Samráð fyrirhugað 17.01.2023—28.02.2023
Til umsagnar 17.01.2023—28.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2023
Niðurstöður birtar

Bráðabirgðaniðurstöður starfshópa - Auðlindin okkar - stefna um sjávarútveg

Mál nr. 7/2023 Birt: 17.01.2023 Síðast uppfært: 25.01.2023
  • Matvælaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 17.01.2023–28.02.2023. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs bráðabirgðaniðurstöður starfshópa í Auðlindinni okkar - stefna um sjávarútveg.

Þann 31. maí 2022 skipaði matvælaráðherra samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og fjóra starfshópa til að vinna tillögur í sjávarútvegsstefnu, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Starfshóparnir fjórir, Aðgengi, Samfélag, Umgengni og Tækifæri hafa nú skilað til ráðherra bráðabirgðatillögum sínum og eru þar með hálfnaðir með vinnu sína. Hóparnir fjórir hafa fundað með fjölda hagaðila, sérfræðingum og almenningi. Aflað fjölþættra gagna og lagt fram tilgátur og rannsóknarspurningar.

Bráðabirgðatillögurnar eru 60 talsins og taka á ólíkum þáttum sjávarútvegs; fiskveiðistjórnun, rannsóknum, vísindum, menntun, umgengni, starfsskilyrðum og markaðssetningu. Tillögurnar eru enn í vinnslu og framundan er vinna við að byggja betur undir lokatillögur starfshópana sem liggja munu fyrir í maí 2023. Margar tillögur þarf að útfæra frekar en aðrar eru lagðar fram til að skapa umræðu og fá fram viðbrögð og ólíkar skoðanir. Tillögurnar 60 eru settar fram með fyrirvara um útfærslu, mat á áhrifum, samræmi við aðra stefnumótun stjórnvalda og lagatæknilega útfærslu. Margar tillögurnar eru skýrar og til þess fallnar að efla samstöðu og skerpa sýn á sjávarútveg en aðrar munu kalla á sterk og ólík viðbrögð. Í vinnunni hefur verið lögð mikil áhersla á að ferlið við gerð sjávarútvegsstefnu sé opið og gagnsætt og að sem flest sjónarmið komi fram til að móta stefnuna.

Tillögurnar voru kynntar samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu 17. janúar 2023 og er hér með óskað eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum um tillögurnar sem nýtast í áframhaldandi vinnu við lokatillögur starfshópanna. Áhugasamir geta einnig valið að senda póst á netfangið audlindinokkar@mar.is. Frekari upplýsingar og gögn vegna verkefnisins má nálgast á vefsíðu verkefnisins https://www.stjornarradid.is/audlindin-okkar/

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.