Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.12.2022–19.1.2023

2

Í vinnslu

  • 20.1.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-247/2022

Birt: 15.12.2022

Fjöldi umsagna: 25

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027

Málsefni

Í drögum að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 er byggt á samþykktri þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til 2030.

Nánari upplýsingar

Drög þessi að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023-2027 voru unnin af samráðshóp skipuðum fulltrúum helstu haghafa í geðheilbrigðismálum á landsvísu þ.e. heilbrigðisráðuneytis, notanda, heilbrigðisstofnana og háskólasamfélagsins og var farin sú leið að skipta hópnum upp í kjarnahóp og rýni hóp.

Hlutverk samráðshópsins var að greina, meta, setja fram og fylgja eftir aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Ákveðið var að afmarka verkefni samráðshópsins og var hópnum ekki ætlað að ræða annars vegar endurskoðun lagaramma um nauðung og framkvæmd nauðungaraðgerða, og hins vegar stefnu og aðgerðaáætlun um fíknivanda. Báðir málaflokkarnir eru þegar í vinnslu innan Stjórnarráðsins.

Þrátt fyrir framfarir í geðheilbrigðismálum á undanförnum árum þá standa Íslendingar, líkt og aðrar þjóðir, frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem takast verður á við til að ná framförum í málaflokknum.

Áherslur til framtíðar í geðheilbrigðismálum þurfa að vera á jafnt og greitt aðgengi að einfaldri, skilvirkri og notendamiðaðri geðheilbrigðisþjónustu sem byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu hverju sinni, gæðaviðmiðum og nýsköpun og er veitt af hæfu starfsfólki.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjúkrahúsa og sérþjónustu

hrn@hrn.is