Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.12.2022–31.1.2023

2

Í vinnslu

  • 1.2.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-248/2022

Birt: 15.12.2022

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Breytingar á lögum um skilameðferð - frumvarpsdrög o.fl

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skilameðferð. Með frumvarpsdrögunum eru birt áformaskjal, mat á áhrifum og samanburðartafla.

Nánari upplýsingar

Frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að innleiða meginefni tilskipunar (ESB) 2019/879 (BRRD II-tilskipunarinnar). Auk þess eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Eftirfarandi eru helstu breytingar frumvarpsins:

1. Mælt verður fyrir um nýtt markmiðsákvæði laganna þannig að ákvæðið endurspegli betur markmið BRRD tilskipunarinnar.

2. Nákvæmari reglur um skilaáætlun og skilabærni, sér í lagi hvað samstæður varðar.

3. Ýmsar breytingar á ákvæðum IV. kafla laganna um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL). Breytingarnar uppfæra meðal annars hvernig MREL-kröfur eru reiknaðar út, þær skuldbindingar sem hægt er að nota til að uppfylla kröfurnar og einstakar valdheimildir Seðlabankans, þ.m.t. til að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða takmarka úthlutanir fyrirtækja ef þau uppfylla ekki MREL-kröfurnar.

4. Kveðið verður á um skyldu ráðherra til að setja reglugerð um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar. Reglugerð ráðherra mun innleiða meginefni BRRD II-tilskipunarinnar sem varðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar.

5. Fyrirmæli um samningsskilmála í samningum fyrirtækis eða einingar sem varða skuldbindingar sem útgefnar eru samkvæmt löggjöf utan Evrópska efnahagssvæðisins.

6. Mælt verður fyrir um breytingar á ákvæði laganna um ákvörðun um skilameðferð. Breytingarnar auka skýrleika og kveða einnig á um skilmerkilegri heimildir til að taka eignarhaldsfélög til skilameðferðar.

7. Skilavald Seðlabanka Íslands fær heimild að ákveðnum skilyrðum uppfylltum til að fresta tilteknum skuldbindingum áður en formleg ákvörðun um skilameðferð er tekin.

8. Mælt verður fyrir um breytingar á XII. kafla laga um fjármálafyrirtæki. Breytingarnar skerpa meðal annars á samspili endurskipulagningar fjárhags og skilameðferðar og einnig reglum um meðferð krafna við slitameðferð.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

skrifstofa fjármálamarkaðar

fjr@fjr.is