls. Það er brýnt að fjárfesta ríkulega í þjónustu við börn í dag, því það er sannarlega fjárfesting til framtíðar.

Gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta fyrir börn

Tryggja þarf börnum gjaldfrjálsa geðheilbrigðisþjónustu og þar með gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu eða aðra þá meðferð sem börn kunna að þurfa til að takast á við geðrænar áskoranir sínar eða sinna nánustu.

Barnaheill veita forvarnafræðslu

Barnaheill fagna þeirri áherslu sem sett er á geðrækt og forvarnir. Nefna má að frá árinu 2014 hafa samtökin meðal annars boðið upp á forvarnafræðslu gegn einelti, Vináttu, fyrir leikskóla, 1.-4. bekk grunnskóla, frístundaheimili og dagforeldra. Vinátta nýtur sívaxandi vinsælda og hefur ánægja með notkun þess verið mikil. Verkefnið er nú notað í um 65% allra leikskóla á landinu, í 62 grunnskólum og 18 frístundaheimilum, og breiðist hratt út. Samtökin hafa lagt mikla áherslu á forvarnir gegn ofbeldi og einelti og taka sannarlega undir að geðrækt ævina alla er mikilvæg til að viðhalda góðri líðan og draga úr líkum á geðrænum áskorunum. Samtökin taka gjarnan þátt í samráði um innleiðingu aðgerða er lúta að forvörnum og geðrækt.

Foreldrafærni mikilvæg

Samtökin fagna þeirri áherslu sem lögð er á mikilvægi foreldrafræðslu strax frá meðgöngu. Barnaheill hvetja til þess að öflugri foreldrafræðslu um virðingarríkt og mannréttindamiðað uppeldi barna verði komið á fót í öllum sveitafélögum sem allra fyrst og stuðlað verði að því að foreldrar og tilvonandi foreldrar líti það jákvæðum augum að sækja sér fræðslu um foreldrafærni. Mikil og jákvæð undiralda er víða í samfélaginu sem vert er að nýta til hraðrar og jákvæðrar uppbyggingar á foreldrafærnifræðslu.

Börn sem aðstandendur

Barnaheill fagna aðgerð 1.A.5. um að styðja skuli við börn sem aðstandendur fólks með langvinnan alvarlegan geðheilbrigðisvanda. Aðgerð þessi er með öllu óútfærð og verður því að hvetja ábyrgðaraðila til að ástunda samráð við börn í þessum aðstæðum og tryggja þeim einstaklingsbundinn stuðning í samræmi við þörf sérhvers barns.

Þekking á mannréttindum barna

Afar brýnt er að allt fólk sem starfar með og fyrir börn, sem og foreldrar, fái reglulega fræðslu um mannréttindi barna og Barnasáttmálann. Réttur barna til upplýsinga, þátttöku, að láta skoðun sína í ljós, sem og til bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á eru réttindi sem þurfa að vera starfsfólki innan geðheilbrigðisþjónustunnar vel kunn og þurfa að vera iðkuð í allri þjónustu við börn.

Barnaheill taka að öðru leyti undir umsagnir Geðhjálpar, Félagsráðgjafafélags Íslands og Barna- og fjölskyldustofu að því er varðar atriði sem lúta að börnum.

Barnaheill vinna að bættum mannréttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Tryggvi Guðjón Ingason - 19.01.2023

Í viðhengi má finna umsögn frá Sálfræðingafélagi Íslands.

Kv

Tryggvi Ingason

Formaður SÍ

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Arnór Víkingsson - 19.01.2023

sjá umsögn endurhæfingarráðs í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Pétur Maack Þorsteinsson - 19.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, sjá viðhengi.

Virðingarfyllst,

Pétur Maack Þorsteinsson

Yfirsálfræðingur/teymisstjóri geðheilsuteymis HSN

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Álfheiður Guðmundsdóttir - 19.01.2023

Meðfylgjandi er umsögn fagdeildar sálfræðinga við skóla innan Sálfræðingafélags Íslands (FSS).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Öryrkjabandalag Íslands - 23.01.2023

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - 23.01.2023

Viðhengi