Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.1.–3.2.2023

2

Í vinnslu

  • 4.2.–3.4.2023

3

Samráði lokið

  • 4.4.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-251/2022

Birt: 16.12.2022

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Stafrænt pósthólf - nánari ákvæði um framkvæmd

Niðurstöður

Efnislegar niðurstöður samráðsins eru birtar í niðurstöðuskjali, sbr. meðfylgjandi hlekk. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá drögunum og reglugerðin birt á næstu vikum.

Málsefni

Ákvæði um rekstur og umsjón með pósthólfi, um aðgang að pósthólfi, um skilyrði og takmarkanir fyrir afhendingu gagna á annan hátt, um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga og um rekstraröryggi.

Nánari upplýsingar

Í lögum um um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda er áskilið að ráðherra setji í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna, þ. á m. um:

- rekstur og umsjón með pósthólfi,

- nánari útfærslu á aðgangi að því,

- skilyrði og takmarkanir fyrir afhendingu gagna á annan hátt og

- nánari skilyrði um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga.

Í meðfylgjandi drögum eru tillögur að nánari ákvæðum um framangreind atriði, auk ákvæða um rekstraröryggi.

Í lögunum er jafnframt gert ráð fyrir að sett verði í reglugerð nánari ákvæði um heimildir annarra en opinberra aðila til að birta gögn í pósthólfinu. Drög að þeirri reglugerð voru kynnt í samráðsgátt í júlí 2022.

Opnað hefur verið umboðskerfi sem eykur rekjanleika auðkenningar við notkun stafræns pósthólfs. Í umboðskerfinu er eftirfarandi umboðsvirkni til staðar eða í vinnslu:

1) Prókúruhafar fyrirtækja samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá Skattsins hafa sjálfkrafa rafrænt umboð til að nálgast stafrænt pósthólf viðkomandi fyrirtækja. Innleiðingu lauk 3. júní 2022.

2) Forráðamenn barna samkvæmt skráningu í Þjóðskrá hafa sjálfkrafa rafrænt umboð til að nálgast stafrænt pósthólf barna sinna. Innleiðingu lauk 30. júní 2022.

3) Allir einstaklingar með rafræn skilríki geta með upplýstu samþykki veitt öðrum einstaklingi, s.s. fjölskyldumeðlimi, rafrænt umboð til að nálgast stafrænt pósthólf fyrir sína hönd. Innleiðingu lauk 11. júlí 2022.

4) Lögformlegir talsmenn fatlaðra einstaklinga skv. skráningu félags- og vinnumarkaðsráðuneytis hafa sjálfkrafa rafrænt umboð til að nálgast stafrænt pósthólf fyrir skjólstæðinga sína. Innleiðingu lauk 28. október 2022.

5) Einstaklingum sem ekki hafa rafræn skilríki og falla ekki í einhvern ofangreindra hópa verður gefinn kostur á að afhenda undirritað umboð á pappír sem skráð verður í rafræna umboðskerfið. Innleiðing áætluð árið 2023.

Við auðkenningu nota umboðsmenn eigin rafræna auðkenningarmáta en ekki umbjóðandans. Með notkun rafræna umboðskerfisins fæst aukið öryggi og fullur rekjanleiki á því hver auðkenndi sig og misnotkunarhætta er lágmörkuð. Sambærilegt umboð er nú þegar í notkun við afgreiðslu lyfja hér á landi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

fjármála- og efnahagsráðuneytið

fjr@fjr.is