Samráð fyrirhugað 11.01.2023—13.02.2023
Til umsagnar 11.01.2023—13.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 13.02.2023
Niðurstöður birtar

Grænbók um mannréttindi

Mál nr. 6/2023 Birt: 11.01.2023
  • Forsætisráðuneytið
  • Stöðumat og valkostir
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 11.01.2023–13.02.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Forsætisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að grænbók um mannréttindi.

Í kjölfar flutnings málaflokksins mannréttindi frá dómsmálaráðuneyti til forsætisráðuneytis ákvað forsætisráðherra að unnin yrði grænbók um mannréttindi með sérstakri áherslu á mannréttindaeftirlit. Nú liggja fyrir drög hennar, en grænbók er greining á tilteknu viðfangsefni sem stjórnvöld hafa ákveðið að skoða nánar, ýmist sem undanfari stefnumótunar og/eða frumvarpsgerðar.

Grænbókin fjallar um stöðu og þróun mannréttinda á Íslandi og gefur yfirlit yfir lykilviðfangsefni framundan og helstu leiðir eða áherslur við úrlausn þeirra.

Markmið grænbókar um mannréttindi er að hvetja til umræðu um stöðumat, viðfangsefni og framtíðarsýn á sviði mannréttinda ásamt áherslum og valkostum. Mikilvægt er að stöðumatið sé sem réttast þar sem það mun liggja til grundvallar stefnumótunar í málaflokknum. Því er vakin athygli á 5. kafla þar sem settar eru fram spurningar sem aðilar eru beðnir að hafa í huga við skrif umsagna um drögin.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.