Samráð fyrirhugað 17.01.2023—28.02.2023
Til umsagnar 17.01.2023—28.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2023
Niðurstöður birtar

Bráðabirgðaniðurstöður starfshópa - Auðlindin okkar - stefna um sjávarútveg

Mál nr. 7/2023 Birt: 17.01.2023 Síðast uppfært: 25.01.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (17.01.2023–28.02.2023). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs bráðabirgðaniðurstöður starfshópa í Auðlindinni okkar - stefna um sjávarútveg.

Þann 31. maí 2022 skipaði matvælaráðherra samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og fjóra starfshópa til að vinna tillögur í sjávarútvegsstefnu, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Starfshóparnir fjórir, Aðgengi, Samfélag, Umgengni og Tækifæri hafa nú skilað til ráðherra bráðabirgðatillögum sínum og eru þar með hálfnaðir með vinnu sína. Hóparnir fjórir hafa fundað með fjölda hagaðila, sérfræðingum og almenningi. Aflað fjölþættra gagna og lagt fram tilgátur og rannsóknarspurningar.

Bráðabirgðatillögurnar eru 60 talsins og taka á ólíkum þáttum sjávarútvegs; fiskveiðistjórnun, rannsóknum, vísindum, menntun, umgengni, starfsskilyrðum og markaðssetningu. Tillögurnar eru enn í vinnslu og framundan er vinna við að byggja betur undir lokatillögur starfshópana sem liggja munu fyrir í maí 2023. Margar tillögur þarf að útfæra frekar en aðrar eru lagðar fram til að skapa umræðu og fá fram viðbrögð og ólíkar skoðanir. Tillögurnar 60 eru settar fram með fyrirvara um útfærslu, mat á áhrifum, samræmi við aðra stefnumótun stjórnvalda og lagatæknilega útfærslu. Margar tillögurnar eru skýrar og til þess fallnar að efla samstöðu og skerpa sýn á sjávarútveg en aðrar munu kalla á sterk og ólík viðbrögð. Í vinnunni hefur verið lögð mikil áhersla á að ferlið við gerð sjávarútvegsstefnu sé opið og gagnsætt og að sem flest sjónarmið komi fram til að móta stefnuna.

Tillögurnar voru kynntar samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu 17. janúar 2023 og er hér með óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um tillögurnar sem nýtast í áframhaldandi vinnu við lokatillögur starfshópanna. Áhugasamir geta einnig valið að senda póst á netfangið audlindinokkar@mar.is. Frekari upplýsingar og gögn vegna verkefnisins má nálgast á vefsíðu verkefnisins https://www.stjornarradid.is/audlindin-okkar/

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kári Jónsson - 23.01.2023

Hvergi er að finna í þessum tillögum viðbrögð við óslitinni virðiskeðju sjávarútvegs-fyrirtækja, sem í raun býður heim þeirri hættu að verðmæta-aukning í fiskvinnslu og verðlagning sölu-fyrirtækja á fiskafurðum, sem er nánast í öllum tilfellum eigendur íslenskra sjávarútvegs-fyrirtækja skili sér ekki til baka að fullu inní hagkerfið, m.ö.o. veruleg hætta er á að skattaskjólin geymi stórar fjárhæðir, sem ekki eru greiddir skattar af einsog lög gera ráð fyrir.

Einfaldasta og besta leiðin gegn þessari miklu hættu er að selja allann fisk upp úr sjó á fiskmarkaði.

Sömuleiðis skekkir óslitin virðiskeðja forsendur veiðigjalds. Þ.e. þegar öll virðiskeðjan liggur ekki til grundvallar í útreikningi á veiðigjaldinu, eðli máls verður svo að vera, þegar alþingi heimilar á sama tíma óslitna-virðiskeðju.

Afrita slóð á umsögn

#2 Tryggvi L Skjaldarson - 07.02.2023

Um kvótakerfið.

