Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.12.2022–23.1.2023

2

Í vinnslu

  • 24.1.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-253/2022

Birt: 19.12.2022

Fjöldi umsagna: 21

Annað

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málefni aldraðra

Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsefni

Í drögum þessum eru settar fram aðgerðir sem byggja á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og viljayfirlýsingu hlutaðeigandi aðila um að auka samstarf varðandi þjónustu í heimahúsi við eldra fólk.

Nánari upplýsingar

Drög þessi voru unnin af verkefnastjórn sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra skipuðu í sumarið 2022, með aðilum frá Landsambandi eldri borgara, fjármála- og efnahagsráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Skipunarbréfið byggir á áherslum úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir m.a. að tryggja eigi eldra fólki þjónustu við hæfi og mikilvægt sé því að samþætta þjónustu við eldra fólk bæði til að auka lífsgæði þess hóps sem og til að tryggja að þjónustukerfi hér á landi ráði við vænta fjölgun eldra fólks á næstu árum.

Hlutverk verkefnastjórnar var að forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára og er henni ætlað í framhaldi af því að vinna að innleiðingu og framkvæmd hennar. Horft var til nýlegra opinberra skýrslna og tillagna sem samþykktar hafa verið á Alþingi og varða þjónustu við eldra fólk. Hópnum var ekki ætlað að fjalla um innra starf hjúkrunarheimila eða sjúkrahúsþjónustu.

Samráð var við ýmsa hagaðila m.a. var haldin lokuð vinnustofa 22. september 2022 þar sem 60 aðilum sem koma að þjónustu við eldra fólk var boðið og opinn kynningarfundur á drögum aðgerðaáætlunarinnar þann 5.desember sama ár, þar sem upplýst var um nafn á verkefninu, Gott að eldast og myndmál texta vísar til þess að til þess að vel takist verði að flétta saman ólíkum ábyrgðaraðilum og þjónustuþáttum.

Aðgerðaáætlunin byggir á fimm stoðum, þ.e. samþættingu þjónustu, virkni, upplýsingu, þróun og heimili. Meginþungi aðgerða liggur í þróunarverkefnum þar sem samþætting og nýsköpun og prófanir munu nýtast til ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Þar að auki verður ráðist í aðgerðir sem hverfast um sveigjanleika í þjónustu, heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, og betri aðgang að ráðgjöf og upplýsingum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa félags- og lífeyrismála

frn@frn.is