Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.12.2022–20.1.2023

2

Í vinnslu

  • 21.1.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-258/2022

Birt: 30.12.2022

Fjöldi umsagna: 16

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Heilbrigðiskröfur til fiskara

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir drög að breytingu á reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. Með henni verða sett ákvæði um heilbrigðiskröfur til fiskara.

Nánari upplýsingar

Reglugerð þessi gerir breytingar á reglugerð nr. 944/2020 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. Ákvæði hennar gilda um fiskara, sem eru skilgreindir samkvæmt 9. tölul. 2. gr. laga um áhafnir skipa, nr. 82/2022, sem hver sá eða sú sem starfar eða er ráðinn eða ráðin til vinnu á fiskiskipi, þ.m.t. þau sem eru ráðin upp á aflahlut.

Í I. viðauka reglugerðar nr. 944/2020 eru sett fram skilyrði um sjón, heyrn og aðrar heilbrigðiskröfur, sem réttindamenn, þ.e. skipstjórnar- og vélstjórnarmenn, skulu uppfylla. Með þessari reglugerð verður settur nýr viðauki með heilbrigðiskröfum til annarra fiskara en réttindamanna. Skulu læknar gefa út læknisvottorð um að fiskari sé fær um að gegna viðkomandi stöðu af heilsufarsástæðum. Skulu vottorðin vera á formi, sem Samgöngustofa ákveður.

Fiskarar á fiskiskipum, sem eru 24 metrar að lengd eða lengri eða eru að jafnaði á sjó í þrjá daga eða lengur, skulu leggja fram vottorð til útgerðar eða skipstjóra skips á að minnsta kosti tveggja ára fresti. Í tilviki réttindamanna eru heilbrigðisvottorð vegna öflunar skírteinis fullnægjandi í þessum skilningi. Sé fiskari yngri en 18 ára gildir vottorð að hámarki til eins árs.

Þá skulu réttindamenn á fiskiskipum, sem eru styttri en 24 metrar að lengd og eru að jafnaði á sjó í minna en þrjá daga leggja fram vottorð til útgerðar eða skipstjóra á að minnsta kosti fimm ára fresti.

Fyrirhugað er að reglugerðin öðlist gildi 1. júní 2023.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is