Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.12.2022–16.1.2023

2

Í vinnslu

  • 17.1.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-255/2022

Birt: 22.12.2022

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál (styrking stjórnsýslu loftslagsmála)

Málsefni

Áformað er að vinna frumvarp um breytingu á lögum um loftslagsmál þar sem stjórnsýsla loftslagsmála verði styrkt og hlutverk Loftslagsráðs tekið til endurskoðunar.

Nánari upplýsingar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs kemur fram að stjórnsýsla loftslagsmála verði styrkt og að hlutverk Loftslagsráðs tekið til endurskoðunar með aukinni áherslu á ráðgefandi hlutverk og vísindastarf auk aðhalds- og eftirlitshlutverks gagnvart stjórnvöldum.

Greining á hlutverki Loftslagsráðs er í vinnslu en sú greining mun styðja við ákvörðun um hvort og þá hvernig þurfi að bregðast við framangreindum markmiðum í stjórnarsáttmála. Einnig er ráðgert að endurskoða ákvæði laganna um loftslagsstefnu ríkisins og sveitarfélaga með tilliti til hlutverks Umhverfisstofnunar.

Ákvæði 5. gr. b. (Loftslagsráð) og 5. gr. c. laganna (Loftslagsstefna ríkis og sveitarfélaga) voru sett með breytingu á loftslagslögum árið 2019. Það er því komin þriggja ára reynsla af ákvæðunum og vert að yfirfara hvort þörf sé á breytingum í ljósi yfirlýsts markmiðs ríkisstjórnarinnar

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslagsmála

urn@urn.is