Kvótakerfið var sett á til að vernda fiskinn í sjónum en ekki einstakar fiskvinnslur í landi. Í áranna rás hefur aðgengi að auðlindum sjávar færst á færri og færri hendur með vaxandi óánægju meirihluta landsmanna. Einokun stærstu aðila í kvóta og fiskvinnslu sogar til sín veiðiheimildir einsog svarthol og hindrar í leiðinni að fiskvinnslur án útgerðar geti boðið í fisk þar sem bróðurparturinn fer framhjá fiskmörkuðum. Útgerðir sem selja sjálfum sér aflann fá verulegan afslátt frá markaðsverði og eru í raun ríkisstyrkt. Markaðsverð er að jafnaði tugum króna hærra á kíló en verðlagsnefndarverð og hleypur munurinn á milljörðum ár hvert. Með einfaldri aðgerð er auðvelt að stýra þessum niðurgreiðslum frá stórútgerðum og til eigenda auðlindarinnar sem hefur borið skertan hlut frá borði í áratugi . Allur fiskur á markað og auðlindagjaldið tekið jafnóðum.

Afrita slóð á umsögn

#3 Jón Jónsson - 27.02.2023

Umsögn, einkum vegna Tillögu 20.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Magnús Jónsson - 27.02.2023

Meðfylgjandi eru athugasemdir Drangeyjar - Smábátafélags Skagafjarðar um tillögur vinnuhópa "Auðindarinnar okkar"

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Landssamband smábátaeigenda - 27.02.2023

Frá SFÚ, LS, SÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Tjaldtangi ehf. - 28.02.2023

Hjálagt er umsögn Tjaldtanga ehf. Félagið gerir út rækjubátinn Halldór Sigurðsson ÍS 14 í Ísafjarðardjúpi og er einn af eigandum rækjuverksmiðjunnar Kampa ehf. á Ísafirði.

Þann 31. maí 2022 skipaði matvælaráðherra samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og fjóra starfshópa til að vinna tillögur í sjávarútvegsstefnu, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Tillögur starfshópanna voru kynntar samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu 17. janúar 2023 og hefur verið óskað eftir umsögnum og athugasemdum um þær.

Eftirfarandi er samantekt um athugasemdir Tjaldtanga ehf. um tillögurnar:

• Í tillögum starfshópa er uppgjör til handhafa skel- og rækjubóta ófullnægjandi. Í marga áratugi hefur það verið viðurkennt að handhafar skel- og rækjubóta létu frá sér aflaheimildir í bolfiski til að öðlast sérveiðiheimildir í skel- og rækju. Í ljósi þess þá hafa handhafar skel- og rækjubóta fengið bætur í formi bolfisks þegar aflabrestur hefur riðið yfir.

• Sé vilji til þess að leggja niður skel- og rækjubótakerfið þá skal skila þeim bolfiskaflaheimildum sem þar eru beint til handhafa skel- og rækjuheimilda.

• Með uppgjöri til handhafa skel- og rækjubóta þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Annarsvegar er fiskveiðistjórnarkerfið einfaldað og hinsvegar kemur inn stuðningur á formi varanlegra aflaheimilda til handa rækjuútgerðum sem hafa átt undir högg að sækja síðustu ár.

• Hætta er á að með stórtæku fiskeldi í Ísafjarðardjúpi muni vistsvæði rækju skerðast og það geti leitt til hruns rækjustofnsins. Ef að þessi stórfeldu fiskeldisáform ganga eftir og rækjuveiðar leggjast af í kjölfarið þá verða stjórnvöld að vera með úrræði til að bæta útgerðum og starfsfólki framtíðar tekjumissi. Vegna yfirvofandi óvissu er mjög mikilvægt að hafa virkt bótakerfi til að bregðast við ef upp kemur aflabrestur vegna neikvæðra áhrifa fiskeldis á viðgang rækju í Ísafjarðardjúpi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Lára Jóhannsdóttir - 28.02.2023

Í Samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birtar tillögur samráðsnefndar matvælaráðherra, sem vinnur að gerð sjávarútvegsstefnu fyrir Íslands undir nafninu Auðlindin okkar. Þar er nú kallað eftir ábendingum og athugasemdum.

Vill námsleið í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands koma á framfæri upplýsingum varðandi þann þátt tillaganna sem lýtur að menntun í sjávarútvegi, en það eru tillögur nr. 35-44 í skjalinu, sjá meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Starfsgreinasamband Íslands - 28.02.2023

Frá Starfsgreinasambandi Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök smærri útgerða - 28.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka smærri útgerða

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 28.02.2023

Vinsamlega sjá umsögn Landverndar um tillögur 1-16 í viðhengi.

kær kveðja

Auður

Viðhengi