Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–22.1.2023

2

Í vinnslu

  • 23.1.2023–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-2/2023

Birt: 4.1.2023

Fjöldi umsagna: 20

Drög að stefnu

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu 2023-2026

Málsefni

Aðgerðirnar eru margvíslegar og miða allar að því að bæta stöðu og réttindi fólks sem eru í viðkvæmri stöðu fyrir að verða fyrir hatursorðræðu til hagsbóta fyrir samfélagið allt.

Nánari upplýsingar

Drögin að þingsályktuninni voru unnin af starfshópi forsætisráðherra um aðgerðir gegn hatursorðræðu sem skipaður var 16. júní 2022. . Aðgerðirnar eru samtals 22. Aðgerð nr. 3 skiptist í fimm stafliði (3a-3e) en í öllum tilvikum er um að ræða sjálfstæðar aðgerðir með mismunandi ábyrgðaraðilum.

Þær aðgerðir sem gerð er tillaga um í aðgerðaáætluninni eru margvíslegar og snerta sumar mörg svið og þar af leiðandi fleira en eitt ráðuneyti, sem og stofnanir, sveitarfélög, hagsmunasamtök o.fl. Níu ráðuneyti taka þátt og bera ábyrgð á því að þeirra aðgerð/ir komist til framkvæmda. Sérstakt mælaborð sem birt verður á sérstöku vefsvæði forsætisráðuneytisins um hatursorðræðu mun sýna fram á framgang einstakra verkefna.

Þar sem mikilvægt þótti að auka þekkingu og búa til farveg fyrir málefnalega umræðu gegn hatursorðræðu og fræðast um birtingarmyndir hennar er mikil áhersla lögð á fræðslutengd verkefni í áætluninni sem og vitundarvakningu. Aðrar aðgerðir gera ráð fyrir breytingu á lögum og verklagsreglum, gerð úttektar og könnunar o. fl. Einnig er gert ráð fyrir að sérstakur framkvæmdasjóður vegna verkefna gegn hatursorðræðu verði settur á fót.

Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, Jafnréttisstofu, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Fjölmenningarsetri, embætti ríkislögreglustjóra, mennta- og barnamálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt voru þrír fulltrúar skipaðir af forsætisráðherra án tilnefningar. Víðtækt samráð var haft við hagsmunaaðila við gerð áætlunarinnar. Í september 2022 voru haldnir sérstakir samráðsfundir með fulltrúum á þriðja tug hagsmunasamtaka og sérfræðinga. Auk almennra umræðna var á samráðsfundunum sérstaklega óskað eftir upplýsingum frá samtökunum um hvað að þeirra mati mætti betur fara í málaflokknum og til hvaða aðgerða þau telji að grípa skuli til. Þann 25. október 2022 hélt forsætisráðherra opinn samráðsfund um aðgerðir gegn hatursorðræðu í Hörpu þar sem fólki gafst færi á að fræðast og ræða hugmyndir og aðgerðir til að sporna við hatursorðræðu. Þátttakendur voru um 100 talsins og byggist grunnur aðgerðaáætlunar þessarar á framangreindu samráði við hagsmunaaðila.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttis-og mannréttindamála

for@for.is