Samráð fyrirhugað 23.01.2023—06.02.2023
Til umsagnar 23.01.2023—06.02.2023
Niðurstöður í vinnslu frá 06.02.2023
Niðurstöður birtar 28.04.2023

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs)

Mál nr. 14/2023 Birt: 23.01.2023 Síðast uppfært: 28.04.2023
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Fjölskyldumál
  • Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Niðurstöður birtar

Alls bárust fimm umsagnir um frumvarpið í samráðsgátt og var tekið tillit til athugasemda eftir því sem kostur var. Frumvarp var lagt fram á Alþingi 28. febrúar 2023 og hefur það verið samþykkt sem lög nr. 13/2023.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.01.2023–06.02.2023. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.04.2023.

Málsefni

Með frumvarpinu er mælt fyrir um sameiningu Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs.

Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur eru þær stofnanir á málefnasviði félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins sem veita innflytjendum, flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd þjónustu.

í því skyni að ná fram meiri skilvirkni en nú er þykir mikilvægt að öll þjónusta sem snýr að innflytjendum, flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd verði sameinuð hjá einni stofnun. Í því sambandi þykir sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs í eina stofnun undir heiti Vinnumálastofnunar best til þess fallin að ná sem mestum árangri hvað varðar skilvirkni í tengslum við veitingu fyrrnefndrar þjónustu.

Lagt er til að lögum um málefni innflytjenda verði breytt þannig að Vinnumálastofnun verði framkvæmdaraðili laganna í stað Fjölmenningarseturs. Þannig verði Fjölmenningarsetur lagt niður og Vinnumálastofnun taki við hlutverki, verkefnum, réttindum og skyldum, eignum og skuldbindingum Fjölmenningarseturs. Við sameiningu stofnananna tveggja er gert ráð fyrir að starfsfólk Fjölmenningarseturs sem er í starfi við sameininguna verði starfsfólk Vinnumálastofnunar. Þrátt fyrir framangreint er gert ráð fyrir að embætti forstjóra Fjölmenningarseturs verði lagt niður.

Þá er gert ráð fyrir að lögum um vinnumarkaðsaðgerðir verði breytt þannig að tryggt sé að sameinuð stofnun reki á hverjum tíma að minnsta kosti eina þjónustustöð á Austurlandi, sem og á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vesturlandi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Wiktoria Joanna Ginter - 01.02.2023

Eru innflytjendur á Íslandi BARA vinnuafl? Hvað um málefni þeirra sem snýst heilbrigðisþjónustu, skólakerfi, menntun, velferðarkerfi, samfelagsmálum, menningu?

Hvaða þvæla er þetta eiginlega?! Þetta er árás á alla innflytjenda á landinu! Skammist ykkar!

Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamtökin Þroskahjálp - 06.02.2023

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Margrét Steinarsdóttir - 06.02.2023

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Fjölmenningarseturs og Vinnumálastofnunar).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ísafjarðarbær - 06.02.2023

Meðfylgjandi er umsögn Ísafjarðarbæjar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs).

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Rauði Krossinn á Íslandi - 08.02.2023

Viðhengi