Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.1.–3.2.2023

2

Í vinnslu

  • 4.2.2023–

Samráði lokið

Mál nr. S-13/2023

Birt: 20.1.2023

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölskyldumál

Áform um frumvarp til laga um gagnaöflun um farsæld barna

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir áform um ný heildarlög um gagnaöflun um farsæld barna.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er ætlunin að lögfesta heimildir stjórnvalda til að mæla og kanna líðan, velferð og farsæld barna og safna upplýsingunum í sérstakt mælaborð. Markmiðið með söfnun gagna um farsæld barna er að fá betri yfirsýn yfir stöðu barna á Íslandi sem unnt er að nýta við stefnumótun, forgangsröðun fjármuna og fleiri atriði.

Undanfarið hefur ríkari áhersla verið lögð á það innan Stjórnarráðsins að ákvarðanir sem tengjast forgangsröðun stjórnvalda, stefnumótun og eftirliti með aðgerðum séu byggðar m.a. á tölfræðiupplýsingum. Sömu áherslur má finna í skýrslugjöf erlendra aðila. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er m.a. lögð áhersla á að unnið verði að samræmdri úrvinnslu, geymslu og framsetningu opinberra gagna ásamt því að stuðla að opnari aðgangi almennings að gögnum.

Markmið stjórnvalda með áformuðu frumvarpi er að tryggja aðgengi að ópersónugreinanlegum gögnum sem gefa yfirsýn yfir stöðu barna, ekki síst barna sem tilheyra viðkvæmum hópum. Gögnin verði nýtt með markvissum hætti í stefnumótun og eftirfylgni með aðgerðum. Einnig er horft til þess að tryggja opið aðgengi að tölfræðigögnum og afurðum þeim tengdum. Framangreind markmið koma til móts við athugasemdir barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda, þar sem kallað hefur verið eftir markvissri gagnaöflun og opnu aðgengi að tölfræðigögnum um stöðu og hagi barna á Íslandi. Einnig hefur nefndin kallað eftir því að tölfræðigögn séu markvisst nýtt í stefnumótun í málaflokkum er varða börn og eins forgangsröðun fjármuna og verkefna.

Mælaborð um farsæld barna hefur verið í markvissri þróun síðustu ár og við undirbúning þess hafa vaknað spurningar um heimildir til gagnaöflunar. Eftir kortlagningu á lagaumhverfinu er það mat mennta- og barnamálaráðuneytis að nauðsynlegt sé að sérstakur lagagrundvöllur verði lagður undir verkefnið.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar

mrn@mrn.is