Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
Til umsagnar
Umsagnarfrestur er 11.01.2023–13.02.2023.
Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast. Senda inn umsögn
Málsefni
Forsætisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að grænbók um mannréttindi.
Í kjölfar flutnings málaflokksins mannréttindi frá dómsmálaráðuneyti til forsætisráðuneytis ákvað forsætisráðherra að unnin yrði grænbók um mannréttindi með sérstakri áherslu á mannréttindaeftirlit. Nú liggja fyrir drög hennar, en grænbók er greining á tilteknu viðfangsefni sem stjórnvöld hafa ákveðið að skoða nánar, ýmist sem undanfari stefnumótunar og/eða frumvarpsgerðar.
Grænbókin fjallar um stöðu og þróun mannréttinda á Íslandi og gefur yfirlit yfir lykilviðfangsefni framundan og helstu leiðir eða áherslur við úrlausn þeirra.
Markmið grænbókar um mannréttindi er að hvetja til umræðu um stöðumat, viðfangsefni og framtíðarsýn á sviði mannréttinda ásamt áherslum og valkostum. Mikilvægt er að stöðumatið sé sem réttast þar sem það mun liggja til grundvallar stefnumótunar í málaflokknum. Því er vakin athygli á 5. kafla þar sem settar eru fram spurningar sem aðilar eru beðnir að hafa í huga við skrif umsagna um drögin.
Það er sorglegt að sjá að göfuga hugtakið mannréttindi skuli vera túlkað af íslenskum stjórnmálamönnum á vegu sem leyfir þeim að tryggja sérhagsmuni afmarkaðra hópa mannkynsins í pólitískum tilgangi í stað þess að halda sig við að vernda réttindi óháð hvaða hópi fólk flokkast undir.
Pólitísk rétthugsun og framsækin stjórnmál eru að vega að mikilfenglegasta afreki mannkynsins, meðfædd réttindi allra sem lifa, með endurskilgreiningum og stéttabaráttu sem ætti heldur heima í riti Marx og Engel.
Þessi aðlögun mannréttinda að tíðarandanum sýnir hve skammsýn framtíðarhugsun forsætisráðuneytisins er í einu alvarlegasta málefni sem hugsast getur, réttur einstaklingsins.
Þrátt fyrir að staða barna á Íslandi sé almennt góð er ekki hægt að líta fram hjá skildunni til að tryggja að börn læri að virða mannréttindi sín . Samkvæmt 29. grein Barnasáttmálans eiga börn rétt á því að læra að virða mannréttindi og grundvallarfrelsi sitt. Sú viðurkennda leið til þess að tryggja þennan lið sáttmálans er skilgreind af Sameinuðu Þjóðunum sem mannréttindakennsla (Human Rights Education). Linkur að vefsíðu Sameinuðu þjóðanna um mannréttindakennslu; https://www.ohchr.org/en/resources/educators/human-rights-education-training . Réttindaskólar UNICEF er gott dæmi um að fylgja 29. grein Barnasáttmálans en þar þarf betra eftirlit með skólum, eins og kom í ljós í BA ritgerð minni frá 2022; http://hdl.handle.net/1946/42497. Engar stórar rannsóknir hafa verið gerðar á skilningi barna á mannréttindum á Íslandi og því ekki hægt að segja hvort það sé verið að tryggja rétt barna sem skilgreindur er undir 29. grein sáttmálans. MA verkefni sem gert var á Akureyri sýndi fram á að þegar mannréttindakennsla er notuð í öllu skólakerfinu þá eykst skilningur barna á mannréttindum sínum; http://hdl.handle.net/1946/39518.
Eina leiðin til þess að börn læri að virða mannréttindi og grundvallar frelsi sem það á rétt á er að börn skilji hvað felst í sínum mannréttindum.
Viltu senda inn umsögn um málið?
Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.
Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan,
sjá nánar hér.