Umsagnarfrestur er 30.12.2022–31.01.2023.
Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn
Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglum um skilríki starfsmanna sendiráða, kjörræðismanna o.fl.
Með setningu reglnanna er lagt til að skjalfest verði áratuga stjórnsýsluframkvæmd utanríkisráðuneytisins um útgáfu skilríkja starfsmanna erlendra og íslenskra sendiráða, kjörræðismanna o.fl.
Í reglunum er safnað saman á einn stað heildstæðu yfirliti yfir tegundir þessara skilríkja, lagagrundvöll og helstu framkvæmdaratriði. Í 1. mgr. 3. gr. er jafnframt gert ráð fyrir því að utanríkisráðuneytið geti útfært frekar útlit skilríkjanna og öryggisþætti í verklagsreglum.
Þá er í 1. og 2. gr. reglnanna því lýst hverjir geti fengið útgefin skilríki og á hvaða lagagrundvelli. Í 3., 4. og 5. gr. fjallað um útgáfu og útlit skilríkja, skráningu, varðveislu þeirra og förgun, svo og gildistíma.
Að endingu er í 6., 7. og 8. gr. fjallað um endurútgáfa glataðra og stolinna skilríkja, endurnýjun skilríkja og skil við starfslok, svo og lagaheimild og gildistöku reglnanna.
Óskað er eftir að umsagnir um regludrögin berist eigi síðar en þriðjudaginn 31. janúar nk.
Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.
Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